Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 54
Það líður að páskum,
yndislegur tími
sem einkennist
af vori í lofti,
skólafríi, sam-
veru með fjöl-
skyldu og ekki
má gleyma
páskaeggjunum.
Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
leiðum við um þessa páska hug-
ann að börnum á Indlandi sem
eru í endalausu skólafríi. Þessi
börn eru dalítar sem tilheyra
hinum stéttlausu, þeim lægst
settu í indversku samfélagi.
Það búa um 300 milljónir dal-
íta á Indlandi og einungis 37
prósent þeirra eru læs, í sumum
samfélögum þeirra er læsi ekki
meira en 10 prósent. Á hverri
klukkustund er reiknað að ráðist
sé á tvo dalíta, þremur konum
nauðgað, tveir dalítar drepn-
ir og tvö dalíta-hús brennd til
ösku. Einungis 1 prósent af þeim
glæpum sem framdir eru gegn
dalítum rata inn í réttarkerfið.
Þau dalíta-börn sem nú fá ekki
að ganga í skóla eiga eftir að
vaxa upp og verða hluti af þess-
um tölum ef þau ekki fá aðstoð.
Það er staðreynd að sterkasta
vörn gegn misrétti er menntun
og að skólaganga er besta trygg-
ingin gegn því að börn lendi í
þrælavinnu og þeirri misnotkun
sem henni fylgir.
Fátækt er ein helsta ástæð-
an fyrir því að börn ganga ekki
í skóla og fátækt foreldra er
ástæðan fyrir þrældómi barna.
Fátækt er sorglegur vítahring-
ur. Eitthvað kemur upp og fjöl-
skylda þarf að taka lán, lán á
jafnvel 100 prósenta vöxtum
sem erfitt, ef ekki ómögulegt er
að greiða upp. Ósvífnir lánveit-
endur taka þá börnin og láta þau
vinna sem tryggingu fyrir end-
urgreiðslu lánsins. Lánveitanda
er í sjálfsvald sett hvað hann
greiðir í laun. Hann gætir þess
vanalega að hafa launin nógu
lág til þess að aldrei verði hægt
að borga upp skuldina. Það er
sorglegt en satt að meðalskuld-
in er oftast ekki hærri en 5.000
krónur.
Á árunum 1996-2005 leystu
samstarfsaðilar Hjálparstarfs-
ins, Social Action Movement-
mannréttindasamtökin, 1.332
börn úr skuldaánauð og kom
þeim í skóla. Öll vinna við að hafa
upp á þrælabörnum og foreldr-
um þeirra, upplýsa þá og börnin
um réttindi þeirra og hvetja þau
til baráttu, fá foreldra í sjálfs-
hjálparhópa, fá börnin í kvöld-
skólana sem samtökin reka og
kennslan þar, er hluti af verk-
efninu. Og þetta er eina leiðin
sem skilar varanlegum árangri.
Menntun opnar börnunum
leið út úr örbirgð, gefur þeim
tækifæri til þess að fá vinnu við
annað en það sem tilheyrt hefur
stöðu þeirra í samfélaginu um
aldir og telst annaðhvort hættu-
legt, sóðalegt eða erfitt og eng-
inn annar vill vinna. Skólaganga
forðar börnum frá því að vinna
myrkranna á milli sem veldur
fötlun, rænir þau æsku sinni og
viðheldur örbirgð.
Á undanförnum dögum hafa
gíróseðlar verið að berast inn á
öll heimili í landinu. Upphæð-
in á gíróseðlinum dugar til þess
að halda barni á Indlandi í skóla
og heimavist í einn mánuð. Þú
getur líka stutt starfið með að
gefa gjöf sem gefur. Gjafabréf
Hjálparstarfsins er með bestu
gjöfum sem hægt er að gefa. Að
fá í gjöf að frelsa barn úr ánauð
er til dæmis upplögð gjöf fyrir
fermingarbarnið. Þú greiðir hjá
okkur og færð fallegt kort til að
gefa sem útskýrir hvað felst í
gjöfinni. Við biðjum þig um þinn
stuðning við að efla lærdóm
frekar en þrældóm.
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar.
Endalaust skólafrí
Það eru um sjö ár síðan ég byrj-aði að vinna hjá Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra í Reykja-
vík (SSR). Ég fór í þetta staf fyrir
hreina tilviljun, vantaði vinnu með
framhaldsskóla og vissi raunveru-
lega ekkert hvað ég var að fara
út í. Ég þekkti ekkert til fatlaðra
og hafði nánast aldrei séð fatlað-
an einstakling. En það leið ekki
langur tími þangað til ég féll alveg
kylliflöt og hef ekki yfirgefið SSR
síðan. Að vinna með fötluðum átti
einstaklega vel við mig og átti þetta
eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt
og framtíð.
Ég vann hlutavinnu hjá SSR
með framhaldsskóla og það hjálp-
aði mér svo að velja framhalds-
nám. Eftir stúdentinn lá leið mín
strax í Kennaraháskóla Íslands
þar sem ég lærði þroskaþjálfun.
Starfssvið þroskaþjálfans er vítt
og breitt, hægt að vinna á ólíkum
stöðum, með ólíkar fatlanir og alla
aldurshópa. Áhugasvið mitt breytt-
ist innan skólans og breytti ég því
um starfsstöð innan SSR, sem var
lítið mál því þar er úr nógu að velja.
Ég fór frá skammtímavistun fyrir
börn og unglinga inn á sambýli
fyrir fullorðið fólk.
Að vinna á heimilum annarra er
mjög skemmtileg og um leið krefj-
andi vinna. Enginn dagur er eins og
á hverjum degi lærir maður eitt-
hvað nýtt. Það má kalla þetta hálf-
gerðan línu-
dans því þú ert
að aðstoða en
þarft samt að
passa þig að að-
stoða ekki of
mikið. Mark-
miðið er alltaf
að einstakling-
arnir séu sem
sjálfstæðastir
og að þeir lifi
sem eðlileg-
ustu lífi og taki virkan þátt í sam-
félaginu. Mér finnst yndislegt að
taka þátt í þessu og lít á það sem
viss forréttindi. Ástríða mín í starfi
nær svo langt að oft dugar ekki að
skilja vinnuna eftir í vinnunni held-
ur nýt ég þess að ræða um mál-
efni fatlaðra í mínu daglega lífi.
Með því vonast ég auðvitað eftir
að ná að fræða þá sem lítið vita um
þennan málaflokk og jafnframt að
fræða almenning um hóp sem var
kannski frekar falinn hér á árum
áður. Maður nær langt með því að
útskýra hlutina fyrir fólki sem ekki
þekkir til, því yfirleitt er það fá-
fræði sem leiðir til fordóma.
Þegar ég kláraði mitt þroska-
þjálfanám langaði mig að láta
draum minn rætast um að skoða
heiminn en jafnframt tengja það
mínu aðaláhugamáli, að vinna með
fötluðum. Leið mín lá til Indlands
þar sem ég starfaði með fötluðum
börnum í sex mánuði. Þetta var erf-
itt og krefjandi starf þar sem Ind-
land er svo langt á eftir hinum vest-
ræna heimi hvað varðar hugmynda-
fræði og aðstæður fatlaðra. Mér
fannst ég ná góðum árangri þar og
fann hvað vera mín og vinna þar
þroskaði mig bæði sem einstakling
og fagmanneskju. Þar gat ég notað
reynslu mína frá SSR aftur og aftur
og miðlað til indverskra kennara
og foreldra. Ég kom enn sterkari
þroskaþjálfi til baka og auðvitað
var það fyrsta sem ég gerði þegar
ég kom til Íslands að sækja um
vinnu hjá SSR.
SSR vinnur að málaflokki sem oft
reynist erfiður á grundvelli þess að
hin félagslegu málefni fá oft minni
peninga, og þar af leiðir að ekki er
hægt að gera allt það sem virkilega
væri hægt að gera með endalaus-
um peningum. SSR hefur að mínu
mati tekist að vinna vel úr því sem
stofnunin hefur til umráða og er
ég stolt af því að vinna fyrir SSR.
Möguleikar til frekari fræðslu eru
til fyrirmyndar og tel ég það hafa
þroskað mig að fara á þau námskeið
og ráðstefnur sem mér hafa boð-
ist. Ég hvet alla til að sækja öll þau
námskeið sem bæði vekja áhuga og
koma til með að bæta starf okkar
innan eininga SSR.
Dagana 29. og 30. mars næstkom-
andi er ráðstefna á vegum félags-
málaráðuneytisins, Mótum framtíð,
stefnur og straumar í félagslegri
þjónustu. Þetta verður spennandi
og fróðleg ráðstefna sem ég hlakka
til að mæta á, enda vil ég hafa góða
yfirsýn yfir þennan málaflokk sem
þroskaþjálfi hjá SSR.
Höfundur er þroskaþjálfi.
Alltaf eitthvað nýtt
Skólaganga forðar börnum
frá því að vinna myrkranna á
milli sem veldur fötlun, rænir
þau æsku sinni og viðheldur
örbirgð.
Undanfarið hefur mikið verið ritað og rætt um fjárhags-
legan ábata Hafnarfjarðarbæj-
ar og Hafnfirðinga af stækkun ál-
versins í Straumsvík Mín skoðun
er sú að það þurfi að skoða þetta
mál í miklu stærra samhengi, því
það er nú einu sinni þannig að við
Hafnfirðingar erum líka Íslend-
ingar. Áframhaldandi álversvæð-
ing og meðfylgjandi virkjunar-
framkvæmdir munu hafa áhrif á
íslenskt efnahagslíf sem og fram-
tíðar ásýnd íslensks atvinnulífs.
Hafnfirðingar verða því að svara
nokkrum grundvallarspurning-
um ekki bara sem Hafnfirðingar
heldur sem Íslendingar.
Er skynsamlegt að ríkið (íslenskir
skattgreiðendur) niðurgreiði raf-
orku til erlendra álvera?
Það er alveg ljóst að Landsvirkj-
un er rekin með óviðunandi arð-
semi og einnig að raforkuverð til
álfyrirtækja á Íslandi er lágt sam-
anborið við það raforkuverð sem
er í boði annars staðar.
Hvernig má það annars vera að
það borgi sig fyrir fyrirtæki eins
Alcan að vinna ál á Íslandi frek-
ar en í öðrum löndum sem bjóða
líka vatnsorku, en bjóða margfalt
lægri launakostnað og eru mun
nær uppruna hráefnisins (súráls-
ins). Varla getur það verið vegna
þess að það sé ódýrara að byggja
vatnsvirkjanir hér en í t.d. Suður-
Ameríku. Þannig hlýtur það að
vera að afslátturinn af raforku-
verði sem fæst á Íslandi dekkar
meira en sem nemur margföldum
launamun og flutningskostnaði.
Ég tel það afar óskynsam-
legt að fórna náttúru Íslands til
þess að afhenda erlendum álver-
um rentuna af fallvötnum okkar
undir kostnaðarverði.
Er skynsamlegt að sætta sig við
ruðningsáhrif af óarðbærum
virkjanafram-
kvæmdum og
uppbyggingu
álvera?
Það er ekki nóg
með að álver
á Íslandi njóti
niðurgreiðslu
frá íslensk-
um skattgreið-
endum heldur
valda virkjana-
framkvæmdir
og uppbygging álvera einnig
ómældu tjóni hjá öllum öðrum
íslenskum útflutnings- og sam-
keppnisgreinum í formi ruðnings-
áhrifa.
Þær risaframkvæmdir sem
hafa verið í gangi hér undanfarin
ár og stefnt er að að haldi áfram,
hafa skapað efnahagsumhverfi
sem gerir útflutnings- og sam-
keppnisgreinum afar erfitt fyrir.
Ég er hér að tala um verðbólgu
sem hefur mælst nálægt 10 pró-
sentum, gríðarhátt vaxtastig, og
ofursterka krónu. Þetta er um-
hverfi sem útflutningsfyrirtæki
geta ekki unað við til lengdar
og því er mikil hætta á að okkar
helstu þekkingar- og vaxtafyrir-
tæki eins og Marel, Össur, CCP,
Actavis flýi land, en þetta eru fyr-
irtæki sem öll geta auðveldlega
flutt starfsemi sína til annarra
landa. Og ég spyr nú bara, hvað
sitjum við uppi með þá? Jú, við
verðum líklega stærsta álbræðslu-
land í heimi, með atvinnulaust há-
menntað fólk. Hvers konar fram-
tíðarsýn er það? Ég tel það afar
óskynsamlegt að hætta á að missa
okkar helstu vaxtarfyrirtæki úr
landi, sem gæti hæglega orðið
raunin ef við ákveðum að halda
áfram að fjárfesta hundruð millj-
arða króna í óarðbærar virkjan-
ir og selja raforku á útsölu til er-
lendra álrisa.
Er skynsamlegt fyrir heimilin í
landinu að borga hærri vexti og
verðbætur fyrir stærri og fleiri
álver?
Það eru ekki bara fyrirtækin í
landinu sem blæða þegar þenslan
fer úr böndunum, heldur heimil-
in líka. Háir vextir og mikil verð-
bólga er mjög dýr íslenskum heim-
ilum. Tökum dæmi um fjölskyldu
með íbúðalán upp á 15 milljónir.
Ef þenslan heldur áfram og verð-
bólga verður áfram 8 prósent mun
þetta sama lán standa í 19,6 millj-
ónum eftir fimm ár og greiðslu-
byrðin mun einnig hækka veru-
lega. Deilt hefur verið um hversu
miklar tekjurnar af stækkun ál-
vers verða fyrir hvern og einn
Hafnfirðing, en það er sama á
hvaða tölu er litið í því samhengi,
þá eru þær lágar samanborið við
þessar tölur.
Er skynsamlegt að byggja fram-
tíðaratvinnustefnu Íslands á sömu
lausnum í atvinnumálum og fyrir
40 árum?
Koma Ísal til Hafnarfjarðar fyrir
40 árum var mikill hvalreki bæði
fyrir Hafnfirðinga sem og ís-
lenskt efnahagslíf. Á þeim tíma
var atvinnuleysi mikið og ís-
lenskt atvinnulíf mjög einhæft.
Ísal (Alcan) hefur reynst mörgum
Hafnfirðingunum góður vinnu-
veitandi í gegnum í tíðina og verð-
ur vonandi svo áfram. Málið er
hins vegar að íslenskt efnahagslíf
hefur gjörbreyst á undanförnum
áratug, meðulin sem dugðu vel
fyrir fjörtíu árum, geta beinlínis
verið hættuleg íslensku atvinnu-
lífi í dag.
Ég ætla að leyfa mér að vísa í
orð Ágústs Guðmundssonar, for-
stjóra Bakkavarar, þegar hann
sagði á viðskiptaþingi í fyrra „að
það væri mýta að íslenskt hag-
kerfi þurfi á álverum að halda til
þess að vaxa. Þeir sem trúa því
eru í raun að lýsa yfir vantrausti á
íslenskt atvinnulíf og getu þess til
að skapa þjóðinni ný verðmæti“.
Ég trúi á hugvit og framsækni
íslenskt atvinnulífs og segi NEI
við stækkun álvers
Höfundur er hagfræðingur.
Hafnfirðingar eru líka Íslendingar
Gallabuxur fyrir allar,
str 34-56, háar og lágar,
síðar og stuttar, hvítar og bláar
Gallabuxnadagar
20% afsláttur af
öllum gallabuxum frá
fi mmtudegi til sunnudags