Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 18
Þrátt fyrir að Norðausturkjördæmi sé víð- feðmt og byggð á milli svæða um margt ólík þá eru efstu menn allra flokka í kjördæm- inu sammála um að samgöngur séu það framtíðarverkefni sem stjórnvöld þurfa að einhenda sér í. Samhengi er á milli sam- göngubóta og atvinnumála en helsta bitbein flokkanna er hvernig eða hvort á að byggja upp stóriðju. Landfræðilega er kjördæmið þannig úr garði gert að eðlilegt hlýtur að teljast að samgöngur séu fólki ofarlega í huga. Jarð- göng ekki síst. Þar eru efstu menn á listum allra flokka sammála um þörfina en áherslu- mun má greina varðandi framkvæmd og fjármögnun. Kosningabarátta flokkanna í kjördæm- inu litast mjög af mikilli uppbyggingu á Miðausturlandi á síðustu árum. Þannig er talað um tvískiptingu á milli Eyjafjarðar- svæðisins og Akureyrar annars vegar og Miðausturlands hins vegar. Vaðlaheiðar- göng eru því fyrsti kostur allra flokka í uppbyggingu samgöngubóta í kjördæm- inu. Þannig er mikilvægt að stytta leið- ina milli Akureyrar og eystri hluta Norð- urlands á sama hátt og Fáskrúðsfjarðar- göng tengdu suðurfirði Austurlands við atvinnusvæðið í Fjarðabyggð og á Hér- aði. Ný göng á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar virðast í öðru sæti en allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að skoða frekari jarðgöng á milli Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar og Héraðs. En er hægt að ganga lengra en samgöngu- áætlun segir til um? Valgerður Sverrisdótt- ir, Framsóknarflokki, segir spennandi kost að bjóða alla þessa jarðgangakosti á Aust- urlandi út sameiginlega. „Við framsókn- armenn viljum sérstaka jarðgangaáætl- un sem hefur ekki áhrif á samgönguáætl- un sem slíka. Samkvæmt því verði unnið að jarðgangagerð á tveimur til þremur stöð- um í einu þangað til þessu verkefni er lokið á landsvísu.“ Kristján Þór Júlíusson, Sjálf- stæðisflokki, segir það ráðast af því hvaða efnahagspólitík sé rekin í landinu. „Ef við ætlum að stöðva frekari vöxt atvinnulífs- ins um einhvern tíma eða hægja á eins og hugmyndir hafa komið fram um, þá er klárt mál að þjóðin gerir ekki átak í sam- göngumálum.“ Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, segir að næstu ár eigi að verða fjárfestingarár í innviðum samfé- lagsins, samgöngum og ekki síður fjarskipt- um. „Það þarf líka að gera miklu betur í al- mennri vegagerð og gleyma ekki vegakerf- inu í sveitunum sem hefur mætt afgangi. Nú þarf þetta að fá forgang og stóriðju- framkvæmdir og slíkir þensluvaldar verða einfaldlega að víkja.“ Kristján Möller, Samfylkingu, vill aukið fjármagn til samgöngubóta strax og segir framkvæmdir í kjördæminu ekki þola frekari bið. „Ég minni á að fjármagn til samgöngubóta hefur verið skorið niður í kjördæminu á síðasta kjörtímabili. Það er alvarlegt mál að samgöngumál séu að- almálið árið 2007.“ Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum, vill að hugað sé að umferð- aröryggi og er tilbúinn að ganga langt í að bæta samgöngur. Hörður Ingólfsson, Ís- landshreyfingunni, segir forgangsröðun í samgöngumálum úrelta og vill stórátak um allt land. Þegar horft er til atvinnumála í Norðaust- urkjördæmi er álver á Bakka við Húsavík stærsta einstaka framkvæmdin sem fyrir- huguð er. Vinstri-græn og Íslandshreyfingin eru einu flokkarnir sem hafna þeirri fram- kvæmd. Steingrímur J. Sigfússon segir það skammsýni að stóriðja leysi allan vanda og vill að annað hafi forgang. Hann vill beita sér fyrir því að atvinnulífið þróist í átt til aukinnar fjölbreytni og nýti umhverfis- væna tækni. Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðning við fjölbreytta nýsköpun, vöxt og viðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Valgerður Sverrisdóttir er mjög sátt við stór- iðju á Bakka og segir afar mikilvægt að það komi ekki bakslag í þau áform. Kristján Þór Júlíusson segir sjálfsagt að náttúruauðlind- ir kjördæmisins séu nýttar og minnir á ál- þynnuverksmiðju á Akureyri. Hvort tveggja krefjist töluverðrar orku og frestunarhug- myndir eða stöðvunarárátta þýði að fjölda- mörg störf muni tapast ef ekki verði hægt að hefjast handa. Kristján Möller vill byggja álver á Bakka og minnir á að sú framkvæmd byrji ekki fyrr en eftir fjögur til fimm ár og það falli að stefnu flokksins. Nauðsynlegt sé að nýta þetta tækifæri til að hleypa af stað hagvexti á svæðinu. Frjálslyndir eru fylgjandi framkvæmd- um á Bakka en hafa sérstöðu sökum þess hversu flokkurinn tekur afdráttarlausa af- stöðu í sjávarútvegsmálum. Sigurjón Þórð- arson segir að ef ekki verði gerðar breyt- ingar á fiskveiðistjórnun þá sé nánast sjálfhætt á mörgum stöðum á landsbyggð- inni. Hann segir breytingarnar lykilinn að allri annarri uppbyggingu í kjördæminu. Þessu hafna forsvarsmenn stjórnarflokk- anna og segja greinina verða að hafa styrk- an rekstrargrundvöll sem sé kvótakerf- ið. Íslandshreyfingin vill gefa undanþágur til þeirra sem veiða á litlum bátum en Val- gerður Sverrisdóttir segir þetta ekki hægt sökum þess að slíkar undanþágur séu jafn- an misnotaðar. Kristján Möller vill skoða hvernig komið sé til móts við lítil byggðar- lög sem ekki hafa rekstrargrundvöll innan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það sé út- færsluatriði en byggja verði á því kerfi sem fyrir er. Mennta- og velferðarmál eru öllum flokk- um hugleikin þótt samgöngu- og atvinnu- mál séu óneitanlega í forgrunni. Heil- brigðisstofnanir í kjördæminu má nýta betur með áherslu á umönnun og hjúkr- un aldraðra. Menntamál og rannsókn- ir eru nefndar sérstaklega. Niðurstaðan er þó sú að uppbygging innan kjördæm- isins byggist á samgöngubótum í víðum skilningi og aðallega er deilt um nýtingu náttúruauðlinda. Um þetta verður kosið í Norðausturkjördæmi. Samgöngumál eru forgangsmál Frambjóðendur allra flokka í Norðausturkjördæmi sjá bættar samgöngur sem algjört forgangsmál. Hugsa ber samgöngu- og atvinnumál heildstætt til að leysa bráðan vanda jaðarbyggða. Uppbygging stóriðju er helsta bitbeinið. Svavar Hávarðsson innti efstu menn flokkanna sem bjóða fram fyrir alþingiskosningarnar eftir því hvaða verkefni séu helst aðkallandi í kjördæminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.