Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 74

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 74
H R EY FI N G • K R A FT U R • Á N Æ G JA PÁSKASPRENGJA Glæsileg ný heimasíða: www.alparnir.is 20%-50% afsláttur • VETRARFATNAÐUR • SKÍÐA- OG SNJÓBRETTABÚNAÐUR TAKMARKAÐ MAGN! ALPARNIR Íslensku Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is Undankeppni EM: Spánverjar unnu 1-0 sigur á Íslandi á Mallorca í gær í leik sem einkenndist af mikilli rigningu og óþrjótandi sóknar- þunga heimamanna. Árni Gautur Arason átti stórleik en kom ekki í veg fyrir sigurmark heimamanna, því miður. Það var hellidemba þegar leik- ur Spánar og Íslands hófst á ONE Estadi-leikvanginum á Mallorca í gær. Það hafði reyndar rignt mikið í dágóða stund og völlurinn því vel blautur. Íslenska landsliðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undan- förnu. Því voru fáir sem bjuggust við því að það myndi reynast spænska liðinu erfiður andstæð- ingur. Emil Hallfreðsson, sem var fremur óvænt í byrjunarliðinu á vinstri kantinum, átti hins vegar fyrsta hálffærið í leiknum er hann skaut að marki strax á 2. mínútu. Íslenska vörnin hélt vel í upp- hafi en Spánverjar þyngdu sókn- arlotur sínar eftir því sem á leið. Ekkert dró úr rigningunni og völl- urinn orðinn hálfgerður pollur. Það hafði sín áhrif á bæði lið og dró heldur úr sóknarmætti heima- manna. Ólafur var ótrúlega heppinn að skora ekki í eigið mark rúmum tíu mínútum síðar en Árni Gautur varði boltann eftir að hann skopp- aði af Ólafi af mjög stuttu færi. Árni Gautur sýndi aðra glæsitakta þegar Villa skaut bolt- anum að marki en hafði breytt um stefnu af Grétari Rafni. Árni varði hins vegar glæsilega. Staðan var því markalaus í hálfleik. Gunnar Þór Gunnarsson var heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu eftir einungis 20 sek- úndur þegar hann virtist brjóta á Torres. Franski dómari leiksins dæmdi hins vegar ekkert. Fyrstu tíu mínúturnar voru afar lengi að líða og greip Eyjólf- ur þjálfari til þess ráðs að styrkja miðjuna á kostnað Veigars Páls. Stefán Gíslason kom inn á í hans stað. Enn sóttu Spánverjar og enn sýndi Árni Gautur heimsklassa- markvörslu. Klafs var í teignum eftir að Árni Gautur reyndi að halda boltanum en dómari dæmdi David Villa brotlegan er hann hirti boltann af Árna og kom honum í netið. Spánverjar mótmæltu þess- um dómi stíft. Svo fór þó að stíflan brast loks- ins og þá án nokkurs vafa um mark- ið hefði verið löglegt. Iniesta var ómannaður vinstra megin í teign- um, fékk boltann frá David Villa og afgreiddi boltann í nærhornið. Óverjandi fyrir Árna Gaut. Íslenska vörnin og ekki síst markvörðurinn höfðu unnið þrek- virki en hafi markið einhvern tím- ann legið í loftinu eins og sagt er var það þá. Spánverjar hreinlega lágu í sókn allan síðari hálfleikinn og svo virtist sem íslensku leik- mennirnir reyndu ekki einu sinni að skapa sér sóknarfæri. Það er erfitt að halda úti slíkri taktík í 90 mínútur. Íslendingar mega vera sáttir við að hafa aðeins fengið á sig eitt mark gegn Spánverjum á Mallorca í gær. Margir bjuggust við spænskri markasúpu en svo fór að Andrés Iniesta skoraði eina mark leiksins í lokin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.