Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 48
Fjölgun liða bjargar Víkingi Rekstrarvörur 1982–200725ára R V 62 31 Expertinn frá Dreumex – engin vettlingatök við óhreinindin Expert frá Dreumex Áhrifaríkt handþvottakrem Virkar vel á smurningu, hráolíu, bremsuvökva, sement og önnur óhreinindi. Fáanlegt í handhægum 2,7 ltr. brúsa með dælu. Örkorn í stað leysiefna Húðvænt og rakagefandi Kynningarverð 1.230 kr. Varnarmennirnir Nem- anja Vidic og Rio Ferdinand munu vera heilir af meiðslum sínum fyrir leikinn mikilvæga í kvöld er lið þeirra, Manchester United, mætir AC Milan í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu í kvöld. Unit- ed vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og dugir því að halda hreinu í kvöld. Það verður erfitt verk- efni en ef þeir Vidic og Ferdinand verða upp á sitt besta í kvöld auk- ast líkur á því til muna. Alex Ferguson, stjóri United, sagði í gær að hann hefði ekki ákveðið hvort þeir verða með lið- inu í kvöld. Líklegt er þó að Vidic spili með annaðhvort Ferdinand eða Wes Brown í vörninni sem þýðir að Gabriel Heinze getur spilað í stöðu vinstri bakvarðar. AC Milan á við sín meiðsli að stríða en ólíklegt er að hinn leik- reyndi Paolo Maldini geti verið með liðinu í kvöld vegna hné- meiðsla. Þó þykir víst að Genn- aro Gattuso geti spilað með Milan en báðir meiddust þeir í fyrri leik liðanna. Þá getur Kakha Kaladze spilað með liðinu en hann var í banni í síðasta leik. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, hefur gefið til kynna að Filippo Inzaghi verði frekar í fremstu víglínu en Alberto Gilardino. Nokkrir leikmenn Manchester United eiga á hættu að missa af úrslitaleiknum komist liðið áfram. Þeir Gabriel Heinze, Cristiano Ronaldo og Paul Scholes mega ekki fá gult spjald í leiknum af þeim sökum. Patrice Evra verður í banni í kvöld. Scholes missti einmitt af úr- slitaleik Manchester United og Bayern München árið 1999 og vill sjálfsagt ekki endurtaka þann leik. United hefur tvívegis fallið úr leik fyrir Milan á þessu stigi keppninnar, árin 1958 og 1969. United hefur tvívegis undir stjórn Ferguson tapað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, fyrir Bayer Leverkusen og Borussia Dort- mund. En United hefur hins vegar aldrei tapað í Evrópukeppninni undir stjórn Fergusons, ef liðið hefur unnið fyrri leikinn. Vidic og Ferdinand heilir á ný Óhætt er að halda því fram að suð-austurriðill NBA- deildarinnar í körfubolta sé lé- legasti riðillinn í deildinni. Þrjú lið úr riðlinum komust í úrslita- keppnina en engu þeirra tókst að vinna leik. Meistarar Miami töpuðu 0- 4 fyrir Chicago líkt og Orlando gegn Detroit. Þriðja og síðasta lið riðilsins til að detta út án þess að vinna leik var síðan lið Washing- ton sem tapaði fyrir Cleveland. Chicago, Detroit og Cleveland eru öll í miðriðlinum og voru með besta árangurinn á austurströnd- inni í deildarkeppninni. Ekkert lið riðils- ins vann leik Tvö mörk varamanna FH-inga sem áttu aldrei að vera dæmd gild réðu úrslitum í úrslita- leik Lengjubikars karla í fótbolta í gær. FH-ingar unnu Valsmenn 3-2 eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og eru því fyrsta félagið til að vinna deilda- bikar karla tvö ár í röð. Bjarki Gunnlaugsson kom FH í 1-0 á 50. mínútu með skoti úr markteig eftir aukaspyrnur Sigur- vins Ólafssonar en Daníel Hjalta- son jafnaði leikinn á 76. mínútu með laglegum skalla eftir auka- spyrnu Rene Carlsen. Valsmenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik en FH-ingar fengu þrjú dauðafæri til þess að komast í 2-0 í seinni hálfleiknum en boltinn vildi ekki inn og Valsmenn náðu að tryggja sér framlengingu. Í framlengingunni kom Allan Dyring FH í 2-1 á 99. mínútu þegar hann skoraði í tómt markið eftir að Sigurður Sigurðsson, mark- vörður Vals, hafði verið keyrður niður. Fréttablaðið talaði við Sig- urð eftir leik og þar sagði hann að það hefði verið brotið á sér. Fimm mínútum fyrir lok fram- lengingarinnar kom hitt mark- ið þegar Atli Guðnason slapp inn fyrir Valsvörnina eftir sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni og kom FH í 3-1. Atli var hins vegar rang- stæður og markið átti því aldrei að vera dæmt gilt. Harkan jókst mikið í kjölfarið enda Valsmenn mjög ósáttir. Allan Dyring var síðan rekinn út af fyrir að hrinda Gunnari Einarssyni sem var heppinn að fara ekki sömu leið líka. Daníel Hjaltason náði síðan að minnka muninn eftir aðra auka- spyrnu Rene Carlsen og Birkir Már Sævarsson, sem var færður í framlínuna í lokin var síðan ógn- andi og virtist eiga að fá víta- spyrnu þegar hann var klipptur niður á lokasekúndum leiksins. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var mjög ósáttur eftir að FH- ingar skoruðu seinna mark sitt í framlengingunni. Fyrst lét hann að- stoðardómarann heyra það og fékk að líta rauða spjaldið, þá las hann varaformanni KSÍ reiði-pistilinn á hliðarlínunni og loks fékk blaða- maður Fréttablaðsins að heyra það þegar hann sóttist eftir viðtali. „Miðað við aðstæður þá voru bæði lið að gera mjög vel og þetta var flottur úrslitaleikur. Þetta voru tvö öflug lið að berjast. Ég held að það hafi allir séð að maðurinn var langt fyrir innan, svo var brotið á markverðinum okkar og loks ekki dæmt víti þegar Birkir var tek- inn niður í teignum,“ sagði Will- um Þór og skoraði á blaðamann að dæma sjálfur um atvikin sem kost- uðu Valsmenn sigurinn. Willum á alla samúð skilið enda réðust úr- slit leiksins á röngum ákvörðunum dómarans Egils Más Markússonar og aðstoðarmanna hans. FH-ingar unnu Lengjubikar karla annað árið í röð eftir 3-2 sigur á Valsmönnum í framlengdum úrslitaleik á Stjörnuvelli í gær. Eftir frekar tíðindalitlan leik varð allt vitlaust í framlengingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.