Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 30
Catherine McCall heldur erindi um heimspekilegt sam- ræðusamfélag í skólum. Föstudaginn 2. febrúar mun Cath- erine McCall halda erindi á vegum Heimspekistofnunar. Erindið, sem hún kallar „Heimspekilegt samræðusamfélag í skólum: Kenningar og ástundun“, byrjar klukkan 16.00 í stofu 313 í Aðal- byggingu Háskóla Íslands og fer það fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í erindi sínu mun Catherine McCall lýsa heimspekilegum und- irstöðum aðferðafræði hins heim- spekilega samræðusamfélags (HS), skýra ástundun HS, ræða leiðir og listina við að koma á heimspekilegu samræðusamfé- lagi og sýna myndefni með börn- um og fullorðnum sem taka þátt í slíkum samræðum. Dr. Catherine McCall er forseti samtakanna Stichting SOPHIA: The European Foundation for doing Philosophy with Children, framkvæmdastjóri EPIC og heimspekiráðgjafi. Hún er menntuð í heimspeki og sál- fræði frá Trinity-háskóla í Dublin, UWIST Wales og Manchester- háskóla en þess má einnig geta að McCall verður með námskeið um heimspeki í skólum á vegum End- urmenntunar nú um helgina, 3. og 4. febrúar. Kristbjörg Elín Kristmunds- dóttir rekur blómadropaskóla og jógaskóla sem hún segir að fari vel saman. Í blómadropaskóla Kristbjargar læra nemendurnir fyrst og fremst að þekkja jurtir og hvernig þær virka sem blómadropar að sögn Kristbjargar. „Ég kenni líka hvernig jurtirnar geta hjálpað fólki með alls konar líðan og hvernig á að velja dropa fyrir hvern og einn,“ segir hún. Kristbjörg fer af stað með nám- skeið einu sinni til tvisvar sinnum á ári og næsta námskeið byrjar núna í febrúar. Hvert námskeið er þrír til fjórir mánuðir og allir nemendurnir þurfa að vera með nokkra skjólstæðinga sem þeir taka í blómadropameðferð meðan á náminu stendur. „Nemendurnir byrja oftast á að nota blómadrop- ana á börnin sín, sjálfa sig og fólk- ið sitt en síðan þurfa þeir að taka að minnsta kosti sjö skjólstæðinga í meðferð sem þeir þekkja ekki náið og skila skýrslum um með- ferðina sem ég fer yfir.“ Blómadropana fá nemendurnir hjá Kristbjörgu en hún býr þá til sjálf. „Ég kynntist blómadropum fyrir hátt í þrjátíu árum síðan og fann hvað þeir gerðu mér gott. Þá var hvergi hægt að læra neitt um blómadropa þannig að ég reyndi að ná mér í þær bækur sem ég gat og notaði erlenda blómadropa sem ég flutti inn sjálf. Svo var bannað að flytja inn dropa því ríkið hafði einkaleyfi á innflutningi á öllu sem innhélt áfengi. Ég og vinkon- ur mínar sem voru líka að nota blómadropa fórum því að velta því fyrir okkur hvort að við gætum ekki búið til dropa úr íslenskum jurtum.“ Til að byrja með reyndi Krist- björg að nota sömu jurtir og voru notaðar í breska blómadropasett- inu sem hún hafði verið með. „Á Hallormsstað fann ég til dæmis lerki sem var af réttri tegund en þegar ég bjó til dropa úr því varð það miklu kraftmeira og betra en lerkið sem ég hafði flutt inn. Þá fór ég prófa aðrar jurtir í staðinn fyrir þessar ensku jurtir og nú er ég orðin mjög fljót að átta mig á virkni hverrar jurtar fyrir sig. Í raun og veru kom það sér bara vel að geta ekki flutt inn erlenda dropa því þá varð ég að læra að bjarga mér með íslenskar jurt- ir.“ Blómadropar eru venjulega teknir inn en að sögn Kristbjargar er líka hægt að bera þá á sig þó að það sé sjaldgæfara. „Blómadrop- arnir fara ekki beint inn á líkam- ann heldur ráðast að rót hins raun- verulega vanda. Þó að tvær manneskjur séu með magasár gætu þær því þurft ólíka dropa. Magasár annarrar manneskjunn- ar gæti verið sprottið af kvíða en hinnar af stressi og álagi í vinn- unni. Fyrri manneskjan fær þá blómadropa sem vinna gegn kvíða en sú seinni dropa sem vinna gegn stressi. Það eru ekki einkennin sem við erum að meðhöndla, við látum lækna um það, heldur orsak- irnar.“ Miklu máli skiptir að þeir sem meðhöndla aðra með blómadrop- um séu í góðu jafnvægi sjálfir að sögn Kristbjargar. „Ég fer fram á að allir nemend- urnir ástundi einhverja ræktunar- leið meðan á náminu stendur eins og að hugleiða tvisvar á dag. Ef maður ætlar að geta hjálpað öðrum þarf maður fyrst að geta hjálpað sjálfum sér. Það er svona grundvallaratriði að kyrra sinn eigin huga, læra að þekkja sjálfan sig, læra að hemja sitt lægra eðli og lifa í hærri orku til þess að geta verið góð fyrirmynd og hjálpað öðrum.“ Ráðist að rót vandansHeimspekilegt samræðusamfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.