Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 52
Það hefur varla farið fram hjá neinum að atkvæðagreiðsla er fram undan um framtíð eins af stærstu fyrirtækjum lands- ins. Atkvæðagreiðsla um framtíð þess fyrirtækis er var brautryðj- andi í álframleiðslu á Íslandi og hefur átt stóran þátt í uppbygg- ingu hagsældar á Íslandi, verið í fararbroddi í umhverfismálum og sömuleiðis í réttindamálum starfsmanna. Þetta fyrirtæki, álverið í Straumsvík, er nú í þeirri stöðu að aðilar sem telja uppsprettu hagsældar felast í kaffibolla á kaffihúsi eða gjörningasýningum setja framtíð þess í óvissu. Ég verð að viðurkenna að ég hefði aldrei trúað því að mál eins og stækkun álversins í Straumsvík gæti ratað í aðra eins endaleysu og nú er orðið. Að mínu mati er það bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar að taka ákvörðun um mál sem þetta en því miður virðast þeir hafa heykst á því. Fyrir stjórnendur fyrirtækja er áhyggjuefni að mál hafi þróast með þessum hætti. Er hugsanlegt að atkvæðagreiðslan í Hafnar- firði verði fordæmisgefandi með þeim hætti að ég og aðrir stjórn- endur gætum fundið okkur í sömu stöðu og Rannveig Rist gerir nú með sitt góða fyrirtæki? Gæti ég staðið frammi fyrir atkvæða- greiðslu um framtíð Lýsis innan ekki langs tíma? Þetta er auðvit- að fráleit staða. Hafnarfjarðar- bær seldi Alcan lóð undir stækk- unina og mátti vera fullljóst hver framtíðarplönin voru hvað álver- ið í Straumsvík varðar. Álverið í Straumsvík hefur verið í farar- broddi fyrir- tækja hvað varðar meng- unarvarnir og umhverfis- mál. Upphafið að endi þessa heimsleiðtoga á ákveðnum sviðum meng- unarvarna verður sett af stað reynist Hafnfirðingar and- vígir stækkunaráformunum. Þeir Hafnfirðingar sem ætla sér að kjósa gegn stækkuninni vona ég að geri það á öðrum forsendum en á grundvelli mengunarmála. Það væri hræsni ein. Vilji þeir er berja sér á brjóst sem umhverf- isverndarsinnar færa umhverf- isvernd á heimsvísu nokkur ár aftur í tímann er þeim í lófa lagið að gera svo nú með því að vera andvígir stækkun álversins. Þensla í þjóðfélaginu hefur verið nefnd sem röksemd fyrir því að hafna stækkun. Það er ótækt að stöðva framþróun í heilli atvinnugrein, atvinnugrein sem er ein af meginútflutningsgrein- um landsins, til að ná stöðugleika í þjóðfélaginu. Það er stjórnvalda að tryggja stöðugleika; sem stjórntæki hafa stjórnvöld ríkis- fjármálin og peningamálastefn- una. Það að kippa fótunum undan einu af öflugustu fyrirtækjum landsins er ekki ásættanleg hag- stjórnaraðgerð. Byggð hefur vissulega færst nær athafnasvæði álversins á síðustu árum. Sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að skipu- leggja byggð á þessu svæði hefur væntanlega verið tekin að vel ígrunduðu máli enda engar hættur á ferðinni sem snúa að mengun á svæðinu. Ég gef mér að allir þeir er festu kaup á húsum og íbúðum í Vallahverf- inu hafi vitað af álverinu þegar kaupin áttu sér stað og því ætla ég að gefa mér að enginn íbúi á Völlunum muni kjósa gegn ál- verinu á þeim forsendum að það sé of nærri byggð. Það væri frá- leitt. Íbúar á Völlunum hljóta að hafa verið búnir að gera það upp við sig að þeir væru tilbúnir að búa í námunda við álverið, ann- ars hefðu þeir ekki fest sér eign á svæðinu. Þá að rúsínunni í pylsuendan- um. Fjárhagsleg áhrif á bæjar- félagið, fyrirtæki sem vinna fyrir Alcan og á starfsmenn og heimili þeirra, svo við gleymum ekki samfélagslegum stuðningi Alcan við hin ýmsu málefni bæði í Hafnarfirði og utan Hafnar- fjarðar. Fyrir rúmlega 800 millj- ón króna tekjur bæjar- og hafnar- sjóðs af stækkaðri verksmiðju er hægt að gera ýmislegt. Uppbygg- ingarmöguleikar bæjarins hvað innviði varðar verða mjög miklir. Uppbygging íþróttahúsa, sund- lauga, leikskóla o.s.frv. mun ekki vefjast fyrir bænum. Lækkun leikskólagjalda, að hækka laun bæjarstarfsmanna. Allt eru þetta atriði sem hægt verður að horfa til beri mönnum gæfa til að vera fylgjandi stækkun álversins. Reynist Hafnfirðingar andvígir stækkun mun setja ugg að stjórn- endum fyrirtækja í Hafnarfirði og annars staðar. Það er einu sinni þannig að atvinna þarf að vera til staðar og við getum ekki hrakið öflug fyrirtæki í burtu þó að vel ári þá stundina. Höfundur er framkvæmdastjóri Lýsis hf. Verjum álverið í Straumsvík Í svokallaðri NOSOSCO- skýrslu (2006) eru tölur fyrir Ísland og hin Norðurlöndin þar sem fram kemur hlutfall ráðstöf- unartekna eldri borgara (65/67 ára og eldri) af tekjum þeirra sem eru undir elli- lífeyrisaldri árið 2003. Þar virðast einhleypir eldri borgarar á Íslandi t.d. hafa hærri tekjur en einhleyp- ir á vinnualdri. Sú niðurstaða væri án efa einstæð í heiminum ef hún reyndist rétt, því tekjur þeirra sem eru á ellilífeyrisaldri eru alla jafna lægri en tekjur þeirra sem eru á vinnualdri. Þannig virðast eldri borgarar á Íslandi hafa það mikið betra en eldri borgarar á hinum Norðurlöndunum. Yfirleitt er ekki minnst á að yfir 90% ellilífeyrisþega á Norðurlöndum hefja töku lífeyr- is 65 ára eða yngri en á Íslandi er þetta seinna, eða um 67 til 70 ára, en fjölmargir vinna mun lengur. Þannig er verið að bera saman ellilífeyri á Norðurlöndunum við að miklu leyti lífeyri og atvinnu- tekjur á Íslandi. Þessar tölur eru því alrang- ar enda tölurnar fyrir Ísland allt öðruvísi reiknaðar en fyrir hin Norðurlöndin. Það er vitað mál að atvinnuþátttaka er mun meiri á Íslandi en í öðrum löndum þrátt fyrir miklar skerðingar og skatta. Þannig er atvinnuþátttaka 65 ára og eldri samkvæmt tölum EURO- STAT frá árinu 2002 langhæst á Íslandi. Þetta má sjá í eftirfar- andi töflu: Þarna sést að atvinnuþátttak- an þeirra eldri er um tíföld sú þátttaka sem mældist hjá þjóð- um Evrópusambandsins að með- altali árið 2002 og margföld á við það sem gerist hjá hinum Norður- löndunum. Auðvitað hefur þetta áhrif á ráðstöfunartekjurnar. Það sem er verra er að skil- greiningin á fjölskyldu hér er allt önnur en á hinum Norðurlöndun- um. Því eru þessar tölur alrang- ar sem tölur til samanburðar þar sem íslensku tölurnar hafa með til samanburðar unglinga frá 16 ára aldri sem eru í skóla og búa margir á heimilum foreldra. Þetta er ekki reiknað svona á hinum Norðurlöndunum. Slíkir einstakl- ingar hafa mjög lágar tekjur og lækka meðaltalið sem notað er til viðmiðunar á Íslandi. Í texta er þess réttilega getið að íslensku tölurnar eru ekki sambærilegar. Rangt er þó að birta þær. Svona tölum er svo flíkað fyrir kosningar til marks um hversu vel er gert við eldri borgara. Þær eru unnar í íslenskum ráðuneyt- um fyrir íslenska ráðherra. Þetta er til skammar fyrir okkar þjóð. Ólafur er formaður Landssam- bands eldri borgara og Einar hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Súlurit ráðuneyt- anna segir ekkert um staðreyndir Það mun hafa verið Al- bert heitinn Guð- mundsson, sem fyrstur hreyfði þeirri hug- mynd í borgar- stjórn Reykja- víkur að leggja ákveðinn skatt á hvern gjaldanda í landinu til þess að kosta byggingu hjúkrunarheim- ila fyrir aldraða. Við sem þá sátum með Albert í borgarstjórn urðum strax hrifnir af þessari hugmynd hans og það skapaðist þverpólitísk samstaða um hana. Hugmyndin náði fram að ganga og það var lögfest að leggja á lands- menn gjald, sem mynda skyldi framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta framkvæmdir við bygg- ingu stofnana fyrir eldri borgara. En misvitrir stjórnmálamenn hafa eyðilagt framkvæmdasjóðinn. Það var opnuð heimild til þess að sjóður- inn kostaði einnig í vissum tilvikum rekstur hjúkrunarheimila og stofn- ana og eins og ég hefi bent á áður í greinum mínum hafa margir millj- arðar verið teknir úr sjóðnum til reksturs. Það var aldrei meiningin, þegar sjóðurinn var stofnaður, að láta neitt renna úr honum til rekst- urs. Alls munu hafa verið teknir 3- 4 milljarðar úr framkvæmdasjóðn- um til eyðslu, til reksturs á undan- förnum árum. Það er forkastanlegt, þar eð þetta hefur gerst á sama tíma og mikil vöntun hefur verið á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og biðlistar hafa verið mjög langir. Það eru ráðherrar heilbrigðis- og tryggingamála,sem bera ábyrgð á þessu ráðslagi. En ráðherrar hafa ekki látið við það sitja að taka fjármagn úr fram- kvæmdasjóði til reksturs. Nei, þeir hafa einnig látið sjóðinn styrkja ýmis gæluverkefni á sviði menn- ingar- og listastarfsemi og meira að segja hefur núverandi heilbrigðis- ráðherra látið sjóðinn kosta útgáfu áróðursbæklings, sem augljóslega er gefinn út vegna væntanlegra þingkosninga. Mig rak í rogastans þegar ég heyrði Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur alþingismann segja frá því á Útvarpi Sögu að fram- kvæmdasjóður aldraðra hefði styrkt ýmis verkefni á sviði söng- og listastarfsemi. Þessar styrkveit- ingar eru að mínu mati ólöglegar. Sjóðurinn er kominn langt út fyrir sitt markmið með því að veita pen- ingum í slík verkefni. Í rauninni er hér um misnotkun á sjóðnum að ræða. Eldri borgarar krefjast þess, að ríkið skili aftur þeim milljörðum, sem teknir hafa verið úr fram- kvæmdasjóði til eyðslu. Aldraðir vilja fá þessa peninga til bygging- ar hjúkrunarheimila. Eldri borgar- ar vilja einnig fá til baka þá fjár- muni, sem stjórnarflokkarnir hafa haft af öldruðum í skertum lífeyri síðustu 12 árin. Þar er um 40 millj- arða að ræða. Stjórnvöld lofuðu því 1995, að aldraðir mundu fá sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og lág- launafólk fengi á laun sín. Þetta fyrirheit var svikið. Þau svik hafa kostað aldraða 40 milljarða. Ríkið verður að leiðrétta kjör aldraðra með því að greiða þeim þessa fjár- hæð til baka strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Framkvæmdasjóður misnotaður „Stjórnmálaviðhorfið” “Forsendur nýsköpunar á Íslandi” „Kapítalismi og jafnaðarstefna” „Framkoma og ræðumennska í stjórnmálum”

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.