Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 28
Toyota ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Íslandi. Mikið selt af jeppum og jepplingum. Alls voru 19.516 jeppar og fólksbílar nýskráðir á síðasta ári. Árið 2005 voru þeir 18.058 og því voru átta prósent- um fleiri nýir bílar á götunni á 2006 en árið 2005. Þegar litið er yfir nýskráningar einstakra framleið- anda kemur yfirburðastaða Toyota bersýnilega í ljós. Af lista tíu söluhæstu bifreiðategundanna á Toyota fimm tegundir, þar á meðal þær sem verma þrjú efstu sætin. Á síðasta ári seldust 4.919 Toyota-bílar. Svo miklir eru yfirburðir merkisins að séu sölutölur bílaframleið- enda í öðru til fimmta sæti yfir söluhæstu bifreiðar á árinu lagð- ar saman nær sú tala ekki að skáka Toyota. Þessir framleiðendur eru Ford og Volkswagen með 1.288 selda bíla. Þar á eftir koma Hyundai og Honda með 1.106 og 951 seldan bíl 2006 en samanlagt eru þetta 4.633 bílar, 286 bílum færri en Toy- ota. Langsöluhæsta fólksbílategundin árið 2006 var Toyota Yaris. Á árinu seldust 1.186 slíkir bílar, eða 3,2 eintök á dag. Þar á eftir kom Toyota Corolla með 984 selda bíla á árinu og í þriðja sæti var Skoda Octavia með 818 selda bíla. Í fjórða sæti var Toyota Avensis og í fimmta sæti Subaru Legacy. Toyota átti einnig tvær söluhæstu jeppabifreið- arnar. Toyota Land Cruiser seldist í 987 eintökum og Toyota Rav4 í 611 eintökum. Hyundai Santa Fe seldist í 471 eintaki og þar á eftir komu Honda CR-V með 414 selda bíla og Kia Sorento með 364 selda bíla. Íslendingar eru Yarisþjóð Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Íslensk ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat er nú sýnd á sjónvarpsstöðvum í Suður- Kóreu og Ungverjalandi. Íslensk auglýsing fyrir Volkswag- en Passat hefur ratað á markaði í Austur-Evrópu og í Asíu. Auglýs- inguna gerðu Hvíta húsið og Saga film fyrir bifreiðaumboðið Heklu. Auglýsingin var tekin á 35 mm filmu á völdum stöðum í Reykja- vík og á Nesjavöllum þar sem Volkswagen Passat líður um í svart-hvítum draumaheimi. Leik- stjóri var Sævar Guðmundsson og Barði Jóhannsson í Bang Gang samdi tónlist sérstaklega fyrir þetta verkefni. Passat-auglýsingin barst frá Íslandi til Suður-Kóreu og Ung- verjalands fyrir tilstilli auglýs- ingastofu Volkswagen í Evrópu, DDB International, en þeir hafa yfir að ráða öflugum gagna- og auglýsingabanka fyrir umboðsað- ila VW um allan heim. Fyrirspurnir hafa einnig borist frá Taívan vegna auglýsingarinn- ar þannig að ekki sér fyrir endann á þessum óvenjulega anga íslensku útrásarinnar. Sýnd í Suður-Kóreu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.