Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 40
16 { íslensku tónlistarverðlaunin }
Aðila, sem fenginn yrði til að
skrifa eins konar yfirlitsgrein
um „fjölbreytta tónlist“ á árinu
2006, yrði vandi á höndum. Nær
ómögulegt væri að súmmera upp
í eina þægilega niðurstöðu þá
gríðarlega fjölbreyttu tónlist sem
rúmast innan flokksins. Kannski
engin furða, flokkurinn heitir jú
„fjölbreytt tónlist“.
Til að byrja með gæti aðilinn
af gömlum vana sett sig í þjóðleg-
ar stellingar, eilítið rembingslegur
og íbygginn eins og hann væri á
leið í framboð. Talað um hvað við
Íslendingar erum frábærlega frjó-
ir – miðað við höfðatölu – að hér
hreinlega renni árlega á markað-
inn tónlist að gæðum og magni
sem jafnast fyllilega á við árs-
framleiðslu milljónaþjóða.
Þegar þessi fullyrðing væri
komin fram gæti aðilinn sagt sem
svo að árið í fyrra hefði auðvitað
ekki verið nein undantekning á
þessari æðislegu grósku og svaka-
lega krafti sem einkennir tónlist-
arlífið.
Því auðvitað kom afskaplega
mikið út af góðri tónlist í fyrra og
í raun er bara brot af henni tilnefnt
til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Það fagfólk sem situr í tilnefn-
ingarhópunum er ekki öfundsvert
af því að þurfa að skera niður af
hlaðborðinu.
Frystitogarar íslenska popp-
meiksins lágu við festar. Ekkert
nýtt kom frá Björk, Sigur Rós eða
múm. Minni skip fengu því pláss
til að láta ljós sín skína á miðun-
um. Ef einhverja regnhlíf má finna
yfir árið – einhverja súmmeringu
– þá má helst segja að árið 2006
hafi verið ár nýliðanna.
Nýliðar með fyrstu plötur vöktu
athygli og slógu í gegn. Alltaf er
fengur í nýjum kvenröddum í kór
poppsins og Lovísa Lay Low og
Hafdís Huld komu sterkar þar inn.
Lay Low alveg glæný upp úr kass-
anum, en Hafdís Huld spriklandi
fersk eftir æskubömmera með
GusGus. Einnig spratt stórtalent-
inn Pétur Ben fullskapaður fram
með frábæra plötu og rokksveit-
inni Reykjavík! héldu engin bönd
á magnaðri plötu. Meðan önnur
eins nýliðun kemur fram á hverju
ári þarf ekki að örvænta um fram-
tíðina.
Fáir bransar eru eins uppteknir
af nýjabruminu og tónlistarbrans-
inn. Má jafnvel tala um nýja-
brumsdýrkun. Þeim sem koma
nýir inn er veitt forskot, þeim
hampað um skeið, en síðan tekur
við þrautin þyngri að halda rétt á
spöðunum og hamra járnið. Aukið
aðgengi að tónlist á netinu gerir
það að verkum að þeir sem fylgj-
ast ákafast með eru svo mikið með
puttana á púlsinum að púlsinn er
varla byrjaður að slá fyrr en þeir
eru farnir að leita eftir enn nýrri
púlsi.
Nýjabrumsdýrkun hefur líka
sitthvað með sjónvarpsþætti eins
og Pop Idol og X-factor að gera.
Þar er stanslaus krafa um nýja
talenta, sem síðan er hent og
skipt út fyrir enn nýrri að ári. Allt
gengur út á að vera „fyrstur með
fréttirnar“.
Fátt er því eins erfitt og að vera
tónlistamaður með sína aðra plötu.
Þannig gaf Benni Hemm Hemm
út fína plötu, Kajak, mun betri
en fyrsta platan hans, en engu
að síður fékk hann mun minni
athygli en þegar hann var glæ-
nýr úr kassanum. Með sinni ann-
arri plötu var hann strax orðinn
„gömul frétt“. Það er svo sem lítið
við þessu að gera, nema nöldra
örlítið. Kannski er eina ráðið að
koma með svo miklu betri plötu
en fyrstu plötuna að fyrsta plat-
an gleymist hreinlega. Þetta tókst
Ghostigital með sinni margræðu
þorskaplötu og Baggalútskarlarnir
rufu grínmúrinn og læddust með
íslensku fyndninni sinni bakdyra-
megin að þjóðarsálinni, hressari
en nokkru sinni.
Ef menn harka af sér kemur
fyrr eða síðar að því að eins konar
nirvana er náð. Nirvanað heitir
að vera „sígildur“ Þá skiptir engu
máli þótt þú sért ekki glænýr og
frumlegur: Þú ert orðinn sígildur
og siglir þinn sjó. Sálin, Björgvin
Halldórsson, Bubbi Morthens og
Megas hafa auðvitað náð þessum
stað hver á sinn hátt fyrir löngu
síðan og birtast nú á lista til-
nefndra eins og svo oft áður.
Að þessu sögðu slæ ég því föstu
að árið 2006 var gott ár í tónlist-
inni. Mjög gott ár. Eiginlega alveg
frábært ár – miðað við höfðatölu.
Dr. Gunni
Ár nýliðanna
HAFDÍS HULD: DIRTY PAPER
CUP
Frábær frumraun söngkonunnar
sem byrjaði að ferðast um heiminn
með Gus Gus þegar hún var aðeins
15 ára gömul. Sólóplatan er búin að
vera lengi á leiðinni, en þeim tíma
hefur greinilega verið vel varið.
Vönduð, yfirlætislaus og skemmti-
leg plata.
Popp
REYKJAVÍK!: GLACIAL LAND-
SCAPES, RELIGION, OPRESS-
ION & ALCOHOL Ein ferskasta
rokkplata sem komið hefur út á
Íslandi í langan tíma. Spilagleðin
geislar af henni og bak við kröftug
gítar „riff“ eru leiftrandi melódíur.
Grípandi rokk og ról og brakandi
ferskt. Hljómurinn kemst einnig
vel til skila, en það hefur oft verið
vandamál sem margar íslenskar
rokkhljómsveitir hafa glímt við en
Reykjavík! náð að ráða fram úr.
Rokk & jaðar
GHOSTIGITAL: IN COD WE
TRUST
Með frumlegri plötum sem komið
hafa út á Íslandi, en samt sem áður
mjög grípandi. Taktarnir eru dans-
vænir, söngurinn og textarnir hress-
ilegir og húmorískir og góðir gestir
setja skemmtilegan svip á plötuna
sem er bæði hrá og kraftmikil.
BARÐI JÓHANNSSON: HAXAN
Þrátt fyrir að hér sé um að ræða
kvikmyndatónlist nær tónverkið
sjálft alveg að standa eitt og sér.
Þetta er stórt og mikið verk og
metnaðurinn skín í gegn. Útkoman
er líka eftir því, afskaplega hrífandi.
Tónlistin hefur yfir sér drungaleg-
an og dulrænan blæ sem sveiflast á
köflum yfir í bjarta fegurð. Útsetn-
ingar eru til fyrirmyndar og hvergi
daufa stund að finna. Falleg tón-
list... klassík fyrir popparana.
SKÚLI SVERRISSON: SERÍA
Ein óvæntasta plata ársins þótt hún
komi frá einum farsælasta tónlist-
armanni okkar, en Skúli hefur m.a.
spilað með Blonde Redhead og
Laurie Anderson. Skúli slær á til-
finningastrengi með tónlist sinni og
smávægileg stílbrigði í viðkvæm-
um og brothættum laglínum hans
eru einkar áhrifamikil. Ólöf Arnalds
syngur með tærri rödd sinni eigin
texta við þrjú af lögum Skúla og
ljær þar með þessari plötu sérstakan
keim. Sería er hnökralaus frá upp-
hafi til enda.
Ýmis tónlist
Hljómplata ársins
ÝMSIR: PÆLDU Í ÞVÍ SEM
PÆLANDI ER Í
Lög Megasar fá nýtt líf í ferskum
útsetningum ýmissa og ólíkra flytj-
enda. Skemmtileg fjölbreytni sem
undirstrikar snilld höfundarins, sem
auðvitað er löngu orðinn klassísk-
ur.
Dægurtónlist
BENNI HEMM HEMM: KAJAK
Popp með lúðrasveitaívafi er sjald-
gæft og því sérstakt og hljómsveitin
heldur sig við svipað form og er á
plötunni sem kom út í fyrra og fékk
góða dóma. Kajak er þó enn heil-
steyptari og í alla staði gríðarlega
þétt. Laga- og textasmíðarnar (á
íslensku vel að merkja) halda áfram
að vera kæruleysislega skemmti-
legar og afskaplega „sjarmerandi“
Góð plata og Benni Hemm Hemm á
stöðugri framfarabraut.
SÁLIN & GOSPEL: LIFANDI Í
LAUGARDALSHÖLL
Fagmennska og metnaður hefur
fylgt þessari lífseigu og sívinsælu
hljómsveit í gegnum tíðina og þeir
félagar hafa ekkert slakað á kröfun-
um eins og þessir glæsilegu hljóm-
leikar með gospelkórnum sýna.
PÉTUR BEN: WINE FOR MY
WEAKNESS Pétur Ben er hæfi-
leikaríkur tónlistarmaður, bæði
sem lagasmiður og gítarleikari, og
mjög fjölbreyttar lagasmíðar eru á
þessari plötu sem er metnaðarfullt
rokkverk. Þetta er vönduð plata í
alla staði og mun lifa vel og lengi.
LAY LOW: PLEASE DON´T HATE
ME Heillandi nýliði sem óneitan-
lega hefur vakið mikla athygli með
sinni fyrstu plötu. Frábær frumraun
rísandi tónlistarmanns og túlkun-
armátinn minnir á ekki ófrægari
söngkonu en sjálfa Billie Holiday.
BOGOMIL FONT OG FLÍS: BAN-
ANAVELDIÐ Hressandi plata með
suðrænum lögum og virkilega
snjöllum textum héðan úr norðri.
Glaðleg þjóðfélagsádeila; skemmti-
legt, fyndið og beitt.
BAGGALÚTUR: APARNIR Í
EDEN Baggalútsmenn hafa náð að
fullkomna stílinn sinn með hæfi-
legri blöndu af karlrembu, kántrí-
tónlist og kímni. Þótt fyrri platan
hafi þótt góð er Aparnir í Eden,
ótrúlegt en satt, enn betri.