Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 38
Dekkjastærðir Fólksbíladekk Stærðir 155/70R13 4,499 kr. 165/70R13 4,799 kr. 175/70R13 4,999 kr. 175/65R14 5,499 kr. 185/65R14 5,599 kr. 17570R14 4,999 kr. 185/70R14 5,499 kr. 185/65R15 5,999 kr. 195/65R15 6,499 kr. 205/55R16 8,999 kr. 215/55R16 9,999 kr. 215/45R17 11,999 kr. 225/45R17 12,999 kr. 235/40R18 17,999 kr. Jeppadekk Stærðir 205/75R15 9,499 kr. 30X9,50R15 13,499 kr. 31X10,50R15 14,999 kr. 33X12,50R15 16,999 kr. 35X12,50R15 17,999 kr. 265/75R16 15,499 kr. 265/70R17 15,999 kr. 35X12,50R17 26,999 kr. 285/65R18 31,999 kr. 35X12,50R18 33,999 kr. Sendibíladekk Stærðir 195/70R15 9,999 kr. 225/70R15 10,999 kr. Ég er einn þeirra örfáu Ís- lendinga sem biðu fram yfir sautján ára afmæl- ið sitt með að taka bíl- próf. Ég var reyndar að verða tuttugu og tveggja þegar ég loksins dreif mig af stað. Það sem hafði hamlað mér var aðallega leti og níska. Fyrir fyrsta ökutímann minn komst ég reyndar að því að á þess- um fimm árum sem liðu frá því að ég hefði tæknilega mátt eða átt að taka bílpróf virtist ég hafa náð að byggja upp yfirþyrmandi kvíða. Ég svaf varla fyrir fyrsta ökutím- ann, ég var svo hrædd um að ég myndi verða ketti, kennaranum mínum, mér eða vegfaranda að bana. En ég varð fyrirmyndarnem- andi, fór aldrei yfir hámarkshraða og kunni umferðarreglurnar aftur á bak og áfram. Eftir prófið varð ég eins. Sleppti því aldrei að gefa stefnuljós, skipti aldrei glannalega um akrein og stoppaði frekar en að þenja bílinn yfir gula ljósið. Ég sé krakka, sem gætu hafa verið á meðal þeirra sextán ára sála sem ég sótti ökuskólann með, djöflast áfram á skrjóðunum sínum eins og dauðinn sjálfur sé á hælunum á þeim. Einhverra hluta vegna virðast þau ekki átta sig á því að ef þau keyra eins og fífl er það einmitt staðreyndin. Ég get ekki annað en glaðst yfir hertum viðurlögum við umferð- arbrotum. Fyrsti sautján ára öku- maðurinn sem þarf að hlíta þeim refsiákvæðum var tekinn á sunnu- dag, á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Hann þarf að taka ökuprófið aftur. Um helgina las ég líka viðtal við ökumann sem vegna ölvunarakst- urs varð konu að bana. Hann var ungur að árum. Það þýðir að minn- ingin mun fylgja honum um óend- anlega langan tíma. Ég þakka öllu því sem heilagt er að ég beið í þessi fimm ár. Kvíðinn sem ég minntist á var af hinu góða. Það er ábyrgð að stjórna ökutæki innan um fjöldann allan af öðrum öku- mönnum. Ef þið finnið fyrir ábyrgð- inni áður en þið leggið af stað, þurf- ið þið kannski ekki að bera hana á herðum ykkar fram á grafarbakk- ann, eins og ökumaðurinn ungi. Kæri Palli, við getum ennþá verið góðir vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.