Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 44
20
Myndlistarmaðurinn Inga Elín er
höfundur verðlaunagripsins Ístóns-
ins sem nú verður afhentur í sjötta
sinn.
Inga Elín útskýrir að undanfar-
in fjögur ár hafi gripurinn verið sá
sami. Líkt og með Óskarinn er nú
komin ákveðin hefð á Ístóninn. „Ég
lagði mikla vinnu í þennan grip
þegar hann var valinn á sínum tíma
og ég held að allir séu mjög ánægð-
ir með hann,“ segir listamaðurinn
hæversklega en hún smíðaði milli
40-50 gerðir af fyrrgreindum verð-
launagrip áður en hún var fullsátt
við þann sem nú mun prýða hillur
tónlistarfólksins.
Listakonan Inga Elín hefur hald-
ið allmargar einkasýningar bæði á
Íslandi og í Bretlandi og tekið þátt í
fjölda samsýninga á Norðurlöndum
sem og á Íslandi. Hún er margverð-
launaður listamaður og hlaut til
að mynda hin virtu dönsku verð-
laun, Kunsthåndværkerprisen sem
Margrét Danadrottning afhendir ár
hvert.
Helstu verksvið og verkefni Ingu
Elínar eru hönnun, glerlist, postul-
ín, steinsteypa, leirlist, glersteypa
og skúlptúr en hún vinnur jöfnum
höndum með nytjalist og skúlpt-
úra.
Inga Elín hefur einnig hannað og
unnið ýmis verk fyrir kokkalands-
liðið í fjöldamörg ár enda segir hún
að fallegt handverk setji punktinn
yfir i-ið þegar kemur að því að bera
fram ljúffenga máltíð.
Að þessu sinni verða átján grip-
ir afhentir en að baki þeim liggur
þó umtalsverð vinna því Inga Elín
handsmíðar hvern og einn grip,
mótar steypu og sníður gler af sínu
listfengi en undirbúningstíminn
tekur hátt í tvo mánuði.
Gripurinn vísar bæði til íss og
jökla landins sem og tónlistarinnar
því hann er í laginu eins og nóta.
Ennfremur segist listakonan hafa
haft íslenska stuðlabergið í huga
þegar kom að hönnun þess. Það er
hátíðleg stund þegar gripirnir eru
afhentir en Inga Elín segist alltaf
mæta til að fylgja sköpunarverki
sínu eftir.
Þrátt fyrir annirnar sem fylgja
undirbúningi og smíð gripanna
fór Inga Elín í óvænta heimsókn á
dögunum. Þegar tónlistarmaðurinn
og glerlistasafnarinn Elton John
var staddur hér á landi var honum
bent á list Ingu Elínar og fór svo
að hún seldi honum verk. „Ég fór
með nokkur verk til hans og var hjá
honum í næstum hálftíma, sýndi
honum heimasíðuna og við náðum
aðeins að spjalla saman,“ útskýr-
ir Inga Elín. Þar sem enska popp-
stjarnan var í þann mund að stíga
á svið í umtalaðri afmælisveislu
gafst þeim ekki mikið tóm til þess
að spjalla um áhuga hans á glerlist
en hann keypti þó meðal annars
verk úr sama efni og Ístónninn er
gerður, metra háan skúlptúr úr gleri
og steypu.
Nánari upplýsingar um lista-
manninn má finna á heimasíðunni
www.ingaelin.com. -khh
Eftirsóknarverður
gripur
Viðurkenningin er veitt sem hvatning og
þakklæti til þeirra aðilua er standa utan tón-
listarlífsins en leggja sitt lóð á vogarskálarnar
til eflingar og stuðnings íslenskri tónlist.
FL Group hefur markað sér þá stefnu að
styðja verkefni á sviði menningar og mannúðar
og hefur á skömmum tíma tekið að sér nokkur
viðamikil verkefni sem tengjast tónlist.
Á árinu 2006 var gerður samstarfssamn-
ingur við Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem
FL Group verður bakhjarl hljómsveitarinnar
með 40 milljóna króna framlagi á næstu fjór-
um árum.
FL Group er einnig aðalfjárfestir í fyrir-
tækinu Tónvís, sem með 200 milljón króna
stofnfé verður bakhjarl og stuðningsaðili
íslenskra tónlistarmanna í útrás og markaðs-
setningu þeirra erlendis.
Þá studdi FL Group Sykurmolana og
útgáfufyrirtæki þeirra Smekkleysu, í tilefni af
afmælistónleikum hljómsveitarinnar í nóv-
ember.
Það er óvenjulegt og ánægjulegt að fjár-
festingafélag skuli að eigin frumkvæði beina
athygli sinni að íslenskri tónlist og tónlistar-
fólki í slíkum mæli sem FL Group hefur gert
á árinu.
Áhugi forstjóra FL Group, Hannesar
Smárasonar, á tónlist hefur sýnt sig undan-
farin ár og minnast tónlistarmenn tvöföld-
unar á Reykjavík-Loftbrú sem hann tilkynnti
um á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverð-
launanna 2004.
Sú tiltrú sem forsvarsmenn FL Group sýna
íslensku tónlistarlífi er hvatning til að gera
stöðugt betur. Það er samstarf sem hljómar
vel!
f.h. Samtóns og
Íslensku tónlistarverðlaunanna
Björn Th. Árnason
Margrét Bóasdóttir
Hvatningarverðlaun Samtóns
FL Group hlýtur hvatningarverðlaun Samtóns fyrir árið 2006
{ íslensku tónlistarverðlaunin }
Molar úr íslenskri tónlistarsögu
1983 Íslensk hljómplötuútgáfa
og sala erlendra hljómplatna dragast
saman vegna hárra tolla og vöru-
gjalda á hljómplötur. Það kemur
aðeins út 41 ný íslensk hljómplata
að safnplötum meðtöldum.
1986 Fyrsta íslenska geislaplat-
an sem tekin er upp á Íslandi kemur
út með söng Kórs Langholtskirkju.
1986 Taktur verður til þegar
Fálkanum er skipt upp á milli erf-
ingja Ólafs Magnússonar. Afkom-
endur Haralds Ólafssonar halda
útgáfu- og hljómtækjahluta fyrir-
tækisins og stofna Takt.
1986 Smekkleysa tekur til starfa
og gefur út fyrstu smáskífu Sykur-
molanna – mottó þeirra er: Heims-
yfirráð eða dauði.
1987 Bubbi Morthens er með
söluhæstu plötuna í langan tíma
þegar Dögun selst í um 18.000 ein-
tökum.
1988 Geisli verður til á rústum
Grammsins.
1991 P.S. músík hefur útgáfu-
störf en lifir ekki lengi.
1991-2 Geislaplötur taka völdin
á útgáfumarkaðnum en 33 snún-
inga vínylplötur láta undan síga og
hverfa nánast alveg sem útgáfuform.
Endurútgáfa íslenskra hljómplatna á
geislaplötum hefst af miklum krafti
og á eftir að eflast til muna.
1992 Japis tekur að sér dreif-
ingu íslenskra hljómplatna og hefur
eigin útgáfu í kjölfarið.
1993 Spor yfirtekur allan rekst-
ur Steina hf. í kjölfar gjaldþrots.
1993 Björk gefur út plötuna
Debut og slær í gegn á alþjóðlegum
markaði.
1993 Íslensku tónlistarverð-
laununum ýtt úr vör.
1997 Sigur Rós gefur út plötuna
Von sem vekur mikla athygli.
1997-9 Stórum útgefendum fækk-
ar og Skífan nær yfirburðastöðu á
markaðnum þegar fyrirtækið eign-
ast útgáfurétt ýmissa eldri fyrir-
tækja.
2001-4 Nýir útgefendur láta til sín
taka og smærri útgefendur eflast t.d.
Dimma og Sonet sem verður Zonet.
2005 Hátt í 200 útgefin
íslensk hljóðrit koma út þetta árið.
Samantekt: Jónatan Garðarsson