Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 36
4 Hvað stóð nú upp úr á hinu svo- kallaða sígilda tónlistarsviði á Íslandi árið 2006? Þegar ég lít sem snöggvast um öxl yfir árið koma fáir stakir viðburðir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta gekk svona að mestu leyti sinn vanagang. Og sá gangur hefur reyndar verið það öflugur mörg undanfarin ár að líklega er engin ástæða til að kvarta. Ætli stórstjarna ársins hafi ekki bara verið Mozart gamli, hér eins og annars staðar? Lágvaxni kniplingaklæddi Salzbúrgarinn hefur einstakt lag á því að halda sér í sviðsljósinu og það var ekki við öðru að búast en að 250 ára afmælis kappans yrði minnst á veglegan hátt á hverju byggðu bóli. Og ekkert við það að athuga. En það má svo sem segja að Mozart kalli fram bæði það besta og um leið sumt af því versta í klassískri tónlistarmenningu. Tón- list hans er óviðjafnanleg og flytur mann í hæstu hæðir ef hún er flutt á ferskan hátt, en þegar Amadeus litli er smættaður í flissandi snill- ing með hárkollu sem gat barasta ekki annað en samið meistaraverk af því að guðirnir elskuðu hann eða þegar blessuð markaðsöflin fá frjálst spil með allar sínar Mozart- kúlur og hundraðþúsund safndiska á borð við „Mozart for babies“ eða „Tune your brain with Mozart“ getur hæglega farið ónotahroll- ur um mínar fínustu taugar. Ekki svo að skilja að mér hafi fundist þessar „skuggahliðar“ Mozart-árs- ins óeðlilega áberandi hér á landi, síður en svo. Hins vegar verð ég að viður- kenna að Mozart-túlkun íslenskra tónlistarmanna hreif mig sjaldan á árinu. Oft er eins og menn taki tónlist Mozarts einhverjum mis- skildum vettlingatökum. Hún er ekki jafn viðkvæm og brothætt og sumir virðast álíta og engan veg- inn sjálfspilandi. Þetta er tilfinn- ingatónlist af bestu tegund og öðl- ast fyrst verulegt líf þegar hún er spiluð „á stólbrúninni“. Sá sem sat hvað yst á brúninni í Mozartflutn- ingi hérlendis á síðasta ári var að mínu mati Miklós Dalmay píanó- leikari. Það þarf mikla dirfsku til að ráðast í heildarflutning á jafn þekktum verkum og píanósónöt- um Mozarts. Rauðglóandi túlkun hans á a-moll sónötunni K. 310 í Salnum í Kópavogi er einhver eftirminnilegasta tónleikareynsla mín frá liðnu ári. Annar fyrirferðarmikill ein- staklingur hér á landi árið 2006 á hinu samspyrta sviði „sígildrar og samtímatónlistar“ var Jón Leifs. (Hvort er hann annars sígildur eða samtíma?) Hinn langþráði frum- flutningur á Eddu I í Háskólabíói í haust var auðvitað stórviðburður í íslenskri tónlistarsögu. Eftir ára- tuga bið fengum við loks að upp- lifa sköpun heimsins, hvorki meira né minna, í túlkun Jóns. (Ætli það sé ein af ástæðunum fyrir því að heimsendaspámenn, jafnvel innan hinnar yfirveguðu dönsku kirkju, sjá þess nú greinileg merki að ver- öldin líði brátt undir lok?) Líklega hljómar rödd mín hjáróma við hliðina á hinum almenna lofkór sem mært hefur hina miklu sköpunaróratóríu Jóns Leifs, en ég skal viðurkenna það hér og nú að mér fór að leið- ast þófið fljótlega eftir að fyrstu hryðjurnar gengu yfir salinn. Ég hef sagt það áður og segi enn að hið snilldarlega litla Requiem Jóns geymir lífvænlegri sköpunarneista en Edda 1 í allri sinni lengd. Jón lyfti sannkölluðu grettistaki þegar hann skapaði sér sinn persónulega stíl einn og óstuddur og í raun án fyrirmynda á fyrri hluta tuttugustu aldar. Tónlist hans er óneitanlega stórbrotin, enda eins og höggvin í stein, en verður að sama skapi fljótt stíf og oft blæbrigðalítil. Það breytir því ekki að Jón Leifs er eitt merkilegasta fenómen íslenskrar tónlistarsögu og þó leitað væri langt út fyrir landsteinana. Það tónskáld íslenskt sem hreif mig mest árið 2006 var hins vegar annar Jón, hinn áttræði Jón Nordal. Afmælistónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í Háskólabíói í mars síðastliðnum færðu manni svo sannarlega heim sanninn um mikilvægi Jóns Nor- dal í íslensku tónlistarlífi. Þar var boðið upp á hvorki fleiri né færri en fjóra konserta og einu verki betur frá glæsilegum og löngum ferli. Hvert og eitt þessara verka samið inn í sinn sérstaka tónheim, á sínum forsendum. Engir stælar, engar flýtileiðir. Bara hrein og klár tónlist. Ég get ekki hugsað mér betri fyrirmynd ungum tón- skáldum en Jón Nordal. Að lokum örfá orð um eina af vonarstjörnum íslenskrar tónlist- ar. Guðný Einarsdóttir orgelleikari hélt glæsilega tónleika í Hallgríms- kirkju hinn 9. júlí í fyrrasumar. Ég missti að vísu af fyrri hluta efn- isskrárinnar vegna óheppilegrar framlengingar úrslitaleiks heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu. Eftir hlé lék Guðný hins vegar orgelútsetningu á meistaraverki Mussorgskis Myndum á sýningu svo stórkostlega að jafnvel snaut- leg endalok ferils snillingsins Zinedines Zidane gleymdust um hríð. Það var eins og maður væri að heyra þetta margspilaða verk fyrsta sinni og gengi með Guð- nýju um sali listaakademíunnar í St. Pétursborg og skoðaði myndir Viktors Hartmanns undir leiðsögn Mussorgskis. Guðný Einarsdóttir lauk námi við Konservatoríuna í Kaupmannahöfn síðasta vor. Hún stundar nú nám í París og gegnir stöðu organista við dönsku kirkj- una þar í borg. Lesendur eru hér með eindregið hvattir til að grípa næsta tækifæri til að heyra hana spila. Fáar afsakanir eru teknar gildar, allra síst beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum! Mozartkúlur og fleira ÁSKELL MÁSSON: FIÐLUKONSERT Áskell Másson hefur verið sérlega afkastamikill og skapandi á árinu 2006. Fiðlukonsertinn er eitt nokk- urra verka hans sem frumflutt voru á árinu en auk hans má nefna verk- in Bois chantant, Quatrain og Inn- hverfar sýnir. Fiðlukonsertinn ber sterk höfundareinkenni tónskálds- ins, kraft og hrynræna skerpu, lit- auðgi og einstaka færni í að skrifa fyrir hljóðfæri. Sígild tónlist } Tónverk ársins TÓNAMÍNÚTUR: FLAUTUVERK ATLA HEIMIS SVEINSSONAR. Flytjendur: Áshildur Haraldsdótt- ir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Atli Heimir Sveinsson og Kristinn H. Árnason. Framúrskarandi flutningur Áshildar Haraldsdóttur á öllum flautuverk- um eins fremsta tónskálds þjóðar- innar. Verkin spanna mikið litróf eins og Atla Heimi er von og vísa, samin við ólík tækifæri og gefur það breiða og litríka mynd af tón- skáldaferli hans. Umgjörð öll eins og best verður á kosið. Sígild tónlist } Hljómplata ársins FRANK AARNINK SLAGVERKSLEIKARI Frank Aarnink hefur tekið afar virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum með Sin- fóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni svo eitthvað sé nefnt og sýnt og sannað listræna getu og metnað. Einleikstónleikar hans í Norræna húsinu á haustmánuðum voru sérlega metnaðarfullir og vel heppnaðir þar sem hann lék nýleg- ar tónsmíðar fyrir slagverk, þar af verk sem var sérsamið fyrir hljóð- færaleikarann. Kammertónleikar í kammertónlistarröð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands þar sem Frank gegndi stóru hlutverki voru einn- ig til marks um að hér er afburða hljóðfæraleikari á ferð. Sígild tónlist } Flytjandi ársins STEFÁN JÓN BERNHARÐSSON HORNLEIKARI Starf Stefáns Jóns Bernharðsson- ar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og ýmsum kammerhóp- um sýnir svo ekki verður um villst að hér er einn snjallasti hljóðfæra- leikari landsins á ferð, með tækni- lega yfirburði og mikið músíkalskt næmi. Síðastliðið sumar vann hann það þrekvirki að leika hornpartinn í tríói Ligetis á Kirkju- bæjarklaustri en sá flutningur fékk frábærar viðtökur og gagnrýni. Ekki má gleyma árangri hans í stærra sam- hengi en að undan- förnu hefur Stefán unnið til verð- launa í þremur a l þ j ó ð l e gum hornleikara- keppnum. VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON PÍANÓLEIKARI Víkingur Heiðar Ólafsson hefur sýnt það og sannað að hann er í hópi bestu píanóleikara landsins þrátt fyrir ungan aldur. Afköst hans á árinu 2006 eru með ólíkindum og hefur hann unnið hvern list- sigurinn á fætur öðrum, á Kirkju- bæjarklaustri, með Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Verkefnaskrá hans er víðfeðm eins og sjá má af tónleikum hans hérlendis á árinu þar sem hann hefur spilað jöfn- um höndum Mozart og Beethoven, Ligeti og Snorra Sigfús Birgisson en hvert verkefnið á fætur öðru hefur hann leyst af hendi með glæsibrag og sýnt mikinn listrænan metnað. Í RÖKKRI: SÖNGLÖG MAGNÚS- AR BLÖNDAL JÓHANNSSON- AR. Flytjendur: Ásgerður Júníusdóttir, Árni Heimir Ingólfsson og fleiri. Mjög metnaðarfull útgáfa á söng- lögum eins merkasta tónskálds Íslands en fæst laganna hafa nokkru sinni komið út áður. Að auki hljóma rafrænar endurvinnslur nokkurra tónskálda af yngri kynslóð á söng- lögum Magnúsar og er það mjög í anda þessa merka frumkvöðuls á sviði íslenskrar raftónlistar. Túlk- un Ásgerðar Júníusdóttur og Árna Heimis Ingólfssonar á söngperlum Magnúsar Blöndal er hrífandi og öll umgjörð og hljóðvinnsla plötunnar er afar heilsteypt. ÞORLÁKSTÍÐIR Flytjendur: Voces Thules Vönduð og glæsileg útgáfa í alla staði og einstök heimild um tón- listariðkun Íslendinga á miðöld- um. Flutningur Voces Thules er afar innlifaður og sannfærandi og hljóðvinnsla og umgjörð eins og best verður á kosið. Algert tíma- mótaverk og merkt innlegg í sögu þjóðar. HUGI GUÐMUNDSSON: EQUILIBRIUM IV Hugi hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar þróað með sér afar persónu- legt og heillandi tónmál sem heyra má í þessu verki, ferskt og klisju- laust. Lifandi og rafræn hljóð eru afar fallega samofin og í verkinu býr lágvær en seiðmagnaður kraft- ur sem nær að fanga hlustandann. KARÓLÍNA EIRÍKSDÓTTIR: SKUGGALEIKUR Karólínu nær á sannfærandi hátt að halda öllum þráðum saman í þessu stóra og mikla verki og dreg- ur fram mjög sterka og djúpa mynd af magnaðri sögu. Ekki má gleyma þætti skáldsins Sjón í verkinu sem höfundur óperutexta. Einstakt tón- mál Karólínu fer ekki á milli mála hér, gegnsætt og úthugsað, hljóð- færasamsetningin skemmtileg og val söngradda sömuleiðis. Karólínu tekst einstaklega vel að skrifa fyrir þessa samsetningu. { íslensku tónlistarverðlaunin }

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.