Fréttablaðið - 31.01.2007, Qupperneq 70
Margrét Lára sögð sárþjáð af heimþrá
Kevin Bond, knatt-
spyrnustjóri Bournemouth, sagði
í gær að hann vildi fá Bjarna Þór
Viðarsson lánaðan frá Everton.
Bjarni skoraði einmitt mark fyrir
Everton gegn Bournemouth um
helgina í æfingaleik.
„Það eru 2-3 félög inni í
myndinni og þetta kemur
væntanlega í ljós á mánudaginn,“
sagði Bjarni við Fréttablaðið. „Ég
er spenntur fyrir því að fara
annað og fá að spila. Vonandi
stend ég mig vel og fæ tækifæri
hjá Everton í kjölfarið.“
Fyrst um sinn verður Bjarni
lánaður í einn mánuð og gæti svo
klárað tímabilið ef vel gengur.
Bournemouth
vill fá Bjarna
Þvílíkur handboltaleikur
Danir halda áfram að
stríða Íslandi á handboltavellin-
um og tapið gegn þeim í átta liða
úrslitum HM í gær var mjög sárt
og mun meira en það, það var
bókstaflega grátlegt. Danir unnu
með marki á lokasekúndu fram-
lengingar.
Fyrri hálfleikur fór rólega af
stað og leikur beggja liða bar
þess greinilegt merki að mikið
var undir. Bæði lið léku frekar
hægan bolta og leikmenn voru
ekki að ana að neinu. Skynsemin
ofar öllu.
Liðin héldust í hendur fyrri
hluta hálfleiksins og í fyrsta
skipti sem munaði meira en einu
marki á liðunum var í stöðunni 8-
10 fyrir Dani. Þá fór Anders
Oechsler mikinn í skyttunni
vinstra megin og breytti engu
þótt hann sé rétthentur.
Það var ekki reiknað með
miklu af honum fyrir fram og var
rætt í blaðamannastúkunni hvort
nýtt Kjetil Strand-ævintýri væri
í uppsiglingu. Íslenska liðinu óx
ásmegin eftir því sem leið á hálf-
leikinn og komst í fyrsta skipti
yfir um hann miðjan, 12-11. Liðið
hélt áfram að keyra á Danina
með Birki Ívar í miklu stuði á
milli stanganna og mest náði liðið
þriggja marka forskoti, 15-12.
Danir réttu úr kútnum undir
lok hálfleiksins og náðu að jafna,
16-16, en síðasta mark hálfleiks-
ins var íslenskt og strákarnir
okkar því yfir í leikhléi, 17-16.
Danir byrjuðu síðari hálfleik-
inn betur, skoruðu tvö fyrstu
mörkin og komust yfir á ný, 17-
18. Oechsler hélt áfram að fara
illa með íslenska liðið, bæði með
mörkum og línusendingum.
Þegar klippt var á hann tók hinn
risinn í danska liðinu, Lars Möll-
er Madsen, upp keflið og raðaði
inn mörkum.
Þegar tíu mínútur lifðu leiks
var munurinn fjögur mörk, 25-
29, og ljóst að Ísland varð að fá
vörn og markvörslu síðustu mín-
úturnar ef það ætlaði að eygja
von um sigur en Kasper Hvidt
varði eins og brjálæðingur í
danska markinu á meðan Danir
tóku fram úr Íslandi.
Þá byrjuðu strákarnir að rétta
úr kútnum, vörnin varði skot sem
og Birkir, hraðaupphlaup komu
og munurinn eitt mark, 28-29,
þegar átta mínútur voru eftir.
Markvarslan stóð stutt yfir og
íslenska liðinu gekk ekkert að
jafna leikinn, var alltaf einu eða
tveimur mörkum undir.
Þegar ein mínúta var eftir af
leiknum fékk Ísland boltann í
stöðunni 33-34. Ólafur Stefánsson
fiskaði víti þegar sjö sekúndur
voru eftir. Það var Snorri Steinn
Guðjónsson sem fékk það erfiða
hlutskipti að taka vítið mikil-
væga. Strákurinn skoraði á snilld-
arlegan hátt, 34-34 en hann skor-
aði fjögur síðustu mörk leiksins
fyrir Ísland. Þvílík frammistaða.
Danir tóku leikhlé með fjórar
sekúndur eftir. Þeir náðu skoti en
það fór sem betur fer fram hjá
markinu. Framlenging varð raun-
in og taugar allra í Hamburg
þandar til hins ítrasta í þessum
ótrúlega leik.
Íslenska liðið lék fyrri hálfleik
framlengingarinnar vel og komst
yfir, 38-37, en fyrir klaufaskap
náðu Danir að jafna fyrir hlé. 38-
38 og fimm mínútur eftir. Hrika-
leg spenna.
Ísland komst aftur yfir, 41-40,
þegar tvær mínútur voru eftir
með hraðaupphlaupsmarki Guð-
jóns Vals. Danir jöfnuðu þegar 40
sekúndur voru eftir. Ísland fór í
sókn, Alex skaut í stöng, fékk
ekki aukakast, Danir bruna upp
og Ólafur fær tveggja mínútna
brottvísun fyrir að brjóta. 15 sek-
úndur eftir. Oechlser tekur loka-
skotið og skorar. Grátlegt. Danir
áfram eftir ótrúlegan leik.
Danir lögðu Íslendinga, 42-41, í framlengdum leik í 8 liða úrslitum í Hamborg í gær. Íslenska liðið var síst
lakara og niðurstaðan grátleg. Strákarnir geta þó borið höfuðið hátt.
Næsti leikur íslenska
landsliðsins er gegn Rússum
klukkan 16.30 á morgun, fimmtu-
dag. Sigurvegarinn í leiknum
spilar síðan á móti sigurvegaran-
um úr leik Króata og Spánverja
um 5. sætið á mótinu.
Íslenska landsliðið var eina
liðið úr okkar milliriðli sem
komst ekki áfram í undanúrslitin
en þar mæta Frakkar gestgjöfum
Þjóðverja og Danir spila við
Pólverja. Túnismenn tryggðu sér
síðan 11. sætið og Ungverjar
hrepptu það níunda eftir nauman
sigur á Slóvenum.
Mætum Rúss-
um á morgun
Það ríkti örtröð fyrir
utan hina glæsilegu Colour Line-
höll í Hamborg í gær. Þar var
samankominn fjöldi áhugasamra
handboltaunnenda sem vildi
komast inn og sjá Rússa mæta
Pólverjum og síðan leik Íslands
og Danmerkur.
Danir voru mikill fjöldi þeirra
sem voru að leita að miða.
Einhverjir voru að selja miða á
svörtum markaði og þeir hinir
sömu hafa fengið vel fyrir
miðann því eftirspurnin var
mikið mun meiri en framboðið.
Þrátt fyrir fjölda „hlutlausra“
áhorfenda í höllinni var stemn-
ingin engu að síður mjög góð hjá
þeim 14 þúsund áhorfendum sem
komust inn í húsið.
Slegist um
miða á leikina
Leikur Íslendinga og Dana var
nákvæmlega eins og við mátti
búast, gríðarlega jafn og spenn-
andi þar sem liðin skiptust á að
leiða. Liðsuppstilling liðanna var
hefðbundin og bæði lið hófu leik
með 6/0 vörn.
Leikurinn fór frekar varfærn-
islega af stað og bar þess greini-
leg merki að spenna var í leik-
mönnum og er það skiljanlegt.
Íslenska liðinu tókst að komast
almennilega í gang í seinni hluta
fyrri hálfleiks og sneri leiknum
sér í hag.
Hvað vörnina varðar spiluðum
við ágætlega en áttum þó í mikl-
um vandræðum á vinstri væng
varnarinnar. Danir komust upp
með að skora of mörg mörk af
þeim væng auk þess sem línumað-
ur þeirra var okkur erfiður. Að
mínu mati lék íslenska liðið fyrri
hálfleikinn ekki nema af um 70-
80% styrk og í raun var það þannig
fyrstu 40 mínútur leiksins.
Þegar við lentum fjórum mörk-
um undir og um tuttugu mínútur
voru eftir gerði Alfreð ákveðna
breytingu á varnaruppstilling-
unni. Hann lét Guðjón verjast
meira hægra megin og auk þess
fórum við að beita fleiri hröðum
upphlaupum. Þá náðu leikmenn að
hrista af sér stressið og gerði
þetta það að verkum að smátt og
smátt komumst við aftur inn í
leikinn.
Þá verður að minnast á sann-
kallaðan stórleik Snorra Steins
sem var fínn í fyrri hálfleik en
kom síðan gríðarlega sterkur í
seinni hálfleik. Segja má að hann
hafi verið að spila leik lífs síns.
Vandræði okkar í vörninni
héldu þó áfram og við áttum í
erfiðleikum með langskot danska
liðsins. Markvarslan datt líka
niður eftir að hafa verið ágæt í
fyrri hálfleik en hinum megin
gerðist það sem ég óttaðist mest,
Kasper Hvidt komst í gang og
munaði um minna.
Leikurinn gat fallið hvernig
sem var og stangarskotið frá
Petersson undir lokin sýnir það
skýrt hve stutt er milli hláturs og
gráts. Þar vantaði bara sentimetra
upp á. Vonbrigðin eru gríðarlega
mikil og niðurstaðan er sú að við
spilum um 5.-8. sæti í stað þess að
spila um verðlaun.
Frammistaðan er eitthvað sem
við þurfum langt í frá að skamm-
ast okkar fyrir og getum við verið
gríðarlega stolt af leikmönnum.
Þeir stóðu sig mjög vel og lögðu
sig mikið fram í að reyna að landa
sigri.
Það var ekki getumunur sem
réði úrslitum í gær heldur aðeins
sentimetra spursmál.