Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 66

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 66
Brátt ganga páskarnir, og með- fylgjandi súkkulaðiæði, í garð. Þeir sem vilja prófa eitthvað annað en gömlu, góðu páskaeggin, ættu að leggja leið sína í Vínberið við Laugaveg. „Ég er til dæmis með handgerð páskaegg frá Belgíu. Eggin frá Bruyerre eru handmáluð, og svo er ég með páskaegg frá Gudrun sem eru konfektfyllt,“ útskýrði Bryndís Gísladóttir hjá Vínber- inu. Fólk getur jafnframt feng- ið sér persónulegt páskaegg. „Við erum með páskaeggjaskelj- ar frá Neuhaus. Það eru sem sagt tómar skeljar í dökku, ljósu og hvítu súkkulaði. Fólk getur valið úr konfektborðinu eða hvað það vill í búðinni til þess að setja inn í eggin. Við setjum þau svo saman fyrir fólk,“ sagði Bryndís. Þó að súkkulaðið sé belgískt er íslenska hefðin enn í hávegum höfð, því Bryndís stingur málshætti inn í eggin. „Sumir hafa meira að segja keypt þetta til að pakka ferming- argjöfum inn í,“ benti hún á. Þar fyrir utan býður Vínberið upp á konfektfyllt egg frá Hafliða Ragnarssyni, fagurlega skreytt súkkulaðiegg, og ýmiss konar páskafígúrur úr súkkulaði. „Fólk sækir í þetta. Þetta er náttúrulega hágæða súkkulaði,“ sagði Bryndís. Páskaegg fyrir sælkerana Þemadögum vínbúðanna tileinkuðum Bandaríkjunum og Argent- ínu lýkur á morgun. Minna hefur farið fyrir þessum dögum en stund- um áður og er það skaði því úrvalið er alveg prýðilegt og sérstaklega er gott úrval dýrari vína. Hvort um er að kenna skorti á framsetn- ingu og kynningu eða sinnuleysi vínáhugamanna veit ég ei. En hvet þá sem vilja gera góð kaup í frábærum vínum að tosa upp sokkana. Hafliði Loftsson víninnflytjandi á mörg frábær vín sem eru á sérlista á þemadögunum. Hann segir þó dagana einhverra hluta vegna ekki hafa tekist sem skyldi. „Framleiðendur sem við sóttumst eftir sérstaklega vegna þemadag- anna eru annars vegar Truchard Vineyards í Carneros, sem er mjög góður og Pinot Noir-inn þeirra talinn einn sá besti í Ameríku. Hinn er Stag’s Leap sem er heimsfrægur einkum fyrir sigur í Parísarsmökk- un 1976 og endurtekningu núna, annað sæti upphaflegu vínanna og fyrsta sæti Lundúnamegin í þeim ungu,“ segir Hafliði og bætir við að því miður hafi þessi vín ekki selst mikið né heldur Finca Altam- ira sem hann segir hugsanlega magnaðasta vín Suður-Ameríku. Það er frá vínhúsinu Achaval Ferrer sem vínspekingurinn Hugh Johnson telur til bestu víngerðarhúsa Argentínu. Tvö vín hússins eru í boði, annað á innan við 3.000 kr. sem er einstakt verð fyrir svo gott vín. Einhver besti framleiðandi Argentínu í góðum borðvínum er Triv- ento. Fá má hvorki fleiri né færri en tíu vín frá þessu prýðilega vín- húsi á kynningarverði á þemadögunum. Þau kosta frá 790 og upp í 1.090 kr. í flöskum en einnig má fá kassavín. Trivento þýðir „þrír vindar“ og er kennt við þá vinda sem hafa gert vínrækt mögulega: Polar-vindinn, sem eins og nafnið bendir til, blæs kaldur um vínekr- urnar á veturna, Zonda sem kemur að vestan frá Andes-fjöllunum með hlýjuna á vorinu og Sudestada að austan kælir svæðið í sumar- hitanum og ber raka með sér. Þessir vindar gera vínrækt eins arð- bæra og raun ber vitni, og Triv-ento þykir hafa komið með ferska vinda í vínheiminn. Vínekrurnar eru orðnar 565 hektarar og þrúgurnar eru þær sem hafa reynst best í Argentínu, fyrir utan alþjóð- legu þrúgurnar (cabernet sauvignon, merlot, shiraz, chard- onnay) sem þrífast mjög vel á Mendoza-svæðinu. Þar eru í sviðsljósinu malbec, bonarda, torrontes, chenin, viognier, sangiovese og fleiri. Vindasamir þemadagar Besta máltíðin hlaðborð á Balí Athugaðu … … að enn eru þrjár vikur í sum- ardaginn fyrsta. Skelltu lit- ríkum blómum í eldhúsglugg- ann til að brúa bilið þangað til lóan lendir í þínum garði. Börkur Hrafn Birgisson er liðtækur í fleiru en tónlist. Hann heldur heiðri móður sinnar á lofti í eldhúsinu, og fæðir fjöldann með fiski- súpu og fönki. „Uppskriftin er einn af heilögum kaleikum móður minnar. Mömm- umaturinn er bestur, það er nú bara þannig,“ sagði Börkur léttur í skapi. „Við erum þrír bræðurn- ir, og mér sýnist að ég sé sá eini sem mun halda merkjum hennar á lofti,“ bætti hann við. Klausturbleikja er aðalatriðið í uppskriftinni, enda ber hún nafn- ið Klausturbleikjusúpan hennar mömmu. „Þetta verður að vera Klausturbleikja, annars er þetta bara plat. Það má nota þorsk eða ýsu, en þá er þetta bara þorsks- úpan hans Dúdda frænda,“ segir Börkur grafalvarlegur. Börkur er flestum hnútum kunnugur í eldhúsinu, enda var hann kokkanemi á árum áður. „Ég var að vinna sem kokkanemi í Perlunni í eitt ár, á lúsarlaunum og með kvíðahnút í maga,“ segir hann og hlær við. „Mér leist ekki á að leggja þetta fyrir mig, og ákvað einn góðan veðurdag að ég vildi verða tónlistarmaður. Það var mjög lærdómsríkt ár samt. Maður fékk að gera ansi mikið,“ sagði Börkur. Umrædda súpu matreiddi hann eitt sinn á menningarnótt og fæddi um fjörutíu manns með henni. „Þetta er ekta svoleiðis matur, maður getur verið með standandi partí. Ég var bara með risapott, fullt af brauði og hvítvín og bjór. Svo var opið hús frá níu um kvöld- ið og til tvö, þrjú um nóttina. Fólk labbaði í gegn og fékk eina skál,“ útskýrði hann. „En svo er líka al- gjört möst að vera með góða tón- list. Þessi súpa kallar á fönktón- list,“ sagði Börkur, sem er því ekki heldur alveg ókunnugur, þar sem hann spilar fönk af fullum krafti á Kaffi París á föstudögum. Með súpunni mælir Börkur svo með því að bera fram ferskt brauð. „Það er alveg ómissandi. Brauð og fönk,“ sagði hann. Saxið lauk smátt og steikið í smjöri eða olíu. Bætið kryddi í og látið krauma. Bætið hvítvíni saman við og sjóðið það niður um helming. Bætið vatni, rjóma, rjómaosti, súputeningum og fisksoði (vatn og 3-4 fiskiteningar) saman við og látið suðu koma upp. Skerið bleikjuna í lítil stykki, gott er að plokka beinin úr með augnabrúnaplokkara. Setjið bleikjubitana út í rétt áður en súpan er borin fram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.