Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 31

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 31
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, er með svolítið sérstakan vegg í stofunni heima hjá sér sem hann og Þóra Þorsteinsdóttir, sambýliskona hans, máluðu sjálf. „Okkur var búið að langa til þess að brjóta stof- una einhvern veginn upp og vorum að velta því fyrir okkur að veggfóðra en svo var það eiginlega Þóra sem fékk þá hugmynd að við myndum bara mála eitthvert mynstur á vegginn í staðinn,“ segir Sigurgeir. Hugmyndina að mynstrinu á veggnum fundu þau í mynsturbók sem var á heimilinu. „Þóra var með svona uppskriftabók með alls konar mynstrum í því hún var búin að vera að teikna á einhverjar jólakúlur. Hún byrjaði svo eiginlega bara á miðj- um veggnum og vissi ekkert hvað myndi verða. Hún var aðallega í þessu en ég hjálpaði til við að klára og þetta tók kannski svona tvær vikur í allt,“ segir Sigurgeir. Veggurinn í stofunni er ekki fyrsti veggur- inn sem Sigurgeir málar svona sjálfur. „Þegar ég var unglingur málaði ég einu sinni herberg- ið mitt í öllum mögulegum litum, bæði veggi og loft og seinna málaði ég einn vegginn í því með því að sletta nokkrum litum á hann með pensli. Ég er hrifnastur af litríkum veggjum og finnst bara hrikalegt að hafa allt hvítt, það er svo leiðinlegt og stofnanalegt.“ Sigurgeir segir að þau séu mjög ánægð með út- komuna á veggnum. „Við erum eiginlega ekki með neitt við þennan vegg nema einn stóll svo hann fær alveg að njóta sín. Hann sést meira að segja inn um gluggann og fólk sem gengur framhjá hefur verið að dást að honum. Ef fólk vantar eitthvað að gera yfir sjónvarpinu þá er bara mjög góð afþrey- ing að mála vegg og ég mæli alveg með því. Ef við verðum leið á veggnum er líka ekkert mál að mála bara yfir hann aftur.“ Ekkert mál að mála vegg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.