Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 31

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 31
Sigurður Pálmason tónlistarmað- ur er einstaklega heillaður af hákörlum. Hann hefur synt þeim til samlætis úti um allan heim, en núna er stefnan tekin á ívið rólegri mið við strendur Íslands. „Ég starfaði sem flugþjónn og dvaldi þess vegna langtímum í Sádi-Arabíu. Þar var lítið við að vera svo þegar ég og félagi minn lentum á köfunarnámskeiði fyrir tilviljun var ekki aftur snúið,“ segir Sigurður brosandi. Næstu tvö árin stunduðu þeir félagarnir köfun af krafti og tóku flest öll þau próf sem hægt er að taka innan íþróttarinnar. Hann lýsir tímanum í Sádi- Arabíu sem miklu ævintýri enda heimur sem fáir hafa séð. „Kóral- rifin í Sádi-Arabíu eru nánast ósnert. Ferðamönnum er ekki hleypt inn í landið og þess vegna fáir sem hafa upplifað þessa dýrð,“ segir Sigurður. Sigurður hefur mikinn áhuga á hákörlum og á ferðum sínum neð- ansjávar við strendur Taílands, á Bahamaeyjum, Kúbu og við Dóm- iníska lýðveldið hefur hann oftar en einu sinni komist í návígi við þá. „Hákarlar eru einstaklega heillandi skepnur og nálægt þeim finnur maður verulega fyrir smæð sinni,“ segir Sigurður sem segir jafnframt flesta hákarla vera meinlausa en að kafarar þurfi þó að sýna aðgát. „Það er nauðsynlegt að fara rólega um, ekki veifa útlimum eða hreyfa sig hratt í kringum þá,“ og bætir því við að aðeins örfáir hákarlar séu svokallaðir mannætuhákarlar. „Flestir þeirra sem ráðast á fólk komast að því að maðurinn er vit- laus fæða en þegar þeir reyna að losa bitið slasast fólk oftast illa, “ segir Sigurður. Sjálfur hefur hann aldrei verið hræddur í fylgd hákarlanna. Nema einu sinni „Ég var búinn að skrifa upp á samning þess efnis að ég tæki fulla ábyrgð á ferðum mínum þegar ég komst í tæri við flokk af karabískum rifhákörlum og sleggjuhákörlum á Bahama- eyjum. Þá varð ég virkilega hræddur, en þetta fór þó allt vel að lokum,“ segir Sigurður bros- andi. Tónlistin hefur átt hug Sigurð- ar allan og nýlega sendi hann frá sér frumraunina Stories. Nú hefur hann hins vegar dustað rykið af súrefnsikútunum og stefnir neðansjávar ásamt félög- um sínum í Köfunarskólanum. „Ég hlakka óhemju mikið til að byrja kafa upp á nýtt og það verð- ur án efa mikið ævintýri að kanna Ísland neðansjávar,“ segir Sig- urður. Nánar um köfun: www.kofun- arskolinn.is Nánar um Sigga: www.siggipalma.com Syndir með hákörlum Í London er fjöldinn allur af fallegum testofum sem bjóða upp á gamla góða síðdegisteið. Teið hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá Bretunum. Í London úir og grúir af fallegum testofum sem bjóða upp á óteljandi tegundir af tei og meðlæti, gjarnan skonsur, kökur og bollur sem er gott að drekka með teinu. Oftast fá Bretarnir sér svart te með mjólk og sykri, en færst hefur í vöxt að þeir fái sér ýmis græn te og ávaxtate án mjólkur og sykurs. Sjá nánari upplýsingar hjá breska teráðinu: www. tea.co.uk. Breska tesafnið: bramahmuseum. co.uk London býður í te KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 MasterCard Mundu ferðaávísunina! 19.990 Fljótasiglingar - Klettaklifur Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga Hafið samband og við gerum tilboð Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is Sími 453-8245 & 899-8245 • Ferðaþjónustan Bakkaflöt 560 Varmahlíð, Skagafirði – www.bakkaflot.is Skólahópar!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.