Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylk-
ingunni upp tvíátta afstöðu til efnahags-
mála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrr-
um ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu
á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efna-
hagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæð-
isflokksins. Annars vegar er brýn þörf á að-
haldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæð-
isflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og
ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli
almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á veru-
legu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víð-
tæka biðlistavæðingu og vanrækslu.
Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur
sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta
heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu
í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því
sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma.
Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrð-
is samræmi. Samfylkingin horfist í augu við stað-
reyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu vel-
ferðarþjónustunnar, innan þess þrönga
ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins
hefur skapað.
Illugi gleymir hins vegar að geta þess
að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi
stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar
kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur
frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr
vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur
ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið
á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjár-
málaráðuneytisins er gert ráð fyrir halla-
rekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkur-
inn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforða-
sukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi
hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið.
Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram
að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðu-
lausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sov-
éska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virð-
ist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin
ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hof-
móðugum hætti?
Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista
Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Jæja, þá nálgast óðfluga kosn-ingagúrkan ógurlega. Þá taka
fullorðnir Íslendingar þátt í lýð-
ræðisspilinu. Nú hefur liðunum
verið fjölgað svo það sé öruggt
að bláa liðið sigri því að þannig
viljum við hafa það.
En okkur þykir leikurinn
spennandi þó við gerum allt til
að hann fari alltaf eins. Annars
yrðum við hrædd og óörugg. Það
gæti eitthvað óvænt gerst.
Þemað í ár eru skoðanakannan-
ir og borgarafundir. Það er frábært
konsept. Bíður uppá endalausa
möguleika og gott sjónvarp. Mér
fannst athyglivert þetta dramatíska
uppbrot um daginn þegar húsin
brunnu í Austurstræti, dýrustu göt-
unni í spilinu. Borgarstjórinn mætt-
ur í pollagalla með hjálm og talaði
um svartan dag í sögu Reykjavíkur.
Allt sýnt í beinni.
Samt eitthvað skrítið við þessa
mynd. Ef borgaryfirvöldum hefði
verið annt um þessi hús þá hefðu
þau sennilega ekki brunnið. Þá
hefði það ekki verið látið viðgang-
ast að Austurstræti, væri orðin að
risastóru almenningssalerni þar
sem menn höggva mann og annan
í öl og amfetamínæði um helgar
en bjórstybban og hlandfnykur-
inn blæs fólki ógleði í brjóst þessi
á milli. Ef hægt er að tala um rautt
hverfi í Reykjavík þá er það að
finna í námunda við Alþingi Ís-
lendinga.
Menningarvitund okkar öll er
þessu marki brennd. Hvernig er
annars með náttúrugripasafnið,
sem var hætt komið? Þjóðskjala-
safnið á vörubrettum einhvers-
staðar og liggur undir skemmd-
um. Listaháskólinn á hrakhólum.
Þjóðleikhúsið holdsveikt í sára-
umbúðum eftir áratuga van-
rækslu. Framlög til menningar
hér eru ekki sæmandi þjóð sem
stærir sig af ríkidæmi. Þau
gera ráð fyrir að listamenn fari
þetta mest á hugsjóninni og
fórnfýsinni. Og í æ ríkara mæli,
að Björgólfur og strákarnir komi
og taki þennan vandræðakaleik
frá hinu opinbera.
Laun listamanna haldast að
sjálfsögðu í hendur við lág fram-
lög til listgreina. Nánast allt fé til
Þjóðleikhússins fer í laun, leigu
og að halda húsinu heitu. Þá á
eftir að skapa. Þjóðleikhús á ekki
að standa og falla með miðasölu
því listrænn hagnaður verður
ekki bara mældur í krónum.
Auðvitað verða stjórnendur
húsa að vera starfi sínu vaxnir,
en ef þeim er gert að selja sig æ
meir á frjálsum markaði, með
öllum ráðum, er stutt í útsölulist-
ina. En hverjum er ekki sama.
Ég hef allavega ekki orðið var
við mikla menningarstefnu í
kosningaloforðum. Hún er stein-
steypuryk í nefi of margra stjórn-
málamanna. Tónlistarhúsið þó
komið á kortið og vonandi að
Íslandsvinurinn Ashkenazy
reddi nógu mörgum vinum sínum
til að koma og spila þar, svo það
verði ekki pínlegt að þarna verði
fyrst og fremst ráðstefnur, af-
mæli og brúðkaupsveislur elít-
unnar. Jæja, þá kemur allavega
Elton John.
Hvað varð um eldmóðinn og
reisnina sem var yfir sjálfstæðis-
hetjunum á síðustu öld. Þær vissu
að sjálfstæð þjóð verður til með
menningu. Þá risu Háskóli, Þjóð-
leikhús og Þjóðminjasafn, þá urðu
til Sinfóníuhljómsveit og Sundhöll.
Hvað gerðist svo? Eitthvað veðrað-
ist menningarvitund. Starfi frum-
herjanna er lítill sómi sýndur. Var
það heimstyrjöldin, Marshall að-
stoðin, Kalda stríðið, 68 kynslóðin,
vinstri, hægri. Sívaxandi fjöldi at-
vinnustjórnmálamanna, sem sjá
heiminn í gegnum flokksskírteini.
Hæfileikar viku fyrir hagsmuna-
poti og flokkshollustu.
Þess vegna er álið stærsta málið
og við á tossalista hinna viljugu.
Við leyfum vafasömum erlend-
um stríðsherrum og stórfyrir-
tækjum að misnota okkur og út-
lensku verkamennina sem vinna
verkin. Hvernig væriannars að
láta Íslendinga fá þessi störf? Ég
sé fyrir mér Frjálslyndaflokkinn,
eins og hann leggur sig, í aðrennsl-
isgöngunum, með pípandi niður-
gang og mengun í æð.
En hvað á þetta lopapeysunöldur
í listspírunni í 101 að þýða? Höfum
við það ekki bara fínt? Nei, eitt-
hvað er að þegar bilið milli ríkra
og fátækra eykst stöðugt. Aldr-
aðir og öryrkjar sjá ástæðu til
sérframboðs og náttúran þarf á
heilum stjórmálaflokki að halda
þegar hlýnun jarðar er staðreynd.
Hér er vissulega margt gott, við-
leitni til að gera betur, líka í stjórn
menningarmála en lýsing mín
á altént jafnmikla innistæðu og
glansmyndin, sem stjórnvöldin
glenna framan í okkur.
En aftur að lýðræðisspilinu. Nú
verður aldeilis kátt í höllinni. Ég
sé fram á spennandi lokasprett.
Eurovision-stjórnmál.Vonandi
verða líka fyndin skemmtiatriði.
Fyrst og fremst er þetta þó tilefni
til að detta í það. Fara í bæinn og
æla, öskra, berja og brjóta þannig
að erlendir ferðamenn haldi að um
velheppnaða stórslysaæfingu sé
að ræða hjá menningarþjóðinni.
Mæta svo í vinnuna eftir helgina,
hermenn Óðins, með óbreytta
stjórn landsins á samviskunni.
Fá sér bara afréttara og Proz-
ak, gefa krökkunum Rítalín til að
forðast ábyrgðina á uppeldi
komandi kynslóða. Og halda
svo barasta áfram af sönnum ís-
lenskum dugnaði og ást á vinn-
unni. Góða skemmtun.
Höfundur er leikstjóri. Óstytta út-
gáfu greinarinnar má lesa á Vísi.
Kosningagúrkan ógurlega
Illugi í glerhúsinu
Á
mánudaginn síðasta var greint frá því í Fréttablað-
inu að fólk af Reykjavíkursvæðinu festi sér hús-
næði í auknum mæli á Reykjanesinu. Ástæðurnar
fyrir því eru nokkrar. Meðal annars uppbygging í
Reykjanesbæ sem gerir svæðið að góðum valkosti
og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem auðveldar allar
samgöngur. Líklega er það þó fyrst og fremst of hátt húsnæð-
isverð á höfuðborgarsvæðinu sem fær fólk til að leita út fyrir
bæinn þar sem það fær meira fyrir peninginn.
Á Reykjanesinu eru nýjar íbúðir, raðhús og hús með inn-
réttingum og heimilistækjum á mun lægra verði en í borg-
inni. Lóðaverð er þar einnig mun hagstæðara en á höfuð-
borgarsvæðinu. Með bættum samgöngum setur fólk það
ekki fyrir sig að keyra langar vegalengdir til vinnu. Reynd-
ar tekur það svipaðan tíma að keyra til dæmis frá Keflavík til
Hafnarfjarðar og það tekur að keyra frá Hafnarfirði í miðbæ
Reykjavíkur.
Fasteignasalar á Suðurnesjum segja áhuga fólks af Reykja-
víkursvæðinu hafa vaxið mjög ört aðeins á nokkrum mánuð-
um. Áður fyrr þótti það nánast út í hött að búa á Reykjanes-
inu ef menn störfuðu á höfuðborgarsvæðinu. Ef menn vildu fá
lægra húsnæðisverð leitaði fólk oftast í úthverfin. Nú virðist
það vera tilbúið að leita enn lengra. Fleira má lesa út úr þess-
um hraðvaxandi áhuga. Fólk er hætt að bíða þess að íbúðar-
verð lækki á höfuðborgarsvæðinu eins og margir vonuðust til.
Útlit er fyrir að verðlagning húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu
breytist ekki héðan af.
Svipuð þróun hefur átt sér stað í öllum helstu höfuðborgum
heims. Íbúðarverð er langhæst í miðbænum en lækkar svo
eftir því sem fjær dregur. Fólk hefur ekki efni á að búa í borg-
inni og sækir því í næstu bæjarfélög. Í borg eins og New York
búa flestir á stöðum eins og New Jersey eða Long Island en
sækja vinnu inn á Manhattan. Umferðaröngþveitið á háanna-
tíma er því mikið, rétt eins og orðið er í Reykjavík. Eitthvað
er þó bogið við umferðaröngþveiti í borg þar sem aðeins búa
um 100 þúsund manns.
Munurinn á New York og Reykjavík er sá að þar er pláss-
ið af skornum skammti og íbúafjöldinn margfalt meiri. Fólks-
fjöldi og mikil ásókn hefur valdið því að fólk hefur raðað sér
í háhýsin og allt í kringum New York. Hér er ekki það sama
uppi á teningnum. Frekar er það aukin neysla sem hefur hrint
af stað þessum breytingum. Allir eiga bíla og fólk vill orðið
stærra húsnæði. Það sættir sig ekki lengur við pínulitlar
íbúðir og fjölskyldur vilja í auknum mæli búa í einbýli.
Suðurnesin hljóta að taka því fagnandi að þangað komi
fólk. Og á meðan þessi þróun heldur áfram er aldrei að vita
nema villtustu draumar fólks um hraðlest milli Keflavíkur og
Reykjavíkur verði að veruleika. Eitt er víst að landslag búsetu
fólks á höfuðborgarsvæðinu er að breytast.
Burt úr borginni