Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 39

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 39
Það er engin tilviljun að guli liturinn er litur pásk- anna. Gult er tákngervingur skilaboðanna og vitn- isburðarins. Líka gullsins, virðingarinnar og holl- ustunnar við hinn milda húsbónda. Gult er glað- vær litur sem við tengjum við sól, hlýju og vorið. Gult er skærasti litur litrófsins og hefur mestan ljóma allra lita. Sálræn áhrif gula litarins á okkur eru lífgandi, örvandi og hvetjandi jafnframt því sem hann er jafn slakandi og afslappaður eins og sóleyjabreiðurnar í þessum fáu sagnfræði- legu túnum sem enn eru eftir á Íslandi og staðið hafa af sér endalausa endur-ræktunar-rútínu-nú- tímabænda. Sjónræn áhrif gula litarins eru skær, létt, opin, geislandi, lýsandi, lífleg, framsækin, hrein og sprengjandi. Og þegar hér er talað um gult er átt við sóleyja-gult, ekki hinn dapra gul- brúna lit sem örlaganornir úthlutuðu strætisvögn- um höfuðborgarsvæðisins. Gult hefur sérstök tengsl við ljónsmerkið – þess vegna getur það því skipt um ham og merkingu þegar mæðir á í þeirri tengingu og breyst í andhverfu sína og þá orðið tákngervingur svika, öfundar, afbrýði og veik- inda. Slíkt hefur þó líklega sjaldan gerst á síðari tímum. Að sjálfsögðu eru gul blóm eiginlega sjálfskipuð í sess páskablómanna. Og þar er svo sannarlega gott úrval. Í blómvendina notum við gula túlipana og gular páskaliljur. En það er sjaldan gott að setja þessar tegundir saman í vasa eða vönd vegna þess að páskaliljan gefur frá sér slímkenndan vessa sem fer út í vatnið og hefur fremur slæm áhrif á túlipanana. Hvort tveggja fer betur í vasa eitt og sér en það má gjarna stinga einni eða tveim gulum „páskagreinum“ af birki eða forsýtíu með. Afskor- in laukblóm þurfa ekki blómanæringu í vasavatn- ið en þau standa betur ef skipt er um vatn dag- lega. Notið kalt kranavatn og skerið ögn neðan af stilkunum með hvössum hníf annan hvern dag. Svo fást auðvitað afskornar gular rósir. Ef ekki er búið að undirbúa þær fyrir langt vasalíf með því að skáskera stilkana og bregða þeim andar- tak ofan í sjóðheitt vatn, þá er það gert um leið og þær eru settar í vasann. Þetta á eiginlega bara við „búntrósir“ sem seldar eru á bensínstöðvum og í matvöruverslunum. Í blómabúðunum er ávallt búið að gera þetta þegar rósirnar eru afhentar. Notið volgt vatn í vasana fyrir rósirnar og blandið blómanæringunni, sem fylgir þeim, í vatnið. Gulir pottakrýsar og gular vorbegóníur eru vin- sæl og falleg pottablóm sem eiga sinn stað vísan hjá mörgum um páskaleytið. Blómin standa lengi og lýsa upp hvar sem er. Haldið jöfnum raka á moldinni. Ef begónían fær daufa áburðargjöf vikulega endist hún langt fram á sumar. Krýs- inn þarf aftur á móti engan áburð og er búinn að gera sitt á svo sem sex til sjö vikum. Það er flott- ast að kaupa tvær til þrjár plöntur af hvorri teg- und og láta þær standa saman á stóru fati eða í víðri skál. Þá fylla þær betur og njóta sín til hlít- ar. Krýsann er líka hægt að fá í grunnum skálum, þá myndar hann lágan og breiðan blómabrúsk. Og önnur planta er nú orðin jafn sjálfsögð og páska- eggin á flestum heimilum, en það er „míni-páska- liljan“ sem venjulega er bara seld undir nafninu – og alltaf í fleirtölu – „tetur“. Teturnar eru harð- gerð páskaliljutegund sunnan úr Pýreneafjöllum og getur alveg staðið utandyra hér eftir að þessi tími er kominn og ekki gerir gadd-grimmdarfrost. Það þarf bara að velja þeim áberandi og skjólgóð- an stað, þá springa þær hægt og bítandi út og lúta klukkum sínum í margar vikur, oft mánuð eða tvo. Innanhúss eru teturnar falleg skreyting í nokkra daga en fölna fljótt í stofuhitanum. Það er hægt að grafa laukana niður í moldarbeð úti í garðinum og vonast eftir að þær skjóti þar upp kollinum síðar og mörg ár framvegis. Oftast gerist það. Skýjabakkinn eftir Ingu Elínu Kristinsdóttur myndlistarmann er skúlptúr og nytjahlutur úr keramik og gleri. Hann er til sýnis í Epal. „Mér þykir mjög gaman að búa til verk sem hægt er að nota í tengsl- um við mat,“ segir Inga Elín. Hún hefur opnað sýningu á diski í Epal sem hentar vel sem kökudiskur eða ostabakki og sómir sér líka vel sem listaverk inni í stofu. Diskur- inn hefur hlotið nafnið Skýjabakki. Í Skýjabakkanum hefur Inga Elín blandað saman keramik og gleri og síðan málað eins konar blúndudúk á glerið. Fóturinn er að jafnaði 14-15 cm hár og bakk- inn um 45 cm í þvermál. Þar sem um handgerða listmuni er að ræða eru bakkarnir svolítið frábrugnir hver öðrum. Skoða má verk eftir Ingu Elínu á heimasíðunni ingaelin.com. Blúndublikur á lofti Engin mánaðargjöld - þú átt kerfið!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.