Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 41
Leikritið Afgangar eftir Agnar Jón
Egilsson verður tekið upp að nýju
og verða þrjár sýningar á verkinu
í Austurbæ í þessari viku.
Tveir einstaklingar, kona og
maður um þrítugt, koma saman
inn í herbergi og við tekur tæling-
arleikur. Þó er ekki allt sem sýn-
ist því hjónaleysin eiga sér leynd-
armál sem koma upp á yfirborðið
eftir því sem líður á leikinn. Tekist
er á um ástina og hennar mörgu
andlit og hugmyndir settar fram
um hugrekkið sem einstaklingur-
inn þarf að hafa til að þora að tak-
ast á við fyrirbærið ást.
Verkið hlaut góðar viðtökur síð-
asta haust og hrósaði gagnrýnandi
Fréttablaðsins meðal annars höf-
undinum fyrir tæran og tilgerðar-
lausan texta og leikurunum fyrir
góða vinnu.
Leikararnir í sýningunni eru
Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán
Hallur Stefánsson en höfundurinn
leikstýrir. Um tónlistina sér Hall-
ur Ingólfsson en leikmynd og bún-
inga hanna Arnheiður Vala Magn-
úsdóttir og Ólafur Stefánsson.
Verkið er sýnt á nýju sviði
Austurbæjar.
Afgangar
teknir upp
Það eru tíu ár síðan nokkrar
ungar stúlkur með þjálfun
og áhuga á dansi stofnuðu
Dansleikhús með ekka. Þær
hafa síðan með reglulegum
hléum sótt sér fjármagn og
sett upp danssýningar. Nú
ætla þær að halda upp á tíu
ára afmælið eins og stelpur
gera á tíunda aldursári og
bjóða upp á skemmtun og
langan afmælisdag.
Þær hafa fengið Þjóðleikhús-
ið undir afmælisveisluna eins og
löngum hefur tíðkast þar í húsi
þegar sjálfstæðir danshópar eða
skóla eiga í hlut – og hyggjast nýta
tímann vel. Veislan hefst í fyrra-
málið og segjast stelpurnar ráða
þar ríkjum í tvo heila daga: hefst
kl. 17 og stendur yfir langt fram
á kvöld. Danssýningin Mysteries
of Love með dönsurunum Ernu
Ómarsdóttur og Söru Maríu Guð-
jónsdóttur verður flutt til landsins
í tilefni dagsins og fjöldi annarra
dans- og tónlistaruppákomna mun
gleðja gesti afmælishátíðarinnar.
Dansleikhúsið steig sín fyrstu
spor í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta sýn-
ing Ekka var í Þjóðleikhúskjall-
aranum fyrir tíu árum. Síðan þá
hefur Ekki vaxið úr grasi, markað
spor sín á erlendri grund og unnið
til verðlauna. Nú verða þær á stóra
sviðinu og hefur Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleikhússtjóri ákveðið
að víkja úr aðalbyggingunni með
sína starfsemi og afhenda Dans-
leikhús með ekka húsið til afnota
þessa tvo daga. Rúmlega 40 lista-
menn munu einnig leggja Ekka lið
og taka þátt í innrásinni, eins og
þær kalla þessa heimsókn sína á
Hverfisgötuna.
Markmið innrásarinnar, segja
þær, „er þó ekki aðeins að vekja
athygli á starfi Dansleikhúss með
ekka síðustu tíu árin heldur einnig
að beina sjónum að húsnæðis- og
aðstöðuleysi sjálfstætt starfandi
danshópa á Íslandi. Aðstöðuleysið
hefur haft verulega hamlandi
áhrif á framþróun danslistarinn-
ar á Íslandi undanfarin ár. Á Ís-
landi er ekkert húsnæði sérstak-
lega tileinkað dansinum og geta
Þjóðleikhús og Borgarleikhús
engan veginn annað eftirspurn
eftir æfingar- og sýningarrými.
Íslenskir dansarar og danshöf-
undar hafa þurft að sækja utan
til að geta starfað við list sína
og eru um þrisvar sinnum fleiri
danssýningar sýndar á erlendri
grundu en á Íslandi.“ Nefna þær
að dansinn hafi verið í útrás, er
þá skemmst að minnast innrás-
ar ÍD í Kína. Nefna þær sýningu
sína Mysteries of Love sem unnin
er alfarið á erlendri grundu og
fyrir erlent fé, þó svo að um ís-
lenska sýningu sé að ræða.
Þjóðleikhúsið opna þær gestum
kl. 17. Þá gefst gestum kostur á
að sjá afrakstur innrásarinnar og
um leið upplifa leikhús þjóðarinn-
ar með öðrum hætti en þeim er
boðið á hefðbundinni leiksýningu.
Dagskráin er þríþætt: Klukk-
an 17 er setning afmælishátíðar-
innar með uppákomu Dansleik-
húss með ekka á Stóra sviðinu.
Í kjölfarið verður farið í ferða-
lag um anddyri, ganga og stiga-
palla, Kristalsal, Leikhúskjall-
ara og Leikhúsloft leikhússins
þar sem örverk, dans- og tónlist-
argjörningar, dansmyndir, gagn-
virkar uppákomur o.fl. spretta
fram. Kl. 21 verður Íslandsfrum-
sýning á Mysteries of Love með
Ernu Ómarsdóttur og Margréti
Söru Guðjónsdóttur á Stóra svið-
inu, en sýningin er annað sam-
starfsverkefni Ernu Ómarsdóttur
og Jóhanns Jóhannssonar tónlist-
armanns. Að lokinni sýningu, eða
um kl. 22, tekur við skemmtidag-
skrá, tónlistaratriði og óvæntar
uppákomur í Þjóðleikhúskjallar-
anum.
Hægt er að panta miða í síma
551-1200 eða á heimasíðu Þjóð-
leikhússins, www.leikhusid.is.
Bakhjarlar innrásarinnar eru
listamennirnir sem taka þátt og
menntamálaráðuneytið.