Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 1
Fermingarfötin bíða eftir þér! Opið til 21 í kvöld -gerir bragðið betra! Fyrsta flokks majónes sem laðar fram það besta í matargerðinni. BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Ekkert mál að mála vegg Smáauglý i Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, er með svolítið sérstakan vegg í stofunni heima hjá sér sem hÞóra Þ Hugmyndina að mynstrinu á veggnum fund þ í mynsturbók sem var á h Allir vildu Eurovision kveðið hafa Forsvarsmenn Ölstofu Kormáks og Skjaldar íhuga mál- sókn á hendur ríkisvaldinu vegna væntanlegs reykingabanns á veit- inga- og skemmtistöðum. Þeir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson sendu ríkislögmanni bréf í gær þar sem beðið er um álit hans á lagasetn- ingunni og hvaða leiðir hann sjái færar, svo að kráarrekstur fái þrifist í reykbanni. „Heilbrigðisráðherra lofaði til- lögum á sínum tíma en þær hafa aldrei komið á borð kráareig- enda,“ segir Kormákur. Lögmaður veitingamannanna, Erlendur Þór Gunnarsson héraðs- dómslögmaður, segir að með bréf- inu sé ríkislögmanni veitt tæki- færi til að tjá sig um það sem Erlendur telur „brot á meðalhófs- reglu stjórnskipunarréttarins og skerðingu á atvinnuréttindum“. Bréfið sé mikilvægt formsatriði áður en lengra verði haldið. Með banninu, sem tekur gildi 1. júní næstkomandi, mega við- skiptavinir veitinga- og skemmti- staða ekki undir neinum kringum- stæðum reykja tóbak inni á krám. Veitingamönnum er jafnframt meinað að gera séraðstöðu fyrir reykingamenn. „Jafnrétti er alls ekki haft að leiðarljósi við lagasetninguna. Þarna er farin grófasta leiðin sem til er og ekkert boðið á móti,“ segir Kormákur. Erlendur tekur undir þetta og segist telja að „vel hefði mátt ná fram settum markmiðum laganna, að vernda viðskiptavini og starfs- fólk fyrir reyknum, með því að heimila undanþágur frá algjöru banni, til dæmis með reykrými“. Spurður um afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar, sem hafa lýst sig hlynnt banninu, segir Kormá- kur að kráareigendum hafi aldrei verið boðið í þau samtök. „Það er allt önnur deild. Við höfum aldrei á nokkurn hátt verið tengdir þeim,“ segir Kormákur. Eigendur Ölstofu Kormáks og Skjaldar telja vegið að atvinnuréttindum sínum með fyrirhuguðu reykingabanni. Þeir íhuga nú málsókn á hendur ríkinu. Kráareigendur gegn reykingabanninu Oft er talað um að konur hafi ekki sömu laun og karlar í íþrótt- um en það á svo sannarlega ekki við í danska handboltanum. Að sögn And- ers Dahl-Ni- elsen, fram- kvæmdastjóra Skjern, hafa konur haft mun hærri laun en karlar í fjölda ára í danska handboltanum. Karlar séu nú loks- ins að ná svipuðum launum og konurnar sem enn hafa þó ívið betri laun. Hæst launuðu dönsku handbolta- konurnar fá allt að einni og hálfri milljón króna í mánaðarlaun. Hæst launuðu karlarnir höfðu milljón á mánuði en nokkrir fá nú jafnhá laun og konurnar. Konur græða meira en karlar Flutningaskipið Pine Arrow lagðist að bryggju á Reyðarfirði í gær með 39.000 tonn af súráli. Þetta er fyrsti súrálsfarmurinn sem kemur til Reyðarfjarðar og því markaði atburðurinn tímamót í starfsemi Alcoa Fjarðaáls. Súrál er meginuppistaða þess hráefnis sem ál er unnið úr. Tæp tvö tonn af súráli þarf til þess að framleiða eitt tonn af áli og því mun súrálið sem kom til Reyðar- fjarðar í gær skila sér sem ríf- lega 20.000 tonn af áli. Að sögn Ernu Indriðadótt- ur, upplýsingafulltrúa ALCOA Fjarðaáls, er stefnt að því að gangsetja fyrsta kerið í álverinu um páskaleytið. Reikna má með að um 20 súrálsflutningaskip, af svipaðri stærð og Pine Arrow, leggist að bryggju á Reyðarfirði á ári hverju þegar starfsemi ál- versins verður hafin að fullu. Tímamót á Reyðarfirði Hugmynd um íslenskt netþjónabú stórfyrirtækisins Microsoft gæti orðið að veruleika og er á viðræðustigi, segir fram- kvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, Halldór Jörgensson. Hugmyndin um netþjónabú (e. server farm) kom upphaflega fram í viðræðum forseta Íslands við Bill Gates, eiganda Micro- soft, í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur Halldór fengið skriflegt umboð frá Gates til að kanna að- stæður og ræða við fagaðila. „Viðræður eru í gangi og við höfum lagt töluverða vinnu í þetta. Við höfum fengið ágætis svör og ekkert hefur unnnið á móti okkur hingað til,“ segir hann. Netþjónabú eru afar orkufrek en Halldór neitar því að viðræð- ur hafi átt sér stað um orkuverð við innlend fyrirtæki. Hér á landi sé enda næg orka, ólíkt því sem gerist erlendis. „Það vinnur með okkur.“ Halldór mun að öllum líkind- um fjalla um framgang málsins á fundi í næstu viku í höfuðstöðvum Microsoft. Ákvörðun verði þó ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi í maí, þegar háttsettir menn frá Micro- soft koma til landsins. Netþjónabú er í undirbúningi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.