Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 37

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 37
ÁLFTAMÝRI • MJÓDD HÆÐASMÁRA 4 opið 10–23 alla daga Þegar hætt er að reykja getur verið gott að finna sér eitthvað sem hægt er að gera í staðinn til þess að minnka reyklöng- unina þegar hún kemur upp. Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur stjórnað námskeiðum á vegum Krabbameinsfélagsins og getur gefið þeim sem vilja hætta að reykja góð ráð. „Tóbaksfíkn er svolítið flókin þar sem hún er líkamleg, félags- leg, sálræn og vanabundin. Mik- ilvægt er að átta sig á sínu eigin reykingamynstri og tengslum við sígarettuna til þess að geta búið sig undir að vera reyklaus,“ segir Ingibjörg. Þeir sem hætta að reykja finna flestir reglulega fyrir sterkri reykingalöngun til að byrja með en hún stendur sem betur fer ekki lengi yfir í hvert skipti að sögn Ingibjargar. „Reykingalöngun- in stendur bara yfir í svona tvær til þrjár mínútur í einu en það þarf einhvern veginn að reyna að komast í gegnum þær án þess að fá sér sígarettu. Til dæmis getur verið gott að fá sér kalt vatn með sítrónu eða fara út að labba, hver verður eiginlega að finna sitt ráð. Öll hreyfing er hins vegar mjög góð þegar hætt er að reykja þar sem því fylgir ákveðin streita. Stundum er líka einhver ákveð- inn tími dagsins erfiðari en annar og þá er gott að breyta eitthvað til og hafa nóg að gera á þeim tíma. Ef að reykingalöngunin er til dæmis alltaf sterkust seinni partinn þegar komið er heim úr vinnu getur verið ágætt að fara að stunda líkamsrækt á þeim tíma eða gera eitthvað annað.“ Ingibjörg bendir á að þeir sem hafi áhuga á að hætta reyking- um sínum geti orðið sér úti um alls konar efni hjá Lýðheilsu- stöð, Krabbameinsfélaginu, Ráð- gjöf í reykbindindi og í apótek- um og bókabúðum. „Ég ráðlegg öllum sem vilja hætta að reykja að undirbúa sig sem best. Þeim mun betri sem undirbúningurinn er, þeim mun meiri árangurs má vænta. Það er líka nauðsynlegt að vera búinn að byggja upp já- kvæða ímynd af sjálfum sér sem reyklausum einstaklingi áður en hætt er og horfa jákvætt á reyk- leysið, ekki líta á það sem fórn heldur frelsi.“ Undirbúningur og viðhorf skiptir öllu máli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.