Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 72

Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 72
Enska úrvalsdeildin The Championship HM í handbolta „Það skiptir engu hvernig maður tapar. Við erum búnir að tapa og ég held að það hafi sjaldan verið eins sárt að tapa og núna,“ sagði niðurlútur fyrirliði landsliðsins, Ólafur Stefánsson. „Við fáum ekki markvörslu og vörn. Þetta er líka mér að kenna en það er hlægilegt hvað við erum daprir í vörninni. Þeir skora í hverri einustu sókn og það er ekki hægt að vinna svoleiðis leik. Það var samt margt gott í þessu en mikið svakalega er þetta svekkjandi.“ Sjaldan eins sárt að tapa Leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson átti stórbrotinn leik í Color Line höllinni gegn Dönum í gær. Skoraði heil 15 mörk og þar af fjögur síðustu mörkin í venjuleg- um leiktíma. „Okkur líður öllum hræðilega og það er ekki hægt að komast nær því að komast í undanúrslit en þetta. Að skjóta í stöng undir lok framlengingar og fá svo á sig mark. Vogun vinnur, vogun tapar og því verður ekki neitað að þetta eru svakaleg vonbrigði,“ sagði Snorri niðurlútur en hann var hógværðin uppmáluð eins og venjulega og vildi lítið gera úr eigin hlut þrátt fyrir stórleikinn mikla. „Sóknarleikurinn var fínn en við fáum endalaust af mörkum á okkur og það er erfitt að stilla stanslaust upp í sókn þótt það hafi reyndar gengið vel í dag. Varnarleikurinn varð okkur að falli og þeir hittu með ólíkindum vel. Það lak hreinlega allt inn hjá þeim eins og við sáum undir lokin,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson sem jafnaði í gær markamet Ísland í heimsmeist- arakeppni. Guðjón Valur skoraði einnig 15 mörk í sigrunum á Áströlum í upphafi mótsins. Snorri Steinn skoraði 3 mörk með langskotum, 3 úr hraðaupp- hlaupum, 4 úr vítaköstum, 3 með gegnumbrotum og 2 af línunni. Snorri klikkaði á aðeins þremur skotum, þar af einu vítaskoti sem fór í slána. Allt lak inn frá Dönum „Mér líður alveg hrikalega illa og það er ömurlegt að tapa þegar við gátum unnið leikinn,“ sagði Logi Geirsson. „Mér fannst vera aukakast þegar Alex skaut og mér er alveg sama hvað aðrir segja. Ég kenni samt ekki dómurunum um tapið. Við gerðum helling af mistökum og ég þar á meðal,“ sagði Logi. „Nú verðum við að ná fimmta sætinu því við erum búnir að spila rosalega vel á þessu móti og eigum það skilið í það minnsta,“ sagði Logi sem lítur björtum augum á framtíðina. „Það hafa verið kynslóðaskipti í þessu liði og það býr meira í því en það sýndi hér í dag. Það kemur að því að við komumst í undanúrslit á HM.“ Líður alveg hrikalega illa Ívar Ingimarsson átti góðan leik fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann hefur spilað hverja einustu mín- útu fyrir liðið á tímabilinu. Liðið tók á móti Wigan í gær og lenti undir strax í byrjun leiks. Ívar náði hins vegar að jafna metin í 1- 1 með góðu skallamarki þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Chris Kirkland, markvörður Wigan, fór í skógarhlaup en hann hefur gert mörg mistök sem kost- að hafa mörk upp á síðkastið. Shane Long kom Reading verð- skuldað yfir og mark undir lokin tryggði sigur liðsins þó Wigan hafi náð að minnka muninn í 3-2 í upp- bótartíma. Liverpool er nú aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea en liðið vann 2-1 sigur á West Ham á Upton Park í gær. Dirk Kuyt kom Liver- pool yfir með mögnuðu marki eftir aðeins tíu sekúndna leik í seinni hálfleik en heimamenn voru hættulegri í þeim fyrri. Peter Crouch hélt upp á afmæli sitt í gær með því að bæta við marki sjö mínútum síðar. Kepa Blanco, nýr sóknarmaður West Ham, minnk- aði muninn með sinni fyrstu snert- ingu í enska boltanum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Sheffield United vann góðan sigur á Fulham 2-0 með mörkum frá John Stead og Michael Tonge. Heiðar Helguson sat á bekknum meðan bæði þessi mörk voru skor- uð en hann kom inn sem varamað- ur á 34. mínútu. Sheffield United færðist þar með fjær fallsætunum en West Ham er enn í þriðja neðsta sætinu. Á hinum enda deildarinnar situr Liverpool í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir Chelsea sem á leik inni. Manchester United er á toppnum með sex stiga for- skot. Ívar skoraði í sigurleik Reading gegn Wigan Guðjón Valur Sigurðs- son var að vonum verulega svekkt- ur í leikslok enda taldi hann að íslenska liðið hefði átt að gera betur í leiknum gegn Dönum. „Mér fannst þetta alls ekkert nógu góður leikur hjá okkur og langt frá því að vera frábært,“ sagði Guðjón svekktur. „Barátta og vilji var frábært en vörnin var ömurleg og markvarsl- an var líka slök. Sóknin var samt góð. Ég er kannski svona vitlaus og hef ekkert vit á handbolta en mér finnst við vera miklu betri en Danirnir.“ Vörnin og markvarslan hjá Íslandi var lengstum slök og enn á ný fékk liðið á sig fjölda marka utan af velli en þegar slíkt er upp á teningnum þá tapar íslenska liðið alltaf. Breytir engu þó það komist í tækifæri eins og í gær. „Við fáum mark á okkur í hverri einustu sókn. Ef ekki fyrir utan þá af línunni. Okkur gekk ekkert að stoppa rétthentan mann hægra megin sem kemst alltaf óáreittur í skot og ef það var stigið út í hann þá kom línusending. Við erum ekki nógu fylgnir okkur í varnarleikn- um,“ sagði Guðjón en taldi hann að Alexander hefði átt að fá aukakast undir lokin? „Ég sé það ekki nógu vel. Hann er einfaldlega óheppinn að setja hann í stöngina og tapið er engan veginn honum að kenna. Eftir á að hyggja hefði það verið mjög kær- komið að fá aukakastið,“ sagði Guðjón sem var ekki spenntur fyrir því að leika um fimm efstu sætin eftir að hafa tapað á svona grátlegan hátt. „Ef ég á að segja eins og er þá hef ég nákvæmlega engan áhuga á að spila fleiri handboltaleiki í augnablikinu,“ sagði Guðjón niðurlútur. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki í stemningu fyrir að spila fleiri leiki á HM eftir grátlegt tap gegn Dönum. Hann var ekki sáttur við varnarleikinn í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.