Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 8
 Á hvaða veitingastað í Reykjavík snæddi Cliff Richard með föruneyti sínu á mánu- dagskvöld? Hvað heitir forstjóri Fangels- ismálastofnunar? Yfir hvaða fjárhæð má kostnaður við auglýsingar stjórnmálaflokka ekki fara? Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær að viðræður yrðu hafnar á ný að hluta við Tyrki, með því að samningskaflinn um iðnaðarmál og stefnu í málefnum fyrirtækja yrði opnaður. Ákvörðunin er í samræmi við stefnu þýskra stjórnvalda, sem gegna nú formennskunni í ESB, um að stuðla að bættum sam- skiptum við Tyrkland. Formlegar aðildarviðræður hafa legið niðri síðan sambandið ákvað í fyrra að frysta þær að hluta, eftir að Tyrk- ir neituðu að verða við kröfum um að opna hafnir sínar fyrir við- skiptum frá Kýpur. Aðildarviðræð- ur hafnar á ný Safnaðu Knorr strikamerkjum Strikamerkjaleikur Knorr gæti sent þig í 100.000 kr. verslunarferð í Kringluna Fyrir 10 Knorr strikamerki getur þú valið um: Þú færð söfnunarh eftið í næstu verslun! Svona gerir þú: Klipptu strikamerkin af Knorr vörunum þínum og límdu inn í söfnunarheftið. Þegar þú hefur safnað 10 strikamerkjum fyllir þú út þátttökuseðilinn í heftinu, skilar því eða sendir til Ásbjörns Ólafssonar ehf., Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík, merkt „Strikamerkjaleikur“. Merktu þér seðilinn vel og tilgreindu hvaða hlut þú velur*. Innsendingarfrestur rennur út 30.06. 2007. Stóri vinningurinn: Nöfn allra þátttakenda fara í pott þar sem dregið verður um glæsilega vinninga. Þrír heppnir safnarar fá 100.000 kr. vöruúttekt í Kringlunni, hvorki meira né minna! *Á meðan birgðir endast. Svuntusett fyrir þig og barnið Hvernig væri að leyfa börnunum að spreyta sig í eldhúsinu? Safnaðu 10 strikamerkjum og fáðu svuntu fyrir þig og barnið á heimilinu. Lasagnefat sem passar fyrir plöturnar Þú losnar við að brjóta lasagneplöturnar til að koma þeim í fatið. Fyrir 10 strikamerki færðu Pyrex lasagnefat sem passar fullkomlega fyrir Knorr lasagneplötur. F í t o n / S Í A F I 0 2 0 5 2 0 Herskáir sjíar og lög- reglumenn, æfir vegna mann- skæðra bílsprengjutilræða meðal sjía í bænum Tal Afar í NV-Írak, fóru í hefndarleiðangur meðal súnnía í bænum og skutu allt að 60 þeirra. Byssumennirnir gengu hús úr húsi í hverfi súnní-araba í bænum þriðjudagskvöld og fram á nótt og skutu þá fullorðnu karl- menn sem á vegi þeirra urðu. Hermenn komu síðar á vett- vang til að binda enda á lögleys- una og útgöngubann var sett á. Hefndarmorð framin í tugavís Stór landfylling úr efni sem komið hefur úr grunni tónlistarhússins í Reykjavíkurhöfn er utan gildandi deiliskipulags. Hrólfur Jónsson, forstöðumað- ur Framkvæmdasviðs Reykjavík- ur, segir að þar sem landfyllingin við Ingólfsgarð sé aðeins til bráða- birgða sé hún ekki skipulagsskyld. Á aðalskipulagi sé gert ráð fyrir hugsanlegri landfyllingu á þess- um stað þótt hún sé ekki á deili- skipulagi. Lög um förgun í hafið eigi heldur ekki við um fylling- una. Hrólfur segir að fyllingin hafi meðal annars verið samþykkt í hafnarstjórn. „Við teljum að þetta sé ekki skipulagsskylt því þetta verður fjarlægt aftur. Og þar af leiðandi þarf þetta ekki að fara í gegn um umhverfismat því þetta er aftur- kræft,“ segir Hrólfur. Að sögn Hrólfs eru í raun slegn- ar tvær flugur í einu höggi með því að nota efnið úr grunninum í landfyllinguna; nauðsynleg að- staða skapist fyrir vinnubúð- ir verktaka tónlistarhússins og menn losni við að flytja um um- ferðarkerfi borgarinnar efni sem hugsanlega þyrfti að flytja aftur á staðinn síðar – verði af því að gerð verði endanleg landfylling á þess- um stað: „Þá fer það í endanlegt skipulagsferli og lögformlegt um- hverfismat.“ Landfylling utan skipulags Skrifað var undir nýjan landamærasamning milli Rússlands og Lettlands í Moskvu á þriðjudag. Vonir eru bundnar við að samning- urinn verði til að lægja öld- urnar í storma- sömu sambandi grannríkjanna. Rússneski forsætisráðherrann, Mikhaíl Frad- kov, sem skrifaði undir samning- inn ásamt lettneskum starfsbróð- ur sínum, Aigars Kalvitis, sagðist vonast til að samningurinn myndi „gera kleift að láta heilan bálk af óleystum ágreiningsefnum að baki og koma tengslum landanna á nýtt stig“. Loks samið um landamæri Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra opnaði í gær páskasöfnun Hjálparstarfs kirkj- unnar. Að þessu sinni verður safnað fyrir tvenn sam- tök á Indlandi sem hjálpa stéttlausum indverskum börnum til mennta. Stéttlaus börn á Indlandi eiga sér litla framtíðarvon án menntunar og búa mörg hver við barnaþrælkun. Hjálparstarfið kostar menntun 400 fátækra barna í grunn- og framhaldsskólum þar sem þau fá fæði, föt og læknisþjónustu. Þá kostar Hjálparstarfið rekstur sérstakra forskóla fyrir stéttlaus börn. Í tilefni söfnunarinnar var opnuð ljósmyndasýning í Smáralind eftir Kristján Inga Einarsson. Hann ferð- aðist til Indlands í janúar og tók myndir sem sýna að- stæður barnanna. Börnum hjálpað til mennta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.