Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 50
Lengjubikar karla Deildarbikarkeppni kvenna Meistaradeild Evrópu Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri West Ham, Paul Aldridge, er alls ekki sáttur við sektina sem félagið fékk í síð- ustu viku vegna brots á félaga- skiptareglum ensku úrvalsdeild- arinnar. West Ham var sektað um rúmar 700 milljónir, 5,5 milljón- ir punda, fyrir að standa ólög- lega að félagaskiptum Javiers Mascherano og Carlos Tevez. Aldridge og fyrrum eigandi félagsins, Terence Brown, voru ábyrgir fyrir málinu en eins og kunnugt er keyptu Íslendingar félagið nú í haust. Aldridge segir að orðspor sitt hafi beðið mikinn skaða vegna þessa. Hann sagði að hann hefði ekki verið kallaður til sem vitni þegar málið var tekið fyrir, honum hafi ekki verið boðið að gefa út yfirlýsingu eða verið lát- inn vita af þeim ásökunum sem á hann voru bornar. „Eftir tíu ára starf hjá félaginu kenni ég í brjósti um þessa mjög harkalegu refsiaðgerð,“ sagði Aldridge. „En persónulegt og faglegt orðspor mitt hefur verið skaðað. Niðurstöðurnar segja að ég hafi logið og verið óheiðarleg- ur,“ sagði Aldridge sem íhugar nú málsókn. Aldridge íhugar lögsókn Stjarnan er komið í 1- 0 í úrslitaeinvígi deildarbikars kvenna eftir 26-25 sigur í æsi- spennandi og skemmtilegum leik í Garðabæ í gær. Grótta var yfir nánast allan tímann, náði mest fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks (14-19) en varð síðan að sjá á eftir sigrinum. Anna Bryndís Blöndal var hetja Stjörn- unnar en hún skoraði öll þrjú mörkin sín á síðustu sex mínútum leiksins þegar Stjarnan breytti stöðunni úr 22-23 í 26-24. „Við eiginlega stálum sigrin- um. Við áttum hrikalegan dag, vorum kannski að spila ágætlega en vorum hins vegar að klúðra dauðafærum. Það að klára svona leik sýnir bara hvað við erum með gott lið og góða breidd,“ sagði Anna Blöndal eftir leik. Þegar lítið gekk hjá Önnu í upphafi leiks þá leysti Sólveig Lára Kjærnested hana af og átti frábæra innkomu. „Sólveig tók bara fyrri hálfleikinn fyrir mig og það var bara fínt. Ég fékk síðan að láta ljós mitt skína í lokin. Við erum búnar að vinna leikina mjög stórt og það er gaman að lenda í svona spennandi leik og vinna,“ sagði Anna. Gróttuliðið lék frábærlega í fyrri hálfleik og þær Natasa Dam- iljanovic, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir og Kristín Þórðardóttir voru allar í miklu stuði. Sóknarleikur liðsins gekk hins vegar afar illa í seinni hálfleik og liðið skoraði að- eins 2 mörk úr síðustu 10 sóknun- um sínum. „Maður á ekki skilið að vinna leik nema maður vinni hann. Við áttum að halda áfram að spila seinni hálfleikinn eins og við spil- uðum fyrri hálfleikinn,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti mjög góðan leik í gær. Við stálum sigrinum Liverpool er komið áfram í úrslit Meistaradeildar Evrópu sem fara fram í Aþenu síðar í mánuðinum. Liðið bar sig- urorð af Chelsea í æsispennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust leikmenn Liverpool vera með sterkari taugar en þeir stigu ekki feilspor og markvörð- ur liðsins, Pepe Reina, varði tvær vítaspyrnur. Reina náði annars að halda marki sínu hreinu allar þær 120 mínútur sem leikurinn fór fram og var það lykillinn að sigri Liver- pool þar sem Chelsea vann fyrri leik liðanna á sínum heimavelli, 1- 0. Ef Chelsea hefði skorað í gær hefðu leikmenn Liverpool þurft að skora alls þrívegis til að slá Englandsmeistarana úr leik. Rimma þessara ensku stórliða hefur lengi einkennst af þeim orðaskiptum sem stjórar liðanna, Mourinho og Rafa Benitez, hafa haft síðustu vikur. Benitez gat leyft sér að brosa allan hringinn í gær þar sem sitt herbragð hafði gengið eftir. Meira að segja var markið sem Liverpool skoraði á 22. mínútu svo þaulæft að það hlýtur að hafa glatt þjálfarann óendanlega mikið. Daniel Agger var þar að verki með lúmsku skoti í nærhornið eftir að Steven Gerr- ard renndi til hans boltanum úr aukaspyrnu. Leikurinn bar annars öll ein- kenni sem slíkir stórleikir vilja oft vera. Afar fá dauðafæri litu dagsins ljós og varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Helst var að Chelsea næði að jafna metin í síðari hálfleik er Jamie Carragher var nálægt því að skora sjálfsmark af stuttu færi en boltinn fór yfir markið. Dirk Kuyt skoraði svo mark er hann fylgdi eftir skoti Xabi Alonso í framlengingunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Viður- eignin var þó skemmtileg enda spennuþrungin. og tilfinningarík. Liverpool byrjaði í vítaspyrnu- keppninni og er skemmst frá því að segja að allar spyrnur liðsins skiluðu sér í marki. Pepe Reina varði hins vegar fyrstu og þriðju spyrnu Chelsea, frá Arjen Robb- en og Geremi. Það var svo Kuyt sem fékk að tryggja sínum mönn- um sigurinn og brást honum ekki bogalistin í þeim efnum. Jose Mourinho hefur nú þurft að horfa upp á tvo stóra titla renna sér úr greipunum eða svo gott sem. Í gær tapaði Chelsea fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem Pepe Reina var hetja dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.