Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 2
Fyrsta samræmda próf ársins verður lagt fyrir nemendur í 10. bekk í dag. Alls geta nemendurnir tekið sex samræmd próf en það fyrsta sem þeir þreyta er í íslensku. Það er Námsmatsstofnun sem hefur umsjón með samningu, framkvæmd og úrvinnslu samræmdra prófa. Finnbogi Gunnarsson, sérfræðingur stofnunar- innar, segir 4.479 nemendur skráða í 10. bekk þetta árið. Flestir þeirra eru skráðir í íslenskupróf, eða alls 4.208 nemendur. Næst á eftir kemur fjöldi skráðra í stærðfræðiprófið en 4.110 nemendur í 10. bekk ætla að reyna fyrir sér í því 9. maí. Finnbogi bendir þó á að einhverjir krakkar kjósi að taka próf ári fyrr en flestir aðrir bekkjarfélagar sínir og því segi tölur yfir skráða nemendur í próf ekki alveg alla söguna. „Nemendurnir eru nokkuð færri en þeir voru í fyrra en mér sýnist þetta þó vera svipað hlutfall nemenda og var í fyrra,“ segir Finnbogi. Samræmdu prófin hefjast Ökumaður vörubíls slasaðist þegar hann valt fram af fjögurra til fimm metra háum stalli við Aðgöng 1 á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka í fyrrinótt. Atvikið varð um klukkan fjögur um nóttina og var maðurinn, sem er á sextugsaldri, fluttur á fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað, að sögn Óskars Bjartmarz, yfir- lögregluþjóns. Ökumaðurinn reyndist óbrotinn en með minni háttar skrámur og var haldið á sjúkra- húsinu yfir nótt til eftirlits. Vörubíllinn er talinn gjörónýtur. Vörubíll valt fram af stalli George W. Bush Bandaríkjaforseti ákvað í gær að beita neitunar- valdi sínu á lagafrumvarp demókrata- flokksins um fjármögnun viðbótarað- gerða hersins í Írak. Bush sagði skilyrði í frumvarpinu um brotthvarf hersins frá Írak ekki til þess fallin að bæta ástandið þar. Þingið sendi honum frumvarpið til undirritunar í gær, þegar liðin voru nákvæmlega fjögur ár frá því hann lýsti því hátíðlega yfir að hernaði í Írak væri að mestu lokið. Bush hugðist rökstyðja ákvörðun sína seint í gærkvöldi þegar hann kæmi til Washington frá Flórída, þar sem hann átti fund með herforingjum. Hafnar brott- hvarfi hersins „Það verða kannski einhverjir fyrir andlegu sjokki um næstu helgi þegar hitinn fellur niður í tvær gráður eftir að hafa verið í 22 gráðum eins og verið hefur. Hins vegar held ég, sem betur fer, að gróður og dýralíf verði ekki fyrir sjokki við þetta,“ segir Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur um veður- horfur í maí. Hitamet voru slegin í apríl en Sigurður segir að útlit sé fyrir að hitinn kólni en komist jafnframt í meira jafnnvægi á næstunni en verið hefur. „Vissulega er hitinn að lækka en það er ekkert sem við þurfum að bera kvíðboga fyrir,“ segir Sigurður. Kólnandi veð- urfar í vændum Íslendingar vilja samfélag jafnaðar og rétt- lætis þar sem öllum eru búin góð kjör og lífsskilyrði. Mikilvægt er að útrýma fátækt, ná tökum á efnahagsástandinu og standa vörð um velferðina í samfélaginu. Þetta kom fram í ræðum Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, og Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, sem þeir héldu í til- efni af baráttudegi verkalýðsins í gær. Baráttufundir og kröfugöngur fóru fram um allt land í gær í til- efni dagsins. Í Reykjavík var gengið frá Hlemmi og niður á Ing- ólfstorg þar sem ræður og skemmtiatriði fóru fram. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni tóku um tvö þúsund manns þátt í göngunni og hefur þátttakan ekki verið meiri í mörg ár. „Hlutverk samtaka launafólks er að tryggja jafnvægi og verjast ásókn gróðaaflanna, sem hugsa ekki lengra en fram að næsta tíkalli sem hægt er að næla sér í,“ sagði Ögmundur í ræðu sinni á Akureyri. „Við hugsum lengra, við hugsum samfélagslega.“ Hann gagnrýndi þá sem í krafti auðs síns hafa tekið sér völd og beitt í eigin þágu fyrir að slíta í sundur friðinn í samfélaginu. Þeir séu óupplýstir og haldi að frelsið sé aðeins fyrir hina fjáðu. Þeir þekki ekki frelsið. Um verkefni verkalýðshreyf- ingarinnar á komandi árum sagði Ögmundur mikilvægt að tryggja jöfnuð og stöðugleika og gera allt sem hægt er til að útrýma fátækt. Standa þurfi vörð um velferðar- þjónustuna og afnema launaleynd. Á henni þrífist misréttið, ekki síst kynbundið launamisrétti. Ögmundur gerði einnig málefni erlends aðkomufólks að umræðu- efni, og sagði nauðsynlegt að sýna því umburðarlyndi. Aðgát skuli höfð í nærveru sálar og forðast eigi allt sem klýfur samfélagið. Á Ingólfstorgi tók Grétar til máls og sagði mikilvægt að standa vörð um velferðina. Sam- félög sem hafa velferðarhugsjón verkalýðshreyfingarinnar að leiðarljósi séu þau samfélög sem farnast best, þau hafi skapað íbúum sínum mesta almenna vel- ferð og lífsgæði. „Norrænu velferðarsamfélögin einkennast af góðri menntun fyrir alla. Þau einkennast af jöfnuði og jafnrétti og þau einkennast af traustum réttindum launafólks,“ sagði hann. „Þetta er sá grunnur sem þjóð- félag þarf að byggja á til að tak- ast á við þau úrlausnarefni sem nútímasamfélög standa frammi fyrir.“ Samfélag samstöðu, jafnaðar og réttlætis Kröfugöngur og fundir fóru fram á baráttudegi verkalýðsins um allt land í gær. Mikilvægt að tryggja jöfnuð og stöðugleika, sagði formaður BSRB í ræðu sinni. „Við þurfum að byggja á grunni norrænna velferðarsamfélaga,“ sagði forseti ASÍ. Verjendur bandarísks hermanns, sem sakaður er um að hafa myrt annan hermann á varn- arliðssvæðinu á Keflavíkurflug- velli 14. ágúst 2005, saka rannsak- endur um að hafa einblínt um of á ákærða við rannsóknina. Þeir hafi leitt hjá sér vísbendingar um að einhver annar hafi getað framið morðið. Herréttarhöld í máli mannsins hafa farið fram í Washington und- anfarna daga og sagði sækjandinn við upphaf þeirra að fullsannað væri að Calvin Eugene Hill hefði myrt Ashley Turner til að koma í veg fyrir að hún bæri vitni gegn honum fyrir að hafa stolið and- virði um 180 þúsund króna af reikningi Turner. Ef sekt Hills þykir fullsönnuð er mögulegt að dauðarefsingar verði krafist yfir honum. Samkvæmt frétt á vef bandaríska flughersins var hermaður síðast tekinn af lífi árið 1961, fyrir nauðgun og morð- tilraun á 11 ára stúlku árið 1955. Síðan þá hafa níu hermenn verið dæmdir til dauða en ekki verið teknir af lífi. Hill, sem var þyrluflugliði hjá varnarliðinu, er sakaður um að hafa barið Turner í höfuðið með handlóðum, stungið hana með hnífi og falið lík hennar í kompu nálægt líkamsræktaraðstöðu hermanna. Hann neitar sakar- giftunum, en hefur viðurkennt að hafa stolið fé af reikningi hennar. Fullyrt var í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi að Bjarni Ármannsson, sem lét af störfum sem forstjóri Glitnis á mánudag, hefði fengið starfslokasamn- ing að andvirði rúmlega 800 milljóna króna. Fram kom að Bjarni hefur eins árs uppsagnarfrest og fær greidd laun þann tíma. Hann heldur hlunnindum og árangurstengdum greiðslum á þeim tíma. Samtals er þessi hluti um 500 milljóna króna virði. Auk þess var samið um að bankinn keypti hlutabréf Bjarna í Glitni á hærra gengi en þau eru á í dag, og gæti hann því hagnast um í kringum 300 milljónir við söluna. Ekki náðist í Bjarna Ármanns- son vegna málsins í gær. Sagður fá um 800 milljónir Eigendur bresku tískuverslanakeðjunnar Jane Norman munu fá um níu millj- arða króna í arð eftir að félagið hefur verið endurfjármagnað. Baugur, Kaupþing og stjórnendur Jane Norman stóðu að skuldsettri yfirtöku á félaginu 2005. Mikill vöxtur hefur orðið hjá keðjunni eftir yfirtökuna og jókst rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir um 44 prósent á síðasta rekstrarári. Á dögunum greiddi breska lág- vörukeðjan Iceland út 38 milljarða króna til hluthafa, þar á meðal Baugs og Fons. Fjárfestar, sem að megninu til eru Íslending- ar, fá því alls 47 milljarða króna í arð af tveimur verkefnum í Bretlandi. Fá níu milljarða króna í arð Sigurður, var þetta kornið sem fyllti mælinn? Hlutverk samtaka launafólks er að tryggja jafnvægi og verjast ásókn gróða- aflanna, sem hugsa ekki lengra en fram að næsta tíkalli sem hægt er að næla sér í. Verjendur segja galla vera á rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.