Fréttablaðið - 11.04.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 11.04.2007, Qupperneq 21
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Frönskudeild Háskóla Íslands hefur tekið leiklistina í þjónustu sína við kennslu. Ásta Ingibjartsdóttir er aðjunkt við deildina. „Eitt stærsta skref sem stigið er í tungu- málanámi er að byrja að þora að tala sjálf- ur það mál sem verið er að ná tökum á. Þess vegna ákváðum við að brydda upp á þeirri nýjung í vetur að nota leiklistina sem lið í tungumálakennslunni. Það gefst vel,“ segir Ásta spurð um tildrög þess að frönskunem- arnir hennar fetti sig alla og bretti um leið og þeir tjá sig á hinu framandi máli. Kennsl- an fer fram í íþróttahúsi Háskólans og þar bregða nemendurnir á leik, stíga fram hver af öðrum og bregða sér í hlutverk þeirra sögupersóna sem þeir hafa verið að lesa um. Allir hafa gaman af og sé framburður- inn ekki hundrað prósent réttur er auðvelt að láta sökina falla á þá persónu sem nem- andinn leikur. Ásta er menntuð í Frakklandi í frönsku- kennslu fyrir útlendinga og hefur sérhæft sig í notkun leiklistar í tungumálakennslu. Hún er ekki í vafa um gildi þeirrar aðferð- ar og segir leiklistina öflugt tæki til að yfir- vinna ótta og liðka sig í því að beita málinu á áhrifaríkan hátt. Hún segir að laugardag- inn 21. apríl verði sérstök sýning á verk- inu Krónikur dags og nætur í matsal Borg- arleikhússins. „Nemendurnir hafa verið að vinna með þann texta í sínu námi og einn þeirra tekur þátt í sýningunni,“ segir Ásta og bætir við að um þriggja kortera sýningu sé að ræða og um leið verði nám í frönsku við Háskóla Íslands kynnt með sérstakri áherslu á leiklistarþáttinn. Flétta leiklist saman við frönskukennslu Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GOLFFERÐIR FÓTBOLTAFERÐIR SÓLARFERÐIR TÓNLEIKAFERÐIR SÉRFER‹IR FORMÚLUFERÐIR EXPRESS FERÐIR www.expressferdir.is Ferðir við allra hæfi! Kynntu þér úrvalið á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.