Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 8
Økoren WC-hreinsir Seigfljótandi WC-hreinsir sem fjarlægir fljótt og vel kalk, ry› og óhreinindi ásamt flví a› koma í veg fyrir ólykt. Økoren Universal alhli›a hreinsiefni Alhli›a basískt hreinsiefni til daglegra nota á öllum flvottheldum flötum. Einnig kjöri› til flrifa á sápubornum og bónu›um gólfum. Økoren uppflvottalögur Økoren uppflvottalögur er hlutlaust hreinsiefni til handuppflvotta og hreinsunar á öllum flvottheldum flötum. Spartan umhverfisvænn ba›herbergishreinsir Umhverfisvænn ba›herbergishreinsir votta›ur af Green Seal í Bandaríkjunum. Er me› náttúrulegum s‡rum, sítrónus‡ru (8%) og flrífur vel sápuskánir, flurrkbletti og ry›smit af flísum, salernisskálum og vöskum. Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! UMHVERFISVÆN EFNI FYRIR SUMARBÚSTA‹I Í bústa›num skiptir miklu máli hverskonar vörur eru nota›ar vi› flrifin. Röng efnanotkun getur au›veldlega heft ni›urbrot í rotflróm og valdi› stíflum. Umhverfisvæn hreinsiefni eru flví bæ›i betri og öruggari kostur. ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 3 74 05 0 4. 20 07 Lampard Rooney Gerrard Einar* Ronaldo *fyrir okkur hin „Nei, það var aldrei einu orði á það minnst að það yrðu hugsanlega skemmdir,“ segir Sif Bjarnadóttir, íbúi í Meðalholti, um lagnaframkvæmdir framkvæmda- sviðs í hverfi 105. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag fengu íbúar í hverfinu orð- sendingu áður en framkvæmdir hóf- ust. Í henni var tekið fram að ýmsar skemmdir, sem af framkvæmdun- um gætu orðið, yrðu alfarið á ábyrgð og kostnað heimilanna. Sagt var að haft hefði verið sam- ráð við íbúana um framkvæmdirn- ar. Sif segist vissulega hafa fengið heimsókn frá Orkuveitunni í vetur og verið gefið færi á að koma fram með óskir um legu lagnanna innan- húss. Aldrei hafi verið minnst á skemmdirnar. Anna Saari býr einnig í Meðal- holti. Hún bendir á að vegghleðsl- urnar í götunni séu illbætanlegar. „Þú endurnýjar ekki svona vegg, þetta er gömul týpa og þannig húð á henni,“ segir hún. Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtaka 3. hverfis, er ósáttur við orðsendinguna. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að menn geti sett svona einhliða skilmála. “ Umsjónarmaður verksins hefur sagt við Fréttablaðið að fram- kvæmdaaðilar fari eins vel með eigur íbúa og hægt sé. Áður hafi verið kvartað undan orðsending- unni.Ekki náðist í sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs. Vöruðu íbúa ekki við skemmdunum Bandaríkin og Kína vilja milda orðalag nýjustu skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsmál í heiminum. Fulltrúar 119 landa eru staddir í Bangkok í Taílandi þar sem tekist er á um hvernig lokaútgáfa skýrslunnar verður. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda á skjótan hátt ef heimurinn snúi frá notk- un orkugjafa á borð við kol, fjár- festi í hagkvæmum orkugjöfum og geri umbætur á landbúnaði. Sagt er að kostnaður ríkja vegna aðgerða til að hækkun hitastigs verði ekki meiri en tvær gráður kosti innan við þrjú prósent af vergri landsfram- leiðslu yfir tvo áratugi. Bandaríkin og Kína draga þetta í efa og segja að skjótar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni verða dýrari og bera minni árangur heldur en haldið er fram í skýrslunni. Í fyrri tveimur skýrslum sér- fræðinganefndarinnar á árinu er dökk mynd dregin upp af fram- tíðinni þar sem óheft losun gróð- urhúsalofttegunda er talin geta valdið því að árið 2100 hafi hita- stig á jörðinni hækkað um allt að sex gráður á Celsíus. Jafnvel þótt hækkunin verði aðeins tvær gráður er það talið geta valdið því að árið 2050 þjá- ist allt að tveir milljarðar fólks af vatnsskorti og 20 til 30 pró- sent tegunda heimsins verði í útrýmingarhættu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.