Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 40
Forn skápur öðlast nýtt líf í
höndum Sigurjóns Rútssonar.
Sigurjón Rútsson rafvirki, býr og
starfar í Vík í Mýrdal. Honum er
ýmislegt til lista lagt.
Í frístundum hefur hann meðal
annars fengist við myndlist og
við að gera upp gömul húsgögn.
Nýverið gerði hann upp forláta
skáp sem er rúmlega aldargam-
all. Skápurinn kemur frá bænum
Suður-Hvoli í Mýrdal og búa eig-
endur hans þar.
„Þegar ég fékk skápinn var hann
mjög gisinn og úr sér genginn og
voru á honum margar glufur. Ég
þurfti að fella í hann, styrkja hann
og laga skúffurnar sem höfðu
gliðnað. Á skápnum voru skraut-
listar sem vantaði í og smíðaði ég
nýja lista og setti á hann. Skápur-
inn var mun ljósari þegar ég fékk
hann til meðhöndlunar og hafði
einhvern tíma verið skrautmálað-
ur. Til að það kæmi aðeins í gegn
þá setti ég ljóst kirsuberjabæs á
hann og að endingu setti ég matt
vatnslakk yfir.“
Um þessar mundir er Sigurjón
einnig að gera upp borð frá bænum
Eystra-Skagnesi þar sem hann
fæddist en borðið var keypt þang-
að frá bænum Giljum og er fjör-
gamalt. Auk þess hefur hann gert
upp stóla frá svipuðu tímabili.
„Þegar verið er að gera upp
gömul húsgögn þá þarf helst að
hafa í huga að tréð getur verið
mjög gamalt og stökkt og þarf því
að fara varlega með það. Einnig
er gott að ákveða í byrjun hvort
maður ætli að halda upprunalegu
útliti eða breyta einhverju. Annars
fer þetta eftir hverju tilviki fyrir
sig.“
Sigurjón á ekki langt að sækja
smíðahæfileikana þar sem faðir
hans heitinn, Rútur Skæringsson,
var smiður og smíðaði allt frá hús-
gögnum upp í heilu húsin auk þess
sem hann var mjög fær í þeirri
sérstöku list að hlaða grjótveggi. Í
þessu tilviki hefur eplið því fallið
skammt frá eikinni.
Þúsundþjalasmiður úr
Vík í Mýrdal
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006