Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 21
Á ferð um landið Nú stendur fundaferð forystu Sjálfstæðisflokksins um landið sem hæst. Á fundunum kynna Geir og Þorgerður stefnu flokksins í hinum ýmsu málum og svara fyrirspurnum fundargesta. Komdu á fund í þínu héraði – tölum saman. Við erum búin að heimsækja: 21. apríl Skagafjörður 22. apríl Húnavatnssýsla og nágrenni 23. apríl Borgarnes 25 apríl Vestmannaeyjar 29. apríl Höfn í Hornafirði 27 apríl Akureyri 27. apríl Dalvík 27. apríl Eyjafjarðarsveit 27. apríl Húsavík 28. apríl Egilsstaðir 1. maí Akranes Við eigum eftir að heimsækja: 2. maí Háskólinn á Bifröst 2. maí Selfoss 3. maí Reykjanesbær 5. maí Patreksfjörður og nágrenni 6. maí Ísafjörður og nágrenni 7. maí Ólafsvík Nýir tímar - á traustum grunni Gro Harlem Brundtland, Kofi Annan og Mona Sahlin voru sérstakir heið- ursgestir á landsfundi norskra jafnaðarmanna á dögunum. Gro, sem er sest í helgan stein en var hin síðari ár framkvæmda- stjóri alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar, var greinilega stjarna dagsins og norskir fjöl- miðlar gerðu ræðu hennar vel skil. Reyndar var fjallað á afar já- kvæðan hátt um boðskap jafnaðar- manna á þessum landsfundi. Þessi innkoma Gro á sviðið hjá jafnað- armönnum rifjaði upp kynni mín af henni og þann glæsilega feril sem Gro Harlem á að baki í norsk- um stjórnmálum. Hún kom óvænt inn í ríkisstjórn þegar Tryggvi Bratteli bauð þessum unga lækni að gerast umhverfisráðherra í rík- issstjórn sinni. Hún varð fljótt at- kvæðamikil í sínu ráðuneyti og það sópaði að henni þegar hún tók slaginn um vatns- aflsvirkjun á Hardang- ervídda sem í dag eru stærstu víðerni Evrópu eftir að við Íslending- ar virkjuðum við Kára- hnúka. Nýi umhverfis- ráðherrann vann þann slag í flokki og ríkis- stjórn og í dag myndi enginn Norðmaður láta sér detta í hug að virkja í þeim einstæða fjalla- sal sem Hardangervídda er. Gro Harlem Brundtland varð seinna formaður jafnaðarmanna og forsætisráðherra árið 1981. Gro ávann sér mikið traust á forsætis- ráðherraferli sínum og náði góðum tökum á stjórn efnahagsmálanna. Það var stórmerkilegt að sjá hægri blöðin í Noregi lýsa því yfir að at- vinnulífið vildi engan annan sjá sem forsætisráðherra. Þetta kemur líka vel fram í ævisögu hennar. Glæsilegur ferill Gro Harlem Brundtland var þó enginn dans á rósum. Fyrir utan alvarlegt per- sónulegt áfall í fjölskyldunni sem eflaust flýtti lokakaflanum í pólit- ísku lífi hennar fékk hún sannar- lega að finna fyrir neikvæðu um- ræðunni sem konur fá á sig þegar þær komast til áhrifa. Hvernig geturðu þetta Gro spurði móðir hennar í upphafi 9. áratugarins þegar henni fannst spjótin sem að dóttur hennar beindust óvægin og óréttlát en móðir Gro starfaði alla tíð í norska stjórnarráðinu. Á þessum tíma voru stöðugar fyrir- sagnir í blöðum sem gefa áttu til kynna klofning og átök í flokkn- um ásamt hefðbundnum athuga- semdum um að kona réði ekki við valdastólinn: „Gro óvinsæl í flokknum“, „Gro er ekki í takti við flokkinn sinn“, „Verkamanna- flokkurinn inn í ný persónuátök“ eru dæmi sem Gro tekur í ævi- sögunni um uppslátt um meint- an vanda hennar í flokknum. Og seinna þegar staða hennar var orðin óumdeild hjá þjóðinni: „Gro drottning“, „hún upphefur sig til drottningar í hinum konung- lega norska verkamannaflokki“, og „hún grobbar í flokknum af árangrinum“. Minnir þetta ein- hvern á athugasemdirnar sem aðrar konur í forystu hafa fengið um sig? Hin franska Royal, Hill- ary Clinton og hér heima Mar- grét Frímannsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sól- rún. Jafnvel Vigdís Finnbogadótt- ir, okkar glæsilegi fyrrverandi forseti. Það er öllum hollt að lesa ævisögu Gro Harlem Brundtland. Líka körlum. Og það stendur upp úr að þar fór brautryðjandi, til- komumikill stjórnmálamaður og gífurlega sterk fyrirmynd fyrir konur í öllum stjórnmálaflokkum á Norðurlöndum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Áhrifamikill forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.