Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Svissneski fjárfestingarbankinn UBS mælir með kaupum á hlutabréfum í norska fjármálafyrirtæk- inu Storebrand þar sem Kaupþing er stærsti hlut- hafinn. Verðmatsgengið hækkar úr 100 krónum á hlut í 112 krónur á hvern hlut. Markaðsgengið stóð í 96 krónum á hlut um hádegisbilið í gær. Hlutabréf í Storebrand hafa hækkað um fimmt- ung í mars eftir að Kaupþing og norska trygginga- félagið Gjensidige fengu heimild til að eignast allt að fimmtungshlut í fyrirtækinu. Fastlega er búist við yfirtöku á Storebrand en Kaupþing hefur verið að auka hlut sinn upp fyrir tíu prósent. Verðmat Storebrand hækkað Svissneski fjárfestingarbankinn UBS mælir með kaupum í félaginu. Norræna kauphallarsamstæðan OMX, sem meðal annars á Kaup- höll Íslands, hefur skrifað undir samkomulag við kauphöllina í St. Pétursborg í Rússlandi og fjár- festa um stofnun nýs hlutabréfa- markaðar þar í borg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárfestahópurinn, sem einbeit- ir sér að innanlandsmarkaði, mun eiga hlut í hinum nýja hlutabréfa- markaði sem fengið hefur heit- ið Alþjóðlega kauphöllin í Sankti Pétursborg (IXSP). Horft er til þess að nýi markað- urinn auki vaxtarmöguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Rúss- landi og opni þeim aðgengi að er- lendu fjármagni án þess að þurfa að skrá sig á erlendan markað. OMX opnar í Rússlandi Á undanförnum tveimur dögum hefur gengi bréfa í Actavis hækk- að um rúmlega fjögur prósent. Hækkunina má rekja til nýs verð- mats Greiningar Glitnis á félag- inu. Var það hækkað úr 68,1 í 87,7 krónur á hlut. Greiningardeildin telur félagið góðan fjárfestingar- kost og mælir með kaupum í því. Frá því að Actavis blandaði sér í slaginn um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck hafa margar greiningar komið út á fé- laginu, bæði innlendar og erlend- ar. Verðmatið frá Glitni er tölu- vert hærra en nýjasta verðmat hinna íslensku bankanna. Hljóð- aði það upp á 74,3 krónur á hlut frá Kaupþingi og 81,90 frá Lands- bankanum. Í fyrradag tilkynnti Actavis um kaup á íslenska lyfjaþróunarfyrir- tækinu Lyfjaþróun sem er sérhæft í þróun nefúðalyfja. Kaupin falla vel að stefnu Actavis, sem legg- ur aukna áherslu á lyf sem erfið eru í þróun. Félagið var stofnað árið 2001 og hjá því starfa þrettán manns. Kaupverð var ekki gefið upp. Actavis hátt metið Greining Glitnis hefur hækkað verðmat á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87 og mælir með kaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.