Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 26

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Svissneski fjárfestingarbankinn UBS mælir með kaupum á hlutabréfum í norska fjármálafyrirtæk- inu Storebrand þar sem Kaupþing er stærsti hlut- hafinn. Verðmatsgengið hækkar úr 100 krónum á hlut í 112 krónur á hvern hlut. Markaðsgengið stóð í 96 krónum á hlut um hádegisbilið í gær. Hlutabréf í Storebrand hafa hækkað um fimmt- ung í mars eftir að Kaupþing og norska trygginga- félagið Gjensidige fengu heimild til að eignast allt að fimmtungshlut í fyrirtækinu. Fastlega er búist við yfirtöku á Storebrand en Kaupþing hefur verið að auka hlut sinn upp fyrir tíu prósent. Verðmat Storebrand hækkað Svissneski fjárfestingarbankinn UBS mælir með kaupum í félaginu. Norræna kauphallarsamstæðan OMX, sem meðal annars á Kaup- höll Íslands, hefur skrifað undir samkomulag við kauphöllina í St. Pétursborg í Rússlandi og fjár- festa um stofnun nýs hlutabréfa- markaðar þar í borg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárfestahópurinn, sem einbeit- ir sér að innanlandsmarkaði, mun eiga hlut í hinum nýja hlutabréfa- markaði sem fengið hefur heit- ið Alþjóðlega kauphöllin í Sankti Pétursborg (IXSP). Horft er til þess að nýi markað- urinn auki vaxtarmöguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Rúss- landi og opni þeim aðgengi að er- lendu fjármagni án þess að þurfa að skrá sig á erlendan markað. OMX opnar í Rússlandi Á undanförnum tveimur dögum hefur gengi bréfa í Actavis hækk- að um rúmlega fjögur prósent. Hækkunina má rekja til nýs verð- mats Greiningar Glitnis á félag- inu. Var það hækkað úr 68,1 í 87,7 krónur á hlut. Greiningardeildin telur félagið góðan fjárfestingar- kost og mælir með kaupum í því. Frá því að Actavis blandaði sér í slaginn um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck hafa margar greiningar komið út á fé- laginu, bæði innlendar og erlend- ar. Verðmatið frá Glitni er tölu- vert hærra en nýjasta verðmat hinna íslensku bankanna. Hljóð- aði það upp á 74,3 krónur á hlut frá Kaupþingi og 81,90 frá Lands- bankanum. Í fyrradag tilkynnti Actavis um kaup á íslenska lyfjaþróunarfyrir- tækinu Lyfjaþróun sem er sérhæft í þróun nefúðalyfja. Kaupin falla vel að stefnu Actavis, sem legg- ur aukna áherslu á lyf sem erfið eru í þróun. Félagið var stofnað árið 2001 og hjá því starfa þrettán manns. Kaupverð var ekki gefið upp. Actavis hátt metið Greining Glitnis hefur hækkað verðmat á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87 og mælir með kaupum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.