Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 57
AME REYKJAVÍK
ATLANTIC MUSIC EVENT MARS 2007
FÆREYSK TÓNLISTARUPPLIFUN Á NASA · 31. MARS · KL. 22.00
A M E
ATLANTIC MUSIC EVENT
Forsala aðgöngumiða í verslunum
Skífunnar og á midi.is.
Miðaverð 2.200 kr.
www.eivo
r.com
Eivør Pálsd
óttir
www.teitu
r.com
Teitur
www.mys
pace.com/
gestir
Gestir
www.bran
dur.com
Brandur En
ni
Høvuðsstuðlar: Aðrir stuðlar:
Sjómannaheimilið Ørkin · RUV - Rás 2
Jákup Jakobsen
S
te
p
h
a
n
sso
n
s H
ú
s
Tilboð á færeyskri tónlist
í öllum verslunum
Skífunnar
www.hogn
i.com
Høgni Lisbe
rg
Það er trukk í óperum á Íslandi
þessar vikurnar: Óperusmiðjan
frumsýndi tvo óperuþætti eftir
Puccini á föstudag; annan í pásk-
um verður Cavalleria Rusticana
frumsýnd í Gamla bíói; í þessari
viku hefur karlakórinn Fóstbræð-
ur frumflutt nýja gamanóperu
eftir Jón Ásgeirsson. La Traviata
verður sett upp á sæluviku Skag-
firðinga 29. apríl.
Íslenska óperan hefur verið
gagnrýnd fyrir að koma ekki ís-
lenskum verkum á svið. „Það er
mikilvægt að Óperan rækti og
sinni nýsmíð á óperuverkum, hún
komi íslenskum óperum á svið
eins og efni leyfa og tækifæri eru
til,“ segir Stefán.
Stefán var í þriggja manna mats-
nefnd sem kom að lokavinnslu á
tillögum að tónlistarhúsinu nýja:
„Þetta var ferli sem stóð í nær ár
og reyndist mjög spennandi þró-
unarverkefni. Verkinu var skilað
í áföngum og jafnan leitað álits
hjá fagaðilum við hvern áfanga
og því breyttist ýmislegt á þessu
skeiði. Tónlistarhúsið er heimili
sinfóníunnar en hún mun aðeins
leika þar 50 til 60 kvöld á ári. Þar
verður margs konar önnur tónlist
flutt. Það hefur því verið talað um
að þar komi upp í aðalsalnum óp-
erur og söngleikir meðal annars.
Það er ekki hannað sem leikhús,
hefur ekki turn fyrir flugkerfi, en
þar verður hljómsveitargryfja og
má koma hringsviði, auk þess sem
ljósabúnaður verður fullkominn
og mjög hefur verið rýmkað um
aðkomuleiðir á sviðið.“
Er nema von að Stefán svari
að bragði þegar hann er spurður
hvað sé títt: „Allt gott.“
Styrktartónleikar fyrir munaðar-
laus börn í Rúmeníu verða haldn-
ir í Aðventkirkjunni í Reykjavík í
kvöld. Flytjendur verða Davíð Ól-
afsson, Hlín Pétursdóttir, Kristina
og Sonja Guðnadætur. Allur ágóði
rennur til heimilis fyrir munað-
arlaus og yfirgefin börn í barna-
þorpi Alþjóðlegu barnahjálparinn-
ar í Odobest í Rúmeníu.
„Það hefur verið draumur lengi
að vera með styrktartónleika til að
kynna betur starfsemina heima og
úti, þannig að fyrir þessa tónleika
fengum við þetta frábæra fólk til
liðs við okkur,“ segir Þóra Lilja
Sigurðardóttir.
Rúmenía glímir við afar hátt
hlutfall yfirgefinna barna. Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar
að tíu þúsund börn séu skilin eftir
ár hvert á spítölum í Rúmeníu í að
minnsta kosti sjö daga. Opinberar
tölur herma að nú séu 32.000 börn
í umsjón ríkisins og götubörn séu
fimm þúsund. Götubörnin eru allt
niður í þriggja ára gömul. Mann-
réttindasamtök telja að tölur yfir
munaðarlaus og yfirgefin börn séu
enn hærri og sífellt berast fréttir af
brotalömum í rúmenska kerfinu.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00 og er miðaverð 1.500 krónur.
Tónleikar fyrir munaðarlaus börn
AFMÆLI