Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 27
Nauðsynlegt er að bílar séu vel ryðvarðir hérlendis vegna sérstakra aðstæðna. „Við sérhæfum okkur í að ryð- verja undirvagna bifreiða, það er að segja burðarvirkið, holfrúm og inn í hurðar,“ segir Baldur Jóns- son, hjá Bílahöllinni Bílaryðvörn, á Bíldshöfða 5. „Við notum sænskt efni á und- irvagninn sem kallast Dinitrol,“ útskýrir hann. „Það hefur verið nýtt í nokkurn tíma og fengið góða einkunn, enda efnin í stöðugri þróun. Misjafnt er þó eftir ryð- varnarstöðvum hvers lags ryð- vörn er notuð. Annars konar efni frá sama framleiðanda er síðan sprautað inn á hurðir, holrúm og sílsa. Svo bætum aukalega við efni á botninn sem eykur á endingu ryðvarnarinnar og er hljóðein- angrandi.“ Ryðvarnarferilinn tekur í það heila rúman sólarhring. Fyrst er botn bifreiðarinnar hreinsaður vel með háþrýstidælu á ryðvarnar- stöðinni. Hún er þvínæst látin þorna yfir nóttina. Daginn eftir er síðan ryðvörnin borin á bifreiðina. Að svo bún má keyra bílinn eftir nokkra tíma en það getur tekið nokkra daga fyrir vörnina að ná fullum styrk. „Gefið er út ábyrgðar skírteini á ryðvörnina fyrir nýja bíla sem gildir í átta ár,“ segir Baldur. „Hana þarf að endurnýja á um það bil tveggja ára fresti fyrir undir- vagninn, en fjögurra ára fresti fyrir holrúmin. Ástæðan er sú að efnin á botninum endast styttra en efnin á holrúmunum vegna álags.“ Að sögn Baldurs er á bilinu 80- 90 prósent þeirra bíla sem koma hingað til lands sérstaklega ryð- varðir miðað við ríkjandi aðstæð- ur. „Einhverjar tegundir hafa ekki verið ryðvarðar í byrjun. Þá er treyst á verksmiðjuryðvörn fram- leiðanda, sem miðar yfirleitt við meginland Evrópu en nægir þá ekki fyrir íslenskar aðstæður. Þar fer nefnilega ekki nærri eins mikið fyrir seltunni og drullunni sem hér eru allsráðandi á vet- urna.“ Baldur segir tilkynningu sem segi til um ryðvörn yfirleitt fylgja með í bílakaupum. „Umboðin láta annað hvort merkja bílana eða til- kynna kaupanda hvort bíllinn sé ryðvarinn. En þótt bifreiðin sé þegar ryðvarin er ekki þar með sagt að ekki þurfi að ryðverja hana eftir það. Bílar þurfa að vera vel ryðvarðir, sérstaklega á þess- um árstíma þar sem selta og drulla eru mikil og eru náttúrulega algjört eitur fyrir stál. Um leið og sár eru komin á undirlag eða lakk bílsins sest saltdrullan í þau. Segja má að verið sé að bjóða hættunni heim, ef bíllinn er ekki ryðvarð- ur.“ Baldur segir ennfremur máli skipta að ryðverja bílinn reglu- lega. „Misjafnt er hversu oft þarf að gera það. Það fer meðal annars eftir notkun bifreiðarinnar. Hvar bíllinn hefur verið ekinn og hversu mikið hann er notaður. Til að ganga úr skugga um hvort endur- nýja þurfi ryðvörn, er tilvalið að láta skoða botninn næst þegar farið er með bílinn í almenna skoð- un. Við mælum líka með að fólk sé duglegt að bóna bílana sína eða láti húða þá með sérstakri húð, til dæmis tefflon-húð, til að vernda lakkið. Það er nefnilega alltaf ákveðin hætta á að steinköst brjóta upp úr lakkinnu. Þá er betra að snúa sér til bónstöðva, þar sem ryðvarnarstöðvar einblína meira á að ryðverja undirvagna bif- reiða.“ Regluleg ryðvörn nauðsynleg - Það borgar sig að nota það besta w w w . f a l k i n n . i s E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .2 9 7 Bílavarahlutir Ásþétti Hjólalegusett Hjöruliðir Viftu- og tímareimar Kúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Kúluliðir Keilulegur Kúplingar og höggdeyfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.