Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 16
Snorraverkefni Þjóð- ræknifélags Íslands fékk á dögunum byr undir báða vængi þegar Landsbankinn skuldbatt sig til að leggja verkefninu til sex milljónir króna á ári, næstu fimm árin. Vestur-Íslendingurinn Helgi Gunnar Thorstein- son segir að verkefnið hafi breytt lífi sínu fyrir sex árum. Samningur milli Landsbankans og Þjóðræknifélagsins var undirrit- aður á ársþingi þjóðræknisfélaga Íslendinga í Norður-Ameríku, sem fór fram í Winnipeg í Manitoba um síðustu helgi. Snorraverkefnið var stofnað árið 1998 og hefur að markmiði að efla tengsl fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi við Ísland og hefur það notið mikilla vinsælda. Nú hafa tæplega 150 einstaklingar tekið þátt í Snorraverkefninu og margir þeirra komnir í áhrifastöður í kanadísku samfélagi. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í Snorraverkefninu er Helgi Gunnar Thorsteinson, sem kom hingað til lands í fyrsta sinn árið 2001. Hann segir að sú ferð hafi breytt lífi sínu. „Í tollskoðuninni á Keflavíkurflugvelli hitti ég í fyrsta skipti á ævinni nafna minn,“ segir hann og hlær. Helgi bjó á Vopnafirði í nokkrar vikur og náði merkilega góðu valdi á íslensku á ótrúlega stuttum tíma. Eftir að hann sneri heim gerðist hann virk- ur þátttakandi í félagsstarfi Vest- ur-Íslendinga og merkilegt nokk hefur hann haldið íslenskunni við eftir sex ár. „Það er dálítið erfitt, þar sem ég hef ekki marga til að tala við á íslensku, nema þá helst gamla fólkið,“ segir hann. Helga langar að koma aftur til Íslands og hefur sótt um styrk til þess að komast í nám við Háskóla Íslands. „Mig langar að læra íslensku og bókmenntafræði. Ég á eftir að fá svar um hvort ég fæ styrkinn. Það kemur í ljós á næstunni og ég vona það besta.“ Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, ber sjálfur sterkar taugar til Vest- ur-Íslendinga en tengdafaðir hans, Hallgrímur Hallgrímsson, var fæddur og uppalinn í Kanada. „Þetta er svo merkileg saga á milli landanna,“ segir Björgólfur. „Maður verður eiginlega að koma hingað á slóðir Vestur-Íslendinga til að skynja þetta, tilfinningin er ótrúleg og maður kemst ekki hjá því að verða snortinn. Það skemmtilega er að maður hittir hér Vestur-Íslend- inga af þriðju og fjórðu kynslóð sem vilja fá að taka þátt í þessu. Okkur þykir nauðsynlegt að styðja við menningartengslin milli land- anna og það vill bankinn gera með ýmsum hætti.“ nær og fjær „ORÐRÉTT“ Byrjuð að skipuleggja veturinn Að geta lifað af nóttina Hafði aldrei áður hitt nafna sinn Misskilningur? Frekar í kolanámu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.