Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 12

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 12
 Yfirvöld í Belgíu hafa handtekið ítalskan kaup- sýslumann og tvo lágt setta emb- ættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við rannsókn á víðtæku spilling- armáli sem snýst um brask með fasteignir sem nýttar eru af skrif- stofum framkvæmdastjórnar- innar víða um lönd. Frá þessu greindi talsmaður belgískra dómsmálayfirvalda í gær. „Þetta snýst um að komast hjá opinberum fasteignaútboð- um, fyrir sendiskrifstofur fram- kvæmdastjórnarinnar í löndum utan Evrópusambandsríkjanna sjálfra,“ sagði talsmaðurinn, Jos Colpin. Spillingarrannsókn hjá ESB „Við tökum almennt vel í að menn sýni áhuga á upp- byggingu vega svo því fer fjarri að okkur þyki vegið að Vegagerð- inni með þessum hugmyndum.“ segir Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, en Ístak og Sjóvá hafa látið hanna nýjan 2+2 Suður- landsveg. Vegur Ístaks og Sjóvár myndi kosta tæplega átta milljarða króna en Vegagerðin áætlaði nýlega að kostnaður við gerð 2+2 vegar næmi 13,5 milljörðum króna. „Vegurinn þeirra er ekki sam- bærilegur þeim 2+2 vegi sem við höfum verið að kynna. Hér er um ódýrari útgáfu að ræða og umferðaröryggi yrði tals- vert minna,“ segir Hreinn. Hann á þar sérstaklega við gatnamót- in. Á vegi Ístaks og Sjóvár verða bæði hringtorg og mislæg gatn- maót meðan öll gatnamót á 2+2 vegi Vegagerðarinnar yrðu mis- læg. Karl Ragnars, forstjóri Um- ferðarstofu, tekur undir með Hreini. „Ég tel skynsamlegra að fara eftir stöðlum Vegagerðar- innar. Í þeirra hugmyndum er gert ráð fyrir lengra bili milli akstursleiða og það er þetta bil sem skiptir mestu varðandi um- ferðaröryggi,“ segir Karl. Vegur Vegagerðar- innar öruggari Línumannvirki við Vallarhverfi í Hafnarfirði verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamra- nes samkvæmt nýju samkomu- lagi milli Landsnets og Alcan. Þá verða aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina settar í jörð nái samkomulagið fram að ganga. Sjónmengun af völdum raflína er meðal þess sem Hafnfirðingar óttast verði álverið stækkað. Í til- kynningu frá Alcan í Straumsvík segir að með þessu sé komið til móts við óskir bæjaryfirvalda og íbúa á svæðinu. Hafnarfjarðarbær kemur ekki til með að bera kostnað af þessum breytingum en þær eru háðar því að stækkun álversins verði að veruleika. Línur lagðar í jörð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.