Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Endurheimt stöðugleika | Spennufall í efnahagslífinu mun reyna á heimili og fyrirtæki sem mörg hver eru viðkvæm sökum skulda. Þetta kemur fram í um- fjöllun Seðlabankans um fjár- málastöðugleika. Undir spám | Hagnaður Straums- Burðaráss nam 69,16 milljónum evra á fyrsta fjórðungi ársins. Það jafngildir um sex milljörðum króna og er langt undir vænting- um greiningardeilda bankanna. Sló Íslandsmet | Exista sló Ís- landsmet í ársfjórðungsgróða þegar félagið hagnaðist um 57,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2007. Afkoman var umfram spár greiningardeilda. Yfir væntingum | FL Group skil- aði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Greiningar- deildir höfðu reiknað með að af- koma félagsins yrði í kringum tólf milljarða króna. Til Þýskalands | FL Group hefur eignast þriggja prósenta hlut í öðrum stærsta banka Þýskalands, Commerzbank. Hluturinn er met- inn á rúma 63 milljarða króna. Selja IGI | Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélag- inu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega trygginga- félagsins AmTrust Insurance. Útrás Landsbankans Ætlar sér góða hluti í Winnipeg 12 Brautryðjandinn Bjarni Ármannsson Hverfur á braut 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R 8-9 Greinar í viðskiptablöðum og efni greiningardeilda bankanna njóta mests trausts og trúverðugleika. Traust á aðra fjölmiðla minnkar nokkuð á milli ára. Þetta kemur fram í alþjóðlegri könnun al- mannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og trúverðugleika sem gerð var í 18 löndum. Ísland er undanskilið könnun Edelmans en Capacent hefur nú í fyrsta sinn gert sambærilega könnun hér á landi og eru niðurstöðurnar samhljóða könnun Edelmans að því leyti að viðskiptablöð og efni greiningardeilda nýtur mesta traustsins. Meira traust er borið til útvarpsfrétta hér en í öðrum lönd- um en að meðaltali hefur traust til útvarpsfrétta minnkað í öðrum löndum. Svipaða sögu er að segja af trúverðugleika sjónvarpsfrétta. Á meðal þess helsta sem fram kemur í skýrsl- unni er að trúverðugleiki á fyrirtæki hefur aukist mikið undanfarin ár og hefur aldrei verið meira. Helstu ástæðurnar fyrir því er aukið aðhald með rekstri fyrirtækja í kjölfar hneykslismála í upphafi aldarinnar, meðal annars gjaldþrots bandaríska orkurisans Enrons og WorldCom. Edelman hefur gert kannanir á trausti og trú verðugleika síðastliðin átta ár. Í könnuninni er viðhorf skilgreinds hóps, svokallaðra áhrifavald, mælt. Áhrifavaldarnir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35 til 64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mán uði. Í úrtaki Edelmans í ár voru 3.100 manns sem teljast til áhrifavalda í átján löndum. Úrtakið í könnun Capacent hér var sambærilegt. Traustið mest á viðskiptalífið Greiningardeildir og viðskiptablöð skora hátt í nýrri könnun á trausti. Fjármálaþjónustan Drífur efnahagslífið Forsvarsmenn FL Group tóku samkvæmt heimildum Markað- arins heldur fálega í þá niður- stöðu Fjármálaeftirlitsins að tak- marka atkvæðisrétt stærstu eig- enda í Glitni. Fyrir hluthafafundi í Glitni á mánudag tilkynnti FME um að sameiginlegur atkvæðisréttur FL Group, sem ræður um 32 pró- senta hlut í Glitni, og Elliðaham- Takmörkunum fálega tekið Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Eigendur tískuverslanakeðjunnar Jane Norman munu fá um níu milljarða króna í arð eftir að félag- ið hefur verið endurfjármagnað fyrir um sautján milljarða króna (132 milljónir punda). Kaupþing sölutryggir fjármögnunina en bankinn er annar stærsti hluthafinn á eftir Baugi Group. Í fyrra var Jane Norman endurfjármagnað í fyrra skipti þegar yfirtökuskuldum var skipt út fyrir ódýrara lánsfé. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem ís- lenskir fjárfestar greiða sér út arð vegna endur- fjármögnunar fyrirtækja í Bretlandi. Eigendur Iceland-verslanakeðjunnar, sem eru meðal ann- ars Baugur, Fons og Milestone, fengu ríflega 38 milljarða króna arð á dögunum, sem er hæsta arð- greiðsla Íslandssögunnar. Baugur og meðfjárfestar þeirra í Iceland og Jane Norman munu því fá 47 milljarða arðgreiðslur í vasann. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfest- inga Baugs í Bretlandi, segir að gríðarlegur vöxtur hafi einkennt Jane Norman eftir að Baugur og Kaupþing keyptu áttatíu prósenta hlutafjár í fé- laginu af Graphite Capital í júlí 2005. Stjórnend- ur eignuðust um fimmtung en heildarkaupverð- ið nam um 117 milljónum punda, um þrettán millj- örðum króna, á þeim tíma. Fjöldi verslana hefur farið úr 90 í 150 á sama tíma og innri vöxtur hefur verið yfir tíu prósent á ári. Jane Norman er leið- andi tískumerki fyrir konur á aldrinum 15-25 ára og hefur tekist að halda vel í viðskiptavini sína. Gunnar ber lof á öflugt stjórnendateymi undir forystu forstjórans Saj Shah. „Við höfum líka markað alþjóðlega stefnu. Þegar við komum að þessari fjárfestingu voru engin áform um að fara með merkið út fyrir landsteinana.“ Nú eru verslan- ir undir merkjum Jane Norman reknar í Kringlunni í Reykjavík, í Stokkhólmi og í Illum í Kaupmanna- höfn og liggja mikil tækifæri í erlendum vexti keðjunnar að sögn Gunnars. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir síð- asta rekstrarár, sem lauk í mars, var velta Jane Norman sautján milljarðar króna og jókst um 35,7 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) var um 3,8 milljarðar króna og hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2005 og um 44 prósent frá 2006. Gunnar segir að vel hafi verið tekist til í þessum tveimur verkefnum og gaman að sjá afraksturinn. „Við höldum að bæði Iceland og Jane Norman hafi mikla vaxtarmöguleika og erum spenntir fyrir því að vinna áfram með þeim og ná enn betri ár- angri.“ Eigendur Jane Norman fá níu milljarða í arð Arðgreiðslur til hluthafa Jane Norman og Iceland nema um 47 milljörðum króna eftir endurfjármögnun félaganna. Rekstrarhagnaður Jane Norman tvöfaldast frá yfirtökunni. Smáa lý Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt.„Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. www.xf.is HÆKKUM SKATTLEYSISMÖRK Í 150 ÞÚSUND HJÁ ÞEIM TEKJULÆGSTU Malbikaði garðinn þegar börnin fluttu út Djúpt snortin af lífs- gleði Indverja verk að vinnaMIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 Íslenska orkufyrirtækið Enex mun taka þátt í að breyta kolaknúinni hitaveitu frá tímum Sovétríkjanna í jarðvarmahitaveitu í Kosice, annarri stærstu borg Slóvakíu, ef samn- ingar nást um kaup Enex á ráðandi hlut í hita- veitunni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri Enex, segir fyrirtækið vera eitt eftir af nokkrum fyrirtækjum sem sóttust eftir því að kaupa ráð- andi hlut í hitaveitunni í lokuðu útboði, en nú sé eftir að semja um kaupverðið. Vonir standi til þess að það takist með sumrinu.„Ég held að menn séu að verða þokkalega dús, en það er ekk- ert í hendi fyrr en það er í hendi,“ segir Lárus. Hitaveitan nær til 170-180 þúsund íbúa í borginni Kosice, sem er um 300 þúsund manna borg í Austur-Slóvakíu. Fyrir á Enex hluta í þremur þróunarverkefnum í smærri bæjum í Slóvakíu. Lárus segir að fyrirtækið muni líta á þau verkefni og nýju hitaveituna sem eina heild, takist samningar. Umfang hitaveituverkefnisins í Kosice er um 60 milljónir evra, og Lárus segir að Enex reikni með að kaupa fyrir 11-14 milljónir evra, 960- 1.200 milljónir króna. Meðal eigenda Enex eru Geysir Green Energy, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Jarðboranir. Lárus segir að ekki sé búið að fjármagna kaupin, en mikill áhugi sé á jarð- varmaverkefnum og því engin vandamál fyrir- sjáanleg við að fjármagna þau. „Þetta er mjög stórt verkefni, og verður, að Reykjavík frátalinni, örugglega stærsta jarð- varmahitaveita Evrópu,“ segir Lárus. Hann segir að aðstæður í Slóvakíu séu að mörgu leyti ákjósanlegar. Vatnið sé 80-150 gráðu heitt, en það sem muni mestu um sé það að þar hafi lengi verið kynt með heitu vatni þótt það hafi reynd- ar verið hitað með kolum. Því séu innviðirnir til staðar til að breyta yfir í umhverfisvænni starfshætti. Kaupa hitaveitu í Slóvakíu Enex á í viðræðum um kaup á ráðandi hlut í hitaveitu frá Sovéttímanum í Slóvakíu. Önnur stærsta jarð- varmahitaveita Evrópu ef samningar takast. Jarðvarmi tekur við af vatni hituðu með kolabrennslu. Uppi varð fótur og fit í kröfugöngu verkalýðsins í Reykjavík í gær þegar hópur ungs fólks með Tópasauglýsingar á mótælaspjöldum fylgdi göngunni og hrópaði auglýsingaslagorð. Óánægja var meðal gesta með þetta uppátæki og fór svo að hópn- um var meinaður aðgangur að Ing- ólfstorgi þar sem göngunni lauk. „Mér finnst það sár móðgun við verkafólk þegar verið er að hæð- ast að kröfugöngunni og um leið gera hana að auglýsingu í þágu einhverrar vöru,“ segir Viðar Þor- steinsson, sem var í göngunni. Hann segir að ungmennin hafi verið beðin um að hætta, en þau hafi verið á öðru máli og haft uppi mikinn hávaða. „Þetta var á leið með að setja ljótan blett á göng- una þannig að við gripum til þess ráðs að meina þeim aðgang að Ingólfstorgi.“ Gunnar Sigurgeirsson, mark- aðsstjóri hjá Nóa-Síríus, segir rétt að hópurinn hafi verið á þeirra vegum. Gjörningurinn hafi verið hluti af nýrri auglýsinga- herferð Tópas sem auglýsinga- stofan Fíton sér um. Ætlunin hafi þó ekki verið að gera lítið úr kröfugöngunni. „Þetta átti að vera vörukynning og góðlátlegt grín. Við gerðum okkur grein fyrir að þetta gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum, en ég held að það hafi verið smá- vægilegt,“ segir hann. Auglýstu í miðri kröfugöngu Mun fleiri unglings- stúlkur telja að konur eigi að sjá um þvott nú heldur en árið 1992. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Andreu Hjálmsdóttur við Háskólann á Akureyri. Hún segir greinilegt bakslag hafa orðið í jafnréttisbaráttunni. „Samanburðurinn á því sem var og því sem nú gerist er sjokkerandi,“ segir hún. Andrea segir að lengi hafi verið látið sem kynjabarátta sé orðin ónauðsynleg. Niðurstöður könnunarinnar bendi þó til þess að það sé misskilningur. Eldra fólk er mun jákvæðara gagnvart jafnrétti kynjanna en það yngra. Konur eiga að þvo og þrífa Norðurskautsísinn hefur bráðnað þrisvar sinnum hraðar en vísindamenn hafa flestir gert ráð fyrir, að því er vísindamenn við loftslagsrann- sóknarmiðstöð Kaliforníuháskóla halda fram. Á tímabilinu 1953 til 2006 hefur ísinn á Norðurskautinu minnkað um 7,8 prósent á hverjum áratug að meðaltali. Á loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, sem þessa vikuna vinnur að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu sinnar í Taílandi, hefur verið gengið út frá því að Norðurskautsísinn hafi minnkað um 2,5 prósent á áratug á þessu sama tímabili. Bráðnar hraðar en flestir telja Snorraverkefnið breytti lífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.