Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 40
Forn skápur öðlast nýtt líf í höndum Sigurjóns Rútssonar. Sigurjón Rútsson rafvirki, býr og starfar í Vík í Mýrdal. Honum er ýmislegt til lista lagt. Í frístundum hefur hann meðal annars fengist við myndlist og við að gera upp gömul húsgögn. Nýverið gerði hann upp forláta skáp sem er rúmlega aldargam- all. Skápurinn kemur frá bænum Suður-Hvoli í Mýrdal og búa eig- endur hans þar. „Þegar ég fékk skápinn var hann mjög gisinn og úr sér genginn og voru á honum margar glufur. Ég þurfti að fella í hann, styrkja hann og laga skúffurnar sem höfðu gliðnað. Á skápnum voru skraut- listar sem vantaði í og smíðaði ég nýja lista og setti á hann. Skápur- inn var mun ljósari þegar ég fékk hann til meðhöndlunar og hafði einhvern tíma verið skrautmálað- ur. Til að það kæmi aðeins í gegn þá setti ég ljóst kirsuberjabæs á hann og að endingu setti ég matt vatnslakk yfir.“ Um þessar mundir er Sigurjón einnig að gera upp borð frá bænum Eystra-Skagnesi þar sem hann fæddist en borðið var keypt þang- að frá bænum Giljum og er fjör- gamalt. Auk þess hefur hann gert upp stóla frá svipuðu tímabili. „Þegar verið er að gera upp gömul húsgögn þá þarf helst að hafa í huga að tréð getur verið mjög gamalt og stökkt og þarf því að fara varlega með það. Einnig er gott að ákveða í byrjun hvort maður ætli að halda upprunalegu útliti eða breyta einhverju. Annars fer þetta eftir hverju tilviki fyrir sig.“ Sigurjón á ekki langt að sækja smíðahæfileikana þar sem faðir hans heitinn, Rútur Skæringsson, var smiður og smíðaði allt frá hús- gögnum upp í heilu húsin auk þess sem hann var mjög fær í þeirri sérstöku list að hlaða grjótveggi. Í þessu tilviki hefur eplið því fallið skammt frá eikinni. Þúsundþjalasmiður úr Vík í Mýrdal – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.