Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 40
Kl. 20.00 Burtfararprófstónleikar frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur í Salnum í Kópa- vogi. Sólrún Gunnarsdóttir heldur burtfararprófstónleika sína á fiðlu. Meðleikari er píanóleikarinn Raul Jiménez. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á Beethoven og Brahms kokk- teil í vikunni og heldur tvenna tón- leika með píanókonsertum þess fyrrnefnda og sinfóníum þess síð- arnefnda. Fyrirkomulag þetta er hugarfóstur aðalstjórnanda sveit- arinnar, Rumons Gamba, en það gafst vel síðasta haust. Á tónleikunum á morgun leikur blóðheiti píanistinn Cristina Ortiz frá Brasilíu fjórða píanókonsert Beethovens með sveitinni sem aukinheldur dembir sér í aðra sin- fóníu Bramhs undir stjórn Rum- ons Gamba. Ortiz leikur reglulega með Fílharmoníusveitunum í Berl- ín og Vínarborg og hefur auk þess að rúlla upp evrópsku tónsnilling- unum gert mikið að því að kynna tónlist heimalands síns. Á föstudaginn er síðan komið að öðrum píanista, hinum breska John Lill, að flytja fimmta píanó- konsert Beethovens en eftir hlé hljómar fyrsta sinfónía Brahms. Mörgum eru minnisstæðir tón- leikar Lill í Ými árið 2002 en þá vakti spilamennska hans mikla hrifingu. Einungis örfá sæti eru laus á seinni tónleikana en enn þá er hægt að fá miða á þá fyrri. Beethoven/Brahms Það hefur verið frönsk slagsíða á menningarlífinu að undanförnu og hefur hún fallið vel í kramið hjá listunnendum. Næstkomandi sunnudag lýkur þremur sýningum í SAFNI, samtímalistasafninu við Laugaveg. Ein þeirra, samsýning- in „Tilfinningalandslag (rotnandi sýning)“ er liður í frönsku menn- ingarkynningunni Pourquoi Pas? og unnin af sýningarstjóranum Mathieu Copeland í samstarfi við fjölda íslenskra og franska lista- manna. Þar er lagt upp með marg- ræða sýningu, sem byggð er á leif- um eða rústum eldri sýninga. Sýn- ingin er ekki aðeins sett saman af brotum fyrri sýninga, heldur dreg- ur hún hugmyndafræði sína af sögu þess sem eftir verður þegar sýningunni lýkur; hlutum, tilfinn- ingum og minningum. Í SAFNI sýna enn fremur franski myndlistarmaðurinn Hugues Reib og Sigurður Árni Sigurðsson sem lengi hefur starfað sem myndlist- armaður í París en býr nú í Reykja- vík. Sigurður sýnir ljósmyndaser- íu, sem hverfist um tré og skugga þeirra en tré hafa löngum verið miðlæg í verkum hans. Reip sýnir verkið „Eden“ sem samanstendur af uppstækkuðum ljósmyndum af blómum, sem fest hafa verið á viðarplötu og standa þannig sjálf í rýminu, líkt og blóma-skógur. Verkin vísa óbeint til ævintýra Lísu í Undralandi, þar sem blómin draga okkur að sér og inn í hina bjöguðu veröld framand- leikans. SAFN er opið milli 14-18 frá mið- vikudögum til sunnudaga. Sýningarlokin í SAFNI Ljóðakvöld á Hressó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.