Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 12
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis kosninganna 12. maí nk. er hafin. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn- um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra vill setja á laggirnar íslenska mannrétt- indastofnun. Hún yrði á fjárlögum ríkisins, óháð stjórnvöldum og ætlað að vera veruleg viðbót við mannréttindastarfsemi í landinu. Þetta kom fram í ræðu Valgerðar við Háskólann á Akureyri á mánu- dag. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri hefur verið falið að kynna sér reglur um slíka stofnun og skila skýrslu þar um. „Ég tel mikilvægt að hugað verði að því að setja lög um slíka stofn- un, og mun ég beita mér fyrir því þegar nýtt Alþingi kemur saman eftir kosningar,“ sagði Valgerður. Hlutverk Íslands í mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aldrei átt þar sæti, bar einnig á góma í ræðu Valgerðar. „Í ljósi aukins vægis mannrétt- indamála í alþjóðastarfi og þeirr- ar staðreyndar að Ísland hefur töluvert fram að færa á þessu sviði er tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd,“ sagði hún. Um miðjan maí kemur í ljós hvort Danir nái kjöri í ráðið, og í framhaldi af því munu stjórnvöld skoða möguleika á því hvenær Ísland geti boðið fram. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari féllst ekki á að víkja sæti í máli olíufélaganna Olís, Skeljungs og Kers, áður Olíufé- lagsins, gegn samkeppniseftirlit- inu og íslenska ríkinu. Lögmenn olíufélaganna hafa mánuð til þess að kæra úrskurðinn. „Ég reikna frekar með því að við kærum,“ sagði Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Kers, skömmu eftir að úrskurðarorð höfðu verið lesin upp. Í munnlegum málflutningi vegna kröfunnar, sem Gísli Bald- ur Garðarsson, lögmaður Olís, lagði fram og lögmenn hinna olíu- félaganna tóku undir, kom fram að það væri mat lögmanna félaganna að Sigrún hefði með orðum sínum í sératkvæði í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri útilokað sig frá því að geta dæmt með hlut- lausum hætti í málinu. Var þar sérstaklega vitnað til þess að Sig- rún liti svo á að samráðið væri óumdeilt og það hefði leitt til hærra verðs á olíu. Heimir Örn Herbertsson, lög- maður Samkeppniseftirlitsins og íslenska ríkisins, segir úrskurðar- orð hafa verið eins og hann reikn- aði með. „Þetta kemur mér ekki óvart og er alveg í takt við það sem ég reiknaði með.“ Í málflutningi vegna kröfunnar kom fram í máli Heimis Arnar að hann teldi ekki mögulegt að úrskurða dómara vanhæfan á grundvelli fyrri dóma hans. Auk þess vitnaði hann til dómafor- dæmis í Hæstarétti, þegar Jón Gerald Sullenberger krafðist þess að Arngrímur Ísberg dómari myndi víkja sæti í Baugsmálinu, á grundvelli þess að hann gæti ekki horft á þátt Jóns Geralds með hlut- lausum hætti. Hæstiréttur komst að því að Arngrímur þyrfti ekki að víkja sæti. Þá lauk hann máli sínu á því að spyrja hvers vegna þess var ekki krafist að Skúli Magnús- son dómari, sem nú hefur hafið störf há EFTA-dómstólnum í Lúx- emborg, myndi víkja sæti þar sem hann hefur einnig dæmt í skaða- bótamálum sem fallið hafa olíufé- lögunum í óhag. Lögmennirnir svöruðu því til að þeir hefðu heyrt af því að Skúli væri að skipta um starf og því hefði verið óþarft að gera kröfu um að hann myndi víkja sæti. Þá hefði einnig verið umtalsverður munur á afstöðu Sigrúnar í sératkvæði hennar í þeirri afstöðu sem fram kom í dómum sem Skúli átti aðild að. Í málflutningi vegna kröfunnar sögðu lögmennirnir Kristinn og Gísli Baldur ósannað hvort samráð hefði valdið tjóni. Sigrún víkur ekki sæti í olíumálinu Sigrún Guðmundsdóttir dómari víkur ekki í máli olíufélaganna gegn Samkeppnis- eftirlitinu og íslenska ríkinu. Félögin hafa mánuð til þess að kæra úrskurðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.