Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 53
Það líður að kosningadegi hjá Hafnfirðingum. Í Blaðinu þann
3. mars sl. er vitnað í Guðna Ág-
ústsson landbúnaðarráðherra þar
sem hann telur að framtíð áliðn-
aðar á Íslandi velti mikið á því
hvernig kosningarnar um stækk-
un álversins í Hafnarfirði fara.
Hann tekur fram að nú liggi „nán-
ast ekkert stórt fyrir í stóriðju-
framkvæmdum nema stækkun ál-
versins í Straumsvík“.
Ábyrgð Hafnfirðinga er mikil.
Kosningarnar 31. mars snúast um
hvernig land við viljum byggja
í framtíðinni.
Viljum við búa
í hreinu og sem
minnst meng-
uðu landi? Vilj-
um við geta um
frjálst höfuð
strokið og lifað
í þeirri vissu að
það séu ekki er-
lend stórfyrir-
tæki sem hafi
hér tögl og hagldir í atvinnumál-
um? Sú staða gæti komið upp í
framtíðinni að sömu aðilar ættu
öll álver á Íslandi, sem gætu verið
orðin þó nokkur. Þeir aðilar hefðu
þá meiri völd en við sjálfsagt
kærum okkur að hugsa til. Vísir
að slíku er einmitt sú valdbeit-
ing sem forsvarsmenn álversins í
Straumsvík eru nú að beita Hafn-
firðinga, þ.e. að hóta lokun ef þeir
fá ekki sitt fram.Viljum við lifa í
ótta um að lífsafkoman verði tekin
af okkur vegna þess að öll eggin
okkar voru sett í sömu körfuna í
stað þess að stuðla að fjölbreyttu
atvinnulífi?
Árum saman var þjóðinni
talin trú um að líf án varnarliðs-
ins á Suðurnesjum væri óhugs-
andi. Sá dagur rann þó upp að her-
inn fór og hvað gerðist? Íbúum á
Suðurnesjum fer fjölgandi en ekki
fækkandi og fasteignaverð hefur
sjaldan verið eins hátt. Spenn-
andi hugmyndir eru uppi um nýt-
ingu svæðisins fyrir alþjóðlegan
háskólabæ. Margir draga andann
léttar og eru lausir við ýmis óþæg-
indi sem fylgdu veru hersins s.s.
hávaðamengun frá æfingaflugi.
Hafnfirðingar, rétt eins og það
reyndist líf eftir varnarlið þá er
einnig líf eftir álver. Kjósið sam-
kvæmt ykkar eigin samvisku
og hafið hag komandi kynslóða
í landinu í huga. Ekki láta börn-
in ykkar vaxa upp í nágrenni við
stærsta álver í Evrópu og þótt
víðar væri leitað. Ekki láta kom-
andi kynslóðir búa við ofurvald
erlendra stórfyrirtækja sem hafa
heljartak á atvinnulífinu. Íslend-
ingar þurfa ekki misskilda „hjálp“
erlendra aðila til að hafa í sig og
á. Þjóðin hafði dug og þor til að
standa ein þegar hún barðist fyrir
frelsi frá Danmörku á sínum tíma,
þrátt fyrir að hún væri í raun háð
Dönum að flestu leyti. Gerum
ekki forfeðrum okkar þá skömm
að selja sál okkar fyrir peninga,
sérstaklega ekki þegar hægt er að
afla þeirra á annan hátt.
Kæru Hafnfirðingar, ábyrgð
ykkar er mikil. Látum ekki slag-
orð ferðabæklinga framtíðarinnar
vera: „heimsækið landið þar sem
flest og stærst álver eru miðað við
höfðatölu í heiminum“ eða „heim-
sækið landið sem fórnaði flest-
um náttúruauðæfum til að skaffa
orku fyrir álver“.
Höfundur er sjúkraþjálfari.
Kæru Hafnfirðingar – ábyrgð ykkar er mikil
Hjörleif-ur Gutt-
ormsson setur
með hrokafull-
um hætti ofan
í við mig og fé-
laga mína í
Samfylking-
unni í Hafnarfirði í Fréttablaðinu
á föstudag vegna íbúakosningar-
innar í Hafnarfirði sem fram fer
um næstu helgi. Þar er komið enn
eitt dæmið um það að liðsmaður
VG gagnrýni af hörku aðra stjórn-
málaflokka fyrir tvíátta afstöðu.
Á sama tíma virðist VG sem
stjórnmálaafl ófært að gæta lág-
marks samkvæmni í sínum eigin
málflutningi í þessu máli. Full-
trúi flokksins í bæjarstjórn stóð
að ákvörðun um íbúakosningu -
Hjörleifur gagnrýnir hana nú. VG
í Hafnarfirði er á móti stækkun en
ýmsir lykilfulltrúar VG í verka-
lýðshreyfingunni í Hafnarfirði
styðja stækkun. VG talar gegn
stækkun á landsvísu en fulltrúi
VG í stjórn Orkuveitunnar studdi
orkusölu til stækkunar heilshugar
með ítarlegri bókun.
Stjórnmál taka breytingum.
Deilumál á borð við stækkun í
Straumsvík eiga sér fylgjendur og
andmælendur í öllum flokkum. Al-
menningur vill fá að taka ákvarð-
anir um slík mál og hefur til þess
allar forsendur. Blessunarlega
fækkar þeim stjórnmálamönnum
sem aðhyllast stjórnlyndi, valds-
ins vegna. Það vekur furðu að
Hjörleifur skuli vilja skipa sér
í þann hóp, með því að tala gegn
beinu lýðræði af slíku þjósti.
Hjörleifi þótti tilhlýðilegt að
vitna í Landsýn Steins Steinars, en
ég vil svara honum með ljóðlínum
lýðskáldsins Friðriks Sturlusonar
Sálarmanns, „Hver er orginal?“.
Ég er stoltur af því að vera öðru-
vísi stjórnmálamaður en þeir sem
aðhyllast ráðstjórn og stjórnlyndi.
Þess má jafnframt geta, að í um-
ræddu ljóði Steins Steinars fangar
skáldið einmitt ágætlega þá hug-
sjón okkar Samfylkingarfólks, að
vilja setja stór mál í kosningu á
meðal íbúa: „Sjá hér er mitt land,
mitt líf og mitt lán, ég lýt þér mín
ætt og mín þjóð“. Ég er stoltur
af að lúta minni þjóð. Það væri
óskandi að Hjörleifur treysti sér
til þess líka.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
í Hafnarfirði.
Ég lýt þér
mín þjóð