Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 44
Fyrir þremur árum sendi Jón Ólafsson frá sér sína fyrstu sólóplötu og fékk hún frábærar undirtektir. Nú er von á annarri sólóplötu Jóns, frumsamin lög og það sem meira er, frumsamdir textar einnig. „Jájá, Ikea-röddin fær að blómstra. Hún er á sínum stað öfugt við verslunina sem er flutt út í Hafnar- fjarðarhraun. Ég bregst ekki mínu fólki,“ segir Jón Ólafsson tónlistar- maður sem fljótlega sendir frá sér sína aðra sólóplötu. „Og það má alveg koma fram að þetta er eitt mesta áfall sem ég hef orðið fyrir. Þegar Ikea flutti. Hver vill ekki fá súpu á 90 krónur? En þegar maður þarf að keyra eftir henni fyrir þúsundkall þá tekur það engu tali.“ Sé miðað við mýtuna þá mun reynast Jóni þrautin þyngri að fylgja eftir fyrstu sólóplötu sinni sem kom út fyrir þremur árum. Platan sú hét einfaldlega Jón Ól- afsson og hlaut frábærar viðtökur. Jón fór þá vítt og breitt um land- ið til að fylgja henni eftir og spil- aði á ólíklegustu stöðum alls stað- ar fyrir fullu húsi. En eftir að hafa farið í saumana á rokksögunni með hinum poppfróða Jóni er fyrirliggj- andi að bölvun yfir annarri plötu er mýta og ekkert annað en mýta. Því oftast eiga þá í hlut tónlistarmenn sem senda frá sér „one hit wond- er“ sem reyna að fylgja því eftir og bakland skortir. Trauðla á það við um Jón sem á að baki 25 ára far- sælan feril í bransanum. „Á plötunni verður aðeins frum- samið efni eins og síðast nema nú ákvað ég að vippa mér í textagerð- ina líka. Þar hefur hnífurinn stað- ið í kúnni, milli platna, að stíga það skref. Síðast vann ég náið með ýmsum textahöfundum og leitaði í bókasöfnin, í kvæðabækur, nú er þetta allt út frá eigin reynslu.“ Jón hlær aðspurður hvort þetta sé bömmer- eða uppgjörsplata. Svo er ekki. Hún fjallar um líðan tón- listarmannsins í dag og sú líðan er góð – „takk fyrir“. Jón segir gletti- lega vel hafa gengið að klambra saman textum. Það hafi verið gert samhliða vinnslu plötunnar. En eru lögin „ballads“ eins og Bó myndi segja? „Þetta er alls konar. Jafnvel fjör- legra en síðast ef eitthvað er. Eitt- hvað er léttara yfir mannskapn- um. Ég er að leika mér meira með hljómborðið. Síðast var þetta flyg- ill útí eitt en nú er ég líka með skemmtarann, melódíku og allt sem mér dettur í hug þannig að hún ætti að verða litríkari fyrir bragðið.“ Frábærir tónlistarmenn eru Jóni til halds og trausts, Haraldur Þor- steinsson á bassa, Jói Hjörleifs úr Sálinni trommar og Stefán Már Magnússon leikur á gítar. Maður- inn með Ikea-röddina syngur hins vegar öll lög sín sjálfur án aðstoð- ar. „Textarnir eru þess eðlis að út í hött er að aðrir syngi lögin. Þótt fullsannað þyki að í það minnsta 73 söngvarar eru betri á landinu,“ segir Jón. Líkt og síðast mun Jón fylgja plötunni eftir með miklum túr um landið allt og hefst tónleikaferða- lagið 13. maí á Eskifirði. Spurð- ur um áhrifavalda segist Jón hafa tekið saman lagalista af góðum lögum sér til innblásturs áður en tökur hófust en þegar til kom var ekki kveikt á honum. Allt kom þetta eitt af öðru. „En ég hugsa hlýlegar til nokk- urra frekar en annarra. Til dæmis Levon Helm og félaga hans í The Band. Svo hef ég margoft lýst því yfir að mínar ær og kýr séu Bítlarn- ir og Spilverkið þannig að vel má vera að það liggi þarna undir niðri. Kannski Elton John á unga aldri.“ Verið er að leggja lokahönd á nýtt lag frá Daniel Oliver, fyrrverandi Idol-stjörnu, í hljóðveri í Los Ang- eles. Fyrirtækið Skip Saylor Rec- ords, sem hefur annast útsetn- ingar fyrir listamenn á borð við Britney Spears, Christina Aguil- era, Michael Jackson og Queen, er um þessar mundir að hljóðblanda lagið og leggja lokahönd á það. „Ég er ótrúlega ánægður með það,“ segir Daníel um lagið, sem nefnist Ego Trip. Átti það upphaf- lega að fara í spilun hérlendis fyrir um tveimur vikum en eftir að vírus kom upp í hljóðverinu við upptök- urnar hér heima var ákveðið að senda það út. „Þeir voru mjög hrifn- ir af þessu lagi. Þetta er líka svolít- ið bandarískt og „commercial“ og það verður gaman að sjá hvort það gengur vel hérna heima.“ Að sögn Daniels er fyrsta plata hans væntanleg um næstu jól og verður hún nokkuð „elektrónísk“ með lögum aðallega eftir hann sjálfan. Lagið Ego Trip er síðan væntanlegt í spilun um miðjan þennan mánuð. Lag Daniels í LA Stjörnuhjónin David og Victor- ia Beckham hafa loksins fundið heimili við sitt hæfi í Los Angel- es. Beckham hefur sem kunnugt er skrifað undir samning við fót- boltafélagið LA Galaxy og Vict- oria hefur síðustu vikur verið að leita að rétta húsinu fyrir þau. Eða villunni, réttara sagt. Draumahúsið er í Beverly- hæðum með útsýni yfir hafið, að- eins í tveggja mínútna fjarlægð frá vinum þeirra Tom Cruise og Katie Holmes. Katie var einmitt sú fyrsta sem Victoria sýndi nýja heimilið. Fyrir villuna greiddu Beckham-hjónin um einn og hálf- an milljarð króna. Þrír bílskúrar fylgja húsinu og sundlaug er á lóðinni. Þrátt fyrir hátt verð eru ekki nema sex svefn- herbergi í húsinu sem kemur nokkuð á óvart. Beckham-hjónin hafa aftur á móti næga aðstöðu til að hressa upp á útlitið því alls eru níu baðherbergi í villunni. Beckham-hjónin með níu klósett Kvikmyndin Grindhouse, sem er samstarfsverkefni leikstjóranna Quentin Tarantino og Robert Ro- driguez, verður sýnd í tveimur hlutum í breskum kvikmyndahús- um. Ástæðan er að hinni þriggja tíma mynd gekk fremur illa í miðasölunni í Bandaríkjunum þar sem hún var sýnd í heilu lagi. Upphaflega átti myndin að vera frumsýnd í Bretlandi 1. júní en nú hefur henni verið frestað vegna breytinganna. Mynd Tarantinos, Death Proof, kemur í bíó 21. sept- ember og mynd Rodriguez, Planet Terror, kemur út nokkru síðar. Grindhouse í tvennu lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.