Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 60

Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 60
Ég tók leigubíl um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi en ferðin var öll hin leiðin- legasta þar sem ég lenti á skrafhreif- um leigubílstjóra. Þetta kom nokkuð flatt upp á mig þar sem allt fas mitt og framkoma sendir skýr skilaboð: „Haltu kjafti og keyrðu“. Kolsvarta áran sem umlykur mig hefur, árum saman, komið í veg fyrir að ég þurfi að halda uppi samræðum við leigubílstjóra. Ég er ekki einn um að vilja þegja í leigubílum og kann ágæta sögu af einum þjáningarbræðra minna. Hann er þekktur þverhaus og tók einhverju sinni leigubíl í slagviðri, hávaðaroki og hellirign- ingu. Maðurinn var varla búinn að gefa upp áfangastað þegar ekillinn setti kjaftakvörnina í gang og mal- aði af miklum móð. Farþeginn hélt þetta út í fimm mínútur en struns- aði svo út úr bílnum á rauðu ljósi og kaus að ganga á leiðarenda, hundblautur með vindinn í fangið. Sjálfur er ég of sporlatur og líf- hræddur til að stökkva úr leigubíl á ferð en skildi samt ekki hvernig á því stóð að bílstjórinn skyldi valta yfir andfélagslegar varnir mínar, mislesa alla framkomu mína og álykta að ég nennti að eiga við hann orð. Skýringin kom þó skömmu síðar þegar hann kom sér að efn- inu og því sem hann virkilega vildi ræða. Fjandans handboltann. Ég benti manninum á það að áhugi minn á handboltanum væri bund- inn við það að hneykslast á því hvernig heil þjóð getur farið á lím- ingunum yfir einhverju jafn inni- haldslausu og fánýtu og þessu sporti. Eftir það ókum við í þögn. Ég var ekki í hans liði. Íslendingar hljóta að vera eina þjóðin í heimi sem fagnar sigri í leik í riðlakeppni eins og verið sé að hampa heimsmeistarabikar. Undarleg þjóð sem getur samein- ast um eitthvað jafn lítilfjörlegt og handbolta og Rockstar en er marg- klofin í velferðar-, umhverfismál- um og öllu öðru sem skiptir heild- ina raunverulegu máli. Ég hef verið að spá, ég held að lögreglan raði glæpum ekki í sömu forgangsröð og venjulegt fólk. Það er líklega rétt, enginn annar en lögreglan væri alltaf hangandi fyrir utan bandaríska sendiráðið. Og ef þú ert einn af þeim fáu sem eru teknir fyrir glæpi, þá eru hegningarlögin svo götótt að þú lendir í fangelsi sem er eins og sumarbúðir! Sumarbúðir þar sem þú lærir að vera enn meiri glæpamaður en áður! Það er kannski samfélagið frekar en lögreglan sem ekki er tilbúið til að taka á glæpum á réttan máta! Réttan máta? Góður skammtur af rafmagni í hreðjarnar á þeim! Nákvæmlega, í hvað eru þessir menn að nota skattpening- ana!?! Heil- brigðis- kerfið? Hæ Afsakaðu, gleymdu þessu bara. Ég hefði ekki átt að trufla! H ... Guð hvað er þetta með mig, ég get verið svo mikið fífl! Nei, gleymdu að ég hafi sagt þetta! Haltu bara áfram að lifa þínu lífi eins og ekkert hafi í skorist. Hérna, taktu minturnar mínar og þá erum við kvitt. Nú hefurðu hitt fröken lágt sjálfsálit! Óli segir að þú sért tvær vikur á eftir með vasapeninginn hans, ég myndi ekki venja mig á að borga ekki! Er það skilið? Eigandi minn skyldi mig aftur eftir einan! Væææææææææl. Af hverju er ég ekki með gemsanúmerið hans. Solla, þú ert óþolandi vælukjói sem þykist vita allt! Nú fer ég og segi mömmu! Hvað sagði mamma? Sækjast sér um líkir sagði hún! ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.