Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 16
Snorraverkefni Þjóð- ræknifélags Íslands fékk á dögunum byr undir báða vængi þegar Landsbankinn skuldbatt sig til að leggja verkefninu til sex milljónir króna á ári, næstu fimm árin. Vestur-Íslendingurinn Helgi Gunnar Thorstein- son segir að verkefnið hafi breytt lífi sínu fyrir sex árum. Samningur milli Landsbankans og Þjóðræknifélagsins var undirrit- aður á ársþingi þjóðræknisfélaga Íslendinga í Norður-Ameríku, sem fór fram í Winnipeg í Manitoba um síðustu helgi. Snorraverkefnið var stofnað árið 1998 og hefur að markmiði að efla tengsl fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi við Ísland og hefur það notið mikilla vinsælda. Nú hafa tæplega 150 einstaklingar tekið þátt í Snorraverkefninu og margir þeirra komnir í áhrifastöður í kanadísku samfélagi. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í Snorraverkefninu er Helgi Gunnar Thorsteinson, sem kom hingað til lands í fyrsta sinn árið 2001. Hann segir að sú ferð hafi breytt lífi sínu. „Í tollskoðuninni á Keflavíkurflugvelli hitti ég í fyrsta skipti á ævinni nafna minn,“ segir hann og hlær. Helgi bjó á Vopnafirði í nokkrar vikur og náði merkilega góðu valdi á íslensku á ótrúlega stuttum tíma. Eftir að hann sneri heim gerðist hann virk- ur þátttakandi í félagsstarfi Vest- ur-Íslendinga og merkilegt nokk hefur hann haldið íslenskunni við eftir sex ár. „Það er dálítið erfitt, þar sem ég hef ekki marga til að tala við á íslensku, nema þá helst gamla fólkið,“ segir hann. Helga langar að koma aftur til Íslands og hefur sótt um styrk til þess að komast í nám við Háskóla Íslands. „Mig langar að læra íslensku og bókmenntafræði. Ég á eftir að fá svar um hvort ég fæ styrkinn. Það kemur í ljós á næstunni og ég vona það besta.“ Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, ber sjálfur sterkar taugar til Vest- ur-Íslendinga en tengdafaðir hans, Hallgrímur Hallgrímsson, var fæddur og uppalinn í Kanada. „Þetta er svo merkileg saga á milli landanna,“ segir Björgólfur. „Maður verður eiginlega að koma hingað á slóðir Vestur-Íslendinga til að skynja þetta, tilfinningin er ótrúleg og maður kemst ekki hjá því að verða snortinn. Það skemmtilega er að maður hittir hér Vestur-Íslend- inga af þriðju og fjórðu kynslóð sem vilja fá að taka þátt í þessu. Okkur þykir nauðsynlegt að styðja við menningartengslin milli land- anna og það vill bankinn gera með ýmsum hætti.“ nær og fjær „ORÐRÉTT“ Byrjuð að skipuleggja veturinn Að geta lifað af nóttina Hafði aldrei áður hitt nafna sinn Misskilningur? Frekar í kolanámu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.