Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 2
 Guillaume Soro, aðalleiðtogi uppreisnar- manna á Fílabeinsströndinni, verður forsætisráðherra í nýrri sáttastjórn landsins, í samræmi við friðarsamkomulag sem full- trúar stríðandi fylkinga og sátta- semjarar hafa gert. Alain Lobognon, talsmaður upp- reisnarhreyfingarinnar Ný öfl, sagði að Soro hefði verið boðið, og hann þegið, forsætisráðherra- embætti í nýrri ríkisstjórn sem Laurent Gbagbo forseti er að skipuleggja í því skyni að binda enda á áralangt borgarastríð. Sáttasemjarar staðfestu að um þetta hefði verið samið. Soro verður for- sætisráðherra Bryggjan í Flatey á Breiðafirði er að liðast í sundur vegna aldurs og nýrrar Baldursferju, sem er „mörgum númerum of stór fyrir bryggjuna“, að sögn Tryggva Gunnarssonar, eins íbúa eyjunnar. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri og skipstjóri Sæferða, sem reka Baldur, tekur í sama streng. „Já, bryggjan er orðin ansi lúin og sér verulega á henni eftir veturinn. Við erum búnir að vera svolítið óról- egir út af þessu og reynum að hlífa henni eins og við getum,“ segir hann. Pétur telur að bryggjuna ætti að lagfæra sem fyrst og helst fyrir sumarið, þegar fjöldi ferðamanna heimsækir eyjunna. Núverandi bryggja er um hálfrar aldar gömul og barn síns tíma, segir Tryggvi. Hún sé ekki á nokk- urn hátt hönnuð eða í stakk búin til að taka við svo stóru skipi. „Um daginn þurfti ég að fara í jarðarför og komst ekki, því þeir treystu ekki bryggjunni og lentu ekki. Ég var því reiður og tóbakslaus í Flatey og það er ekki falleg saga.“ Framkvæmdastjóri Sæferða segir það gömul tíðindi að ekki sé hægt að leggja að landi í Flatey. Það sé ekki gert í slæmu veðri. Síðan bryggjan hafi verið byggð hafi ferjan verið endurnýjuð minnst fimm sinnum og nú þoli bryggjan ferjuna illa. „Það er kannski ofsagt að hún sé að hruni komin, en það stefnir hraðbyri í það,“ segir Pétur. Tillaga Tryggva er sú að endurbætur á aðstöðu smá- báta eyjaskeggja verði gerðar um leið og bryggjan verður löguð, því sú aðstaða sé einnig í ólestri. „Þarna hafa fjölmargir bátar sokkið eða slitnað upp. Þetta kom fyrir mig fyrir tólf árum og það er ansi slæm tilfinning þegar einn daginn fjúka sex milljónir út um gluggann. Maður verður nú boginn í bakinu af minna.“ Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að stefnt sé að því að bryggj- an verði lagfærð seinni hluta sumars. „Það hefur tekið langan tíma, því efnið þarf að sérpanta og er ekki til á lager.“ Um tillögu Tryggva um endurbætur á smábátaað- stöðu, segir Sigurður að Siglingastofnun beri ekki ábyrgð á þeim hluta hafnarinnar. Hann telur að skyn- samlegt væri að framkvæma endurbæturnar samtímis. Það sé hins vegar sveitarfélagsins að taka þá ákvörðun. Bryggjan í Flatey er að liðast í sundur Flateyjarbryggja var byggð fyrir rúmri hálfri öld. Síðan hefur ferjan Baldur ver- ið endurnýjuð minnst fimm sinnum. Núverandi ferja er allt of stór fyrir bryggj- una. Skipshöfn Baldurs reynir eftir megni að hlífa bryggjunni. Íranar breyttu upplýs- ingum um hvar bresku hermenn- irnir voru handteknir eftir á að sögn breskra stjórnvalda. Breski herinn skýrði í fyrsta skipti í gær nákvæmlega frá at- burðarásinni þegar fimmtán bresk- ir hermenn voru handteknir af Írönum á föstudag. Fram kom að Íran hefði á sunnudag gefið upp staðsetningu á skipum bresku her- mannanna sem sannað þykir að hafi verið inni í íraskri lögsögu. Á mánu- daginn hafi þeir gefið upp aðra stað- setningu sem sé inni í íranskri lög- sögu. Varnarmálaráðuneyti Bret- lands birti í gær gervihnattargögn sem sýndu að bresku hermennirn- ir voru í staddir í íraskri lögsögu þegar þeir voru handteknir. Tony Blair, forstætisráðherra Bretlands, sagði gögnin sýna að handtakan hafi verið fullkomlega „óásættan- leg, röng og ólögleg“. Utanríkisráðherra Írans, Manou- chehr Mottaki, sagði í gær að eina kvenkyns fanganum, Faye Turney, yrði sleppt síðar um daginn eða í dag. Turney birtist í írönsku sjón- varpi þar sem hún viðurkenndi að þau hefðu farið inn í íranska lögsögu. Það kom einnig fram í bréfi sem hún skrifaði foreldrum sínum og sendi- ráð Íran í London birti í gær. Bresk stjórnvöld lýstu yfir að mest öll samskipti við Íran hefðu verið fryst þangað til að bresku her- mönnunum sem Íranar hafa í haldi verður sleppt. Nokkur aðsókn kjósenda var í gær á Strandgötu 6 í Hafnarfirði, þar sem atkvæðagreiðsla utankjörfundar vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík fer fram. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafull- trúi segir að um 650 manns hafi nú þegar kosið og hún býst við góðri aðsókn í dag, en opið verður til klukkan 19 í kvöld. „Það hefur verið töluverð traffík hérna og ég býst við að svo verði [í dag] og á föstudaginn. Ég hvet fólk til að koma fyrr en seinna,“ segir Steinunn. Hún segir mik- inn áhuga á kosningunum í bænum. „Maður hefur tilfinningu fyrir því að það verði góð þátttaka, því þetta er málefni sem bæjar- búar hafa miklar skoðanir á,“ segir hún. Sjálf kosningin fer svo fram næstkom- andi laugardag og verður notast við raf- ræna kjörskrá, í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Kjósendur geta því valið um kjörstað, en kosið verður í Áslandsskóla, Íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Kjörfundur hefst klukkan 10 að morgni og stendur til klukkan sjö um kvöldið. Fyrstu tölur gætu borist upp úr lokun kjör- fundar, eða klukkan 19. Kjörgengir eru 16.648 talsins. Á sjöunda hundrað hafa kosið nú þegar Flugmaður nauð- lenti einshreyfilsvél sinni á Eyja- fjarðarbraut skammt frá Mel- gerðismelum um miðjan dag í gær. Flugmaðurinn var að fljúga yfir flugvöllinn á Melgerðismel- um þegar vélin drap á sér. Hann sá þann kost vænstan að reyna nauðlendingu á þjóðveginum sem heppnaðist að óskum. Að sögn lögreglu þurfti að loka veginum um tíma. Eftir að flug- virki hafði skoðað vélina fór flug- maðurinn aftur í loftið. Svo virð- ist sem snúra í heyrnartólum flugmannsins hafi krækst í bens- ínloka og drepið á mótornum. Vélin er af gerðinni Super De- cathlon og er í eigu Flugskóla Ak- ureyrar. Nauðlenti á þjóðveginum Sæunn, af hverju ekki ríkis- stjórn með Zero Framsókn? Íranar breyttu upplýsingum eftir á Vinstri hreyfingin - grænt framboð er í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi meðan Framsóknarflokkurinn tapar fylgi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur 28,4 prósent at- kvæða og tvo þingmenn. Vinstri hreyfingin - grænt framboð fengi 23 prósent, bætti við sig þing- manni og fengi tvo. Samfylking- in fengi 20,7 prósent atkvæða og tvo þingmenn, Framsóknarflokk- ur tapaði öðrum sinna manna og fengi einn mann kjörinn með 14,3 prósent atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn fengi 9,7 prósent og einn þingmann. Íslandshreyfingin næði ekki manni inn. Ekki er ljóst hvaða flokkur myndi hljóta níunda þingsæti kjördæmisins sem er uppbótarþingsæti. Í úrtaki voru 800 einstaklingar og var svarhlutfall 60 prósent. Vinstri græn eru á uppleið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.