Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 29

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 29
Shelby Cobra sportbíll seldist á 5,5 milljónir dala á uppboði sem er hæsta verð fyrir banda- rískan bíl á uppboði. 800 hestafla Shelby Cobra var boð- inn upp í Scottsdale í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum. Bíll- inn var eitt sinn í eigu hönnuðar hans Carroll Shelby. Bíllinn seld- ist á 5,5 milljónir dala sem er met fyrir bandarískan bíl. Fullt var út úr dyrum þegar sportbíllinn af árgerðinni 1966 var boðinn upp. Carroll Shelby er goðsögn í bílaheiminum. Hann hefur átt far- sælan feril sem ökumaður, liðs- stjóri, framleiðandi og hugsjóna- maður. Snemma á ferlinum gat Shelby sér góðs orðs sem ökuþór. Til að mynda náði hann að slá hraðamet á landi á Bonneville árið 1954 og sigraði í 24 tíma Le Mans kapp- akstrinum árið 1959 ásamt félaga sínum Roy Salvadori. Hann starf- aði einnig sem liðsstjóri og var því hluti af sigri Ford GT á Le Mans. Þegar heilsan varð til þess að hann hætti beinum afskiptum af kappakstri árið 1960 klifraði Shel- by úr ökumannssætinu og gerðist hönnuður. Draumur hans var að búa til kappakstursbíl með léttum evrópskum undirvagni og banda- rískri V8 vél. Hugmyndin varð að veruleika með Shelby Cobra, sem er af mörgum álitinn einn besti sportbíll heims. Snákurinn selst á 5,5 milljónir dala á uppboði Ný sería af Top Gear hófst á BBC síðasta sunnudag. Fyrsti þátturinn sló fyrra met í áhorfi. Top Gear er einn vinsælasti bíla- þáttur í heimi. Vegna slyss Richard Hammonds var framtíð þáttanna hins vegar óviss um tíma en nú hefur þetta slys skilað mesta áhorfi á þáttinn sem mælst hefur. Í fyrsta þætti nýjustu seríunn- ar, sem frumsýndur var síðasta sunnudag, var slysið sýnt og útskýrt. Alls 8,3 milljónir áhorf- enda horfðu á þáttinn, en það eru 2,8 milljónum fleiri en nokkurn tíma hafa horft á þáttinn. Þrátt fyrir þetta kemst þáttur- inn ekki með tærnar þar sem vin- sælustu þættir sögunnar hafa hælana. Metið eiga auðvitað Bandaríkjamenn, en 106 milljónir manna horfðu á lokaþátt M*A*S*H. Nýtt áhorf- endamet Eigum til örfáa nýja dísel pallbíla án hraðatakmarkara! Sýnum verðlaunabílinn frá GM Chevrolet Silverado 1500 Valinn Truck of the year af MotorTrend Frábær hönnun Meiri dráttargeta V8 vél 5,3L sem skiptir yfir í V4 undir litlu álagi 315 hestöfl Eyðsla frá einungis 10,51 lítar í langkeyrslu Spól- og skriðvörn Ekki hraðatakmarkari Þarf ekki meirapróf verslun verkstæði sérpantanir smurstöð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.