Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Peter Fenner hefur samið þrjár
útgáfur á jafnmörgum tungu-
málum af framlagi Íslendinga
til Eurovision-keppninnar. Þetta
kemur fram í viðtali við Fenner
sem birtist á vef esctoday.com.
„Eiríkur er hæfileikaríkur ná-
ungi og finnst gaman að tak-
ast á við áskoranir. Þess
vegna höfum við út-
búið texta við lagið á
tyrknesku, spænsku
og slóvensku,“
segir Fenner en
hann fer hlýjum orðum um rokk-
arann rauðhærða og segist
hafa ráðfært sig mikið við
söngvarann þegar hann
samdi enska textann.
Eiríkur var í óða önn að
undirbúa sig fyrir heim-
komu þegar Fréttablað-
ið náði tali af
honum en hann
lenti á Íslandi
í morgun. Að-
spurður hvort
hann hefði séð
eða heyrt text-
ann sagði hann
svo ekki vera.
„Mér líst hins
vegar bara vel á
þetta og þetta er
mest í gamni gert,“ segir Eiríkur
en nú taka við síðustu æfing-
arnar hér á landi því hóp-
urinn heldur utan til Finn-
lands strax á föstudags-
morgun. „Þetta er alls
ekki með ráðum gert
því ég held að þetta séu
bara þær tungur sem
Fenner er hvað sleip-
astur í,“ bætir Eiríkur
við og þvertekur fyrir
það að þessar fjöl-
þjóðlegu útgáf-
ur séu hluti af
einhverri kosn-
ingabaráttu í
þessum lönd-
um. Enda
hefðu þeir
þá lagt í víking til annarra og mun
fjölmennari landa. „Maður
þarf bara að finna upp á
ýmsu til að hafa gaman
af og vekja á sér at-
hygli,“ segir Eiríkur.
Fjölþjóðleg útgáfa af Valentine‘s Lost
„Við ætlum bókinni að vera hand-
sprengja inn í þjóðmálaumræð-
una og erum spenntir að sjá hvern-
ig viðbrögðin verða,“ segir Ingólfur
Gíslason, annar höfunda ljóðabók-
arinnar Handsprengja í morguns-
árið. Eiríkur Örn Norðdahl er með-
höfundur hans.
Bókin inniheldur þýðingar á ljóð-
um manna á borð við Osama Bin
Laden og Saddam Hussein auk ljóða
„eftir“ íslenska stjórnmálamenn.
„Þetta eru í raun ekki ljóð eftir þau
heldur ljóðrænn kjarni hugsana
þessa fólks. Við unnum þetta upp úr
textum eftir þau sem við klipptum
saman og bjuggum til ljóð úr.“
Ingólfur býst ekki við að „höf-
undar“ íslensku ljóðanna verði
mjög kátir en telur í ljósi undan-
genginnar umræðu um málfrelsi
að það hljóti að vera leyfilegt að
setja saman texta á þennan hátt.
Fyrst það megi gera grín að Mú-
hameð spámanni megi líka gera
grín að íslensku stjórnmálafólki.
Kveikjan að erlendu ljóðaþýð-
ingunum mun hafa verið vanga-
veltur um að helstu einræðisherr-
ar og stríðsæsingamenn heims hafi
flestir verið ljóðskáld í frístund-
um. „Það virðist vera að þetta séu
menn með listrænan metnað sem
ná ekki að gera nógu góða hluti á
því sviði og fái því útrás fyrir pirr-
ing sinn með stríðsbrölti. Heimur-
inn væri eflaust öðruvísi ef Hitler
hefði bara fengið vinnu á auglýs-
ingastofu.“
Gefur út ljóð Saddams Hussein
„Ég var nýorðin mamma á þess-
um tíma. Einu sinni var ég alveg
snoðklippt, svo safnaði ég hári
og var með topp, nú safna ég
toppnum líka. Maður var dug-
legur að breyta klippingunni.“
Mikill fjöldi fólks kom saman í
miðbæ Reykjavíkur í gær til þess
að taka þátt í kröfugöngu í tilefni
af baráttudegi verkalýðsins, en
þó voru ekki allir með kjör verka-
manna í huga. Hópur ungmenna
fylgdi kröfugöngunni með Tópas-
auglýsingar á mótmælaspjöldum,
og hrópaði auglýsingaslagorð.
Gjörningurinn, sem er á vegum
Nóa-Síríus og auglýsingastofunn-
ar Fíton, hlaut miður góðan hljóm-
grunn hjá gestum göngunnar og
fór svo að hópnum var meinaður
aðgangur að Ingólfstorgi þar sem
göngunni lauk og ræðuhöld hóf-
ust. Hópurinn hvarf þá fljótlega á
brott, að sögn gesta.
Gunnar Sigurgeirsson, mark-
aðsstjóri Nóa-Síríus, segir að um
vörukynningu hafi verið að ræða
og tilgangurinn ekki að skemma
fyrir neinum. Athæfið hafi verið
hluti af nýrri markaðsherferð
fyrir Tópas.
„Það eru alltaf einhverjir ósátt-
ir með nýjar auglýsingaleiðir, en
það verður að koma í ljós hvort
þetta ber árangur.“