Fréttablaðið - 31.01.2007, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 31.01.2007, Qupperneq 28
Toyota ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Íslandi. Mikið selt af jeppum og jepplingum. Alls voru 19.516 jeppar og fólksbílar nýskráðir á síðasta ári. Árið 2005 voru þeir 18.058 og því voru átta prósent- um fleiri nýir bílar á götunni á 2006 en árið 2005. Þegar litið er yfir nýskráningar einstakra framleið- anda kemur yfirburðastaða Toyota bersýnilega í ljós. Af lista tíu söluhæstu bifreiðategundanna á Toyota fimm tegundir, þar á meðal þær sem verma þrjú efstu sætin. Á síðasta ári seldust 4.919 Toyota-bílar. Svo miklir eru yfirburðir merkisins að séu sölutölur bílaframleið- enda í öðru til fimmta sæti yfir söluhæstu bifreiðar á árinu lagð- ar saman nær sú tala ekki að skáka Toyota. Þessir framleiðendur eru Ford og Volkswagen með 1.288 selda bíla. Þar á eftir koma Hyundai og Honda með 1.106 og 951 seldan bíl 2006 en samanlagt eru þetta 4.633 bílar, 286 bílum færri en Toy- ota. Langsöluhæsta fólksbílategundin árið 2006 var Toyota Yaris. Á árinu seldust 1.186 slíkir bílar, eða 3,2 eintök á dag. Þar á eftir kom Toyota Corolla með 984 selda bíla á árinu og í þriðja sæti var Skoda Octavia með 818 selda bíla. Í fjórða sæti var Toyota Avensis og í fimmta sæti Subaru Legacy. Toyota átti einnig tvær söluhæstu jeppabifreið- arnar. Toyota Land Cruiser seldist í 987 eintökum og Toyota Rav4 í 611 eintökum. Hyundai Santa Fe seldist í 471 eintaki og þar á eftir komu Honda CR-V með 414 selda bíla og Kia Sorento með 364 selda bíla. Íslendingar eru Yarisþjóð Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Íslensk ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat er nú sýnd á sjónvarpsstöðvum í Suður- Kóreu og Ungverjalandi. Íslensk auglýsing fyrir Volkswag- en Passat hefur ratað á markaði í Austur-Evrópu og í Asíu. Auglýs- inguna gerðu Hvíta húsið og Saga film fyrir bifreiðaumboðið Heklu. Auglýsingin var tekin á 35 mm filmu á völdum stöðum í Reykja- vík og á Nesjavöllum þar sem Volkswagen Passat líður um í svart-hvítum draumaheimi. Leik- stjóri var Sævar Guðmundsson og Barði Jóhannsson í Bang Gang samdi tónlist sérstaklega fyrir þetta verkefni. Passat-auglýsingin barst frá Íslandi til Suður-Kóreu og Ung- verjalands fyrir tilstilli auglýs- ingastofu Volkswagen í Evrópu, DDB International, en þeir hafa yfir að ráða öflugum gagna- og auglýsingabanka fyrir umboðsað- ila VW um allan heim. Fyrirspurnir hafa einnig borist frá Taívan vegna auglýsingarinn- ar þannig að ekki sér fyrir endann á þessum óvenjulega anga íslensku útrásarinnar. Sýnd í Suður-Kóreu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.