Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 22
SMSLEIKUR NÝ R S ING STA R LEN DIR 3. MA Í SENDU SMS BTC STF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! AÐALVINNINGUR ER PS2 + ALLIR SINGSTAR LEIKIR + SINGSTAR KIT AUKAVINNINGAR ERU SINGSTAR POP HITS OG AÐRIR SINGSTARLEIKIR, DVD, PEPSI OG MARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . 10 „Er Hjörtur Magni marktæk- ur?“ var yfirskrift greinar hér í Fréttablaðinu þann 20. apríl sl. sem hafði þann eina sýnilega til- gang að ráðast heiftarlega á per- sónu mína, heilindi og trúverðug- leika. Sbr. eftirfarandi ummæli sem öll rúmuðust í frekar stuttri grein innan um enn frekari formæling- ar í minn garð: „Ekki er ætlunin að rekja allar rangfærslur Hjart- ar Magna hér heldur einung- is að benda á að manninn virðist ekki vera hægt að taka alvarlega. Rangfærslur hans ... fjölskrúðug- ar í tímans rás, ...hann fer ítrek- að með hrein ósannindi, ...þegar rógsherferð hans gegn Kaþólsku kirkjunni stóð sem hæst, Það þarf engan dómstól til að dæma mál- flutning hans dauðan og ómerk- an – einungis gagnrýnt hugsandi einstakling, ...er virkilega hægt að taka mark á honum?” Í fyrstu leiddi ég þetta hjá mér sem hverja aðra vitleysu. En að- ilar sem standa mér nærri hafa ýtt við mér og sagt að greinin sé svo gróf persónuárás að ég verði að svara. Víðsýnir kaþólskir vinir mínir fóru óvænt að biðja mig af- sökunar fyrir það sem þeir köll- uðu lágkúrulegt persónuníð undir dularmerkjum kaþólskrar trúar. Ég ákvað að verða mér úti um símanúmer þessa alvitra höf- undar og hringdi. Hann reyndist vera 22 ára kaþólskur drengur, að hefja nám í sagnfræði, (vildi ekki gefa upp hversu langt hann er kominn). Ég þurfti að spyrja hann tvisvar um kaþólskuna, hann var tregur til að viðurkenna en játti svo. Grein hans ber þess glöggt vitni. Ég spurði hvers vegna hann réðist af þessari heift á mína persónu. Svar hans var „svona er þetta bara þegar verið er að ráðast á mitt trúfélag...“. Ég játa að ég hef fyrir árum síðan gagnrýnt kirkjustofnun- ina og óskeikulleika páfa að hætti þess Lúters sem meginhluti þjóðarinnar kennir sig við. Ég hef varað við því að hugmyndir um óskeikulleika trúarstofn- ana eða páfa séu hættuleg- ar og þvælist illilega fyrir sannleikanum. Í dag sér almenningur í gegnum forræðishyggju miðaldastofnana. Almenningur dregur lærdóm af sögunni og sér að það hefur einmitt æði oft verið undir yfirskini og í nafni trúar, kirkju og hefða sem staðið hefur verið gegn helstu framfarabreyt- ingum samfélagsins. Það eru ekki svo ýkja marg- ar aldir síðan að kirkjustofnun- in refsaði öllum þeim sem drógu það í efa að jörðin væri miðja alheimsins. Á fyrrihluta 17. aldar var Galíleó refsað af kaþ- ólska rannsóknarréttinum fyrir að halda því fram að sólin væri miðja alheimsins en ekki jörð- in. Kenningar Galíleós þóttu sér- staklega hneykslanlegar því þær fólu það í sér að þar sem að jörðin væri ekki miðja alheimsins væri kirkjustofnunin þar af leiðandi ekki miðpunktur veraldar. En það var ekki fyrr en seint á síðustu öld, að það mátti greina það að kaþólska kirkjan viður- kenndi opinberlega að Galíleó hafði haft rétt fyrir sér. Þá hafði Galíleó legið í gröf sinni hátt í fjórar aldir og svolítið of seint að biðja hann afsökunar. Það er ekki svo auðvelt fyrir hefðbundnar trúarstofnanir að kannast við mistök sín, iðrast og snúa frá villu, þó að það sé kjarni þess boðskapar sem þær predika öðrum. Óskeikulleikinn þvælist fyrir sannleikanum og það varpar dimmum skugga á nafn Krists. Kaþólski drengurinn fullyrðir: „Kirkjan hefur aldrei nokkurn tímann haldið öðru fram en að jörðin sé hnöttótt.“ Það er nokkuð ljóst að höfundar Biblíunnar gerðu ráð fyrir því að jörðin væri flöt sbr. I. Sam. 2:8; „Því að Drottni heyra stólp- ar jarðarinnar, á þá setti hann jarðríkið“, eða Job. 9:6; „hann sem hrærir jörðina úr stað, svo að stoðir hennar leika á reiðiskjálfi.“ Lactantíus kirkju- faðir sem var uppi í byrjun fjórðu aldar gerði í ritum sínum mikið gys að hugmyndinni um hnöttótta jörð. Hann vísaði meðal annars til þess hversu fjar- stætt það væri að einhvers stað- ar stæðu menn á höfði og að him- ininn væri fyrir neðan jörðina. Þessi hugmynd um andfætlinga varð allfræg og vitnaði Kópern- ikus síðar til þessara rita Lactan- tíusar kirkjuföður. Drengurinn nefnir sérstaklega Meister Eckhart sem dæmi um dulhyggjumann sem stofnana- kirkjan hafi alið og höndlað blíð- lega en ekki úthýst. Hann bend- ir á Wikipedia á netinu til frekari upplýsinga. Einmitt þar má lesa um að verk Meister Eckharts fóru fyrir brjóstið á rannsókn- arréttinum og páfa í Róm. Verk hans voru fordæmd af Jóhann- esi XXII páfa með sérstöku páfa- bréfi (In agro diminico), þann 27. mars árið 1329 og Eckhart leiddur fyrir rannsóknarréttinn sem villutrúarmaður. Það varð honum til happs að líklegast lést hann áður en dómur féll þannig að rannsóknarrétturinn kaþólski náði hvorki að pynta hann með töngum né brenna á báli. Guð hjálpi þeim kennurum sem eiga eftir að kenna kaþólska drengnum akademíska sagn- fræði, m.a. um örlög Galíleós og margra annarra frammi fyrir kaþólska rannsóknarréttinum. Hvaða svívirðingar munu þeir fá yfir sig á opinberum vettvangi ef drengnum líkar ekki það sem sagan opinberar? Höfundur er prestur og forstöðu- maður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hjörtur Magni gerður ómarktækur? Það þætti slakur skip-stjóri sem í brælu og stórsjó flýði ofan í lúkar og gerði kokkinn eða messa- guttan ábyrgan fyrir skip- inu. Það er nefnilega í mót- byr sem á manninn reynir – þá kemur í ljós úr hverju hann er gerður. Í afar ein- kennilegu viðtali við Mbl. 24. mars sl. reyndi ríkislögreglustjóri að fara „lúkarleiðina“ þegar hann vildi út- skýra afdrif olíumálsins. Hæsti- réttur hafði þá birt það álit sitt að rannsóknin hefði misfarist. Ríkis- lögreglustjóri sá um rannsóknina. Það leiðir af sjálfu sér að aðrir en þeir sem með rannsóknina fóru gátu ekki klúðrað henni. Í umræddu viðtali sendi ríkislög- reglustjori kjörnum fulltrúum og öðrum stjórnvöldum tóninn. Hann hélt því m.a. fram að kjörnir full- trúar á Alþingi ynnu að því að grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stjórnvalda. Þá kemur glöggt fram í viðtalinu að sakamála- rannsókn í olíumálinu hafi hafist vegna þrýstings stjórnmálamanna. Eftir lestur viðtalsins lagði und- irritaður fram nokkrar spurningar í grein til ríkislögreglustjóra í Frétta- blaðinu. Í stað þess að svara sjálf- ur sendi ríkislögreglustjóri starfs- mann sinn á vettvang. Eðli máls- ins samkvæmt gat starfsmaðurinn hvorki svarað fyrir viðtalið né skýrt orð sem ríkislögreglustjóri lét falla – þrátt fyrir að hafa gert sitt besta. Íslenskir lög- reglumenn eiga betra skil- ið en yfirmann sem flýr ofan í lúkar. Það er því frá- leitt annað en ríkislögreglu- stjóri svari sjálfur fyrir orð sín og ásakanir svo al- varleg sem þau eru. Því leyfi ég mér að ítreka fyrri spurningarnar, með von um önnur og betri viðbrögð. 1. Hvernig stóð á því að rannsókn á olíumálinu svokallaða stóð yfir á fjórða ár úr því að rann- sóknaraðili, ríkislögreglustjóri, var sannfærður um að engar forsend- ur væru fyrir lögreglurannsókn þar sem lögreglurannsókn ber ekki að hefja nema hún sé líkleg til sakfell- is? 2. Eru fleiri dæmi, en olíumálið, um að sakamálarannsókn hafi haf- ist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherr- um og/eða alþingismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórn- málamenn – alþingismenn/ráðherr- ar – höfðu áhrif á það að lögreglu- rannsókn hófst í olíumálinu? Hvaða nafngreindir alþingismenn vinna að því að grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stjórnvalda? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viðurkennt að utanaðkomandi áhrif urðu til þess að lögreglurannsókn hófst gagn- vart einstaklingum þvert á faglegt mat embættisins? Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar. Hetjur hafsins flýja ekki ofan í lúkar Goðsögnin um tvískött-un lífeyrissjóðstekna hefur verið lífseig. Henni hefur ítrekað verið hald- ið á lofti og fjölmargir lagt trú á hana. Þannig hefur því verið haldið fram að iðgjöld í lífeyrissjóð séu skattlögð við inn- greiðslu í sjóðinn og lífeyririnn síðan aftur skattlagður við útgreiðslu úr sjóðnum. Þetta er rangt eins og ég mun rökstyðja hér á eftir. Frá upphafi hefur hlut- ur atvinnurekanda af ið- gjöldum við inngreiðslu í sjóðinn verið undanþeginn tekjuskatti við skattlagn- ingu. Iðgjöld atvinnurek- anda í samtryggingu eru nú á bilinu 6-11,5%. Hlutur launþega í iðgjöldum, nú 4%, hefur einnig verið frá- dráttarbær frá sköttum, að undanskildu sjö ára tímabili 1988- 1995. Staðgreiðsla skatta var tekin upp á árinu 1988, en þá var persónu- afsláttur hækkaður verulega og inn í hann voru m.a. felldir þættir eins og iðgjald í lífeyrissjóð og vaxta- gjöld. Horfið var alfarið til fyrra kerfis 1997. Það hefur ekki verið ágreining- ur um að annað hvort eigi að skatt- leggja iðgjöld við inngreiðslu í líf- eyrissjóð eða lífeyri við útgreiðslu. Það er hins vegar ljóst að það er hag- stæðara fyrir eldri borgara að fara seinni leiðina, þ.e. fresta skattlagn- ingu lífeyris þar til hann er greidd- ur út úr lífeyrissjóði. Lítum aðeins á hvernig þessu er háttað. Til skýringar má hugsa sér eftirfarandi dæmi: Gefum okkur að skatthlutfall af tekjum sé viðvarandi 40%. Ef iðgjöld eru skattfrjáls við inngreiðslu í lífeyrissjóð þá ávaxt- ar fyrsta 100 króna greiðsla 20 ára launamanns sig til t.d. 70 ára aldurs. Þá fyrst, þegar hann fær greiddan lífeyri úr sjóðnum, er hann skatt- lagður. Ef hann á hinn bóginn greið- ir skatt af iðgjöldum sínum áður en þau er greidd til lífeyrissjóðsins, ávaxtast einungis 60 krónur í þessi 50 ár. Það þarf ekki stærðfræðing til að sjá hvor leiðin er hagstæð- ari fyrir viðkomandi. Það segir sig sjálft, að ávöxtun af 100 krónum í 50 ár gefur hærri upphæð en ávöxtun á 60 krónum á sama tímabili. Lífeyris- þeginn er betur settur, jafnvel þó 40% skattur sé lagður á lífeyri við útgreiðslu. Til viðbótar greiða líf- eyrissjóðir engan skatt, þannig að upphæðin ávaxtast að fullu. Það má því ljóst vera að goðsögn- in um tvísköttun lífeyris er röng og að skattlagning lífeyrissjóðs- greiðslna er mun hagstæðari eldri borgurum en skattlagning iðgjalda við inngreiðslu í sjóðinn. Þannig er það í dag og ekki ástæða til að breyta því. Höfundur er alþingismaður og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík suður. Goðsögnin um tvísköttun lífeyrissjóðstekna Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las um erfiðleika Bakkavíkur hf. í Bol- ungarvík. Enn er fiskveiðistjórn- unarkerfið að verki. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið einn ein- arðasti málsvari þessa kerfis. Allt tal um breytingar í kvótakerfinu hefur verið eins og eitur í beinum flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haldið því fram að hann sé flokkur einstaklingsfrels- is og samkeppni. Nema þegar talið berst að kvótakerfinu og jafnvel bankakerfinu. Ástæðan er auðvitað sú, eins og Jón Baldvin Hannibalsson hefur haldið fram, að Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki flokkur hug- sjóna eða stefnu. Hann er sam- tryggingakerfi. Hann er regnhlíf yfir hagsmunasamtök. Úthlut- unarnefnd. Hann hefur t.d. út- hlutað auðlindunum okkar til fárra, hann hefur út- hlutað ríkisfyrirtækj- um til fárra og síð- ast en ekki síst hefur hann úthlutað fyrrum ráðherrum sínum ríf- legum eftirlaunum úr sameiginlegum sjóð- um okkar allra. Hvað varðar bankakerf- ið hefur flokkurinn þagað þunnu hljóði yfir því hvernig bankarn- ir stuðla að fákeppni með því að negla og skrúfa sína viðskiptavini með höftum. Taki fólk lán hjá einum banka til hús- næðiskaupa er það skikkað til að vera í viðskiptum við bankann til æviloka. Þú mátt skipta en það kostar pening, fólk þarf að greiða refsivexti. Sjálfstæðisflokkurinn stóð með bönkunum í ræðu og riti í aðför- inni að Íbúðalánasjóði. Og flokk- urinn hefur staðið með eyðingu byggðanna í ræðu og riti (kvótakerfinu). Ekki vegna þess að hann stefni að því að byggðir landsins eyð- ist, nei, heldur vegna þess að hann getur ekki annað. Það er í eðli hans. Bolungar- vík hefur verið sterkt vígi sjálfstæðismanna í gegnum tíðina. Nú sendir flokkurinn sínar kveðjur til Bolvíkinga í gegnum kvótakerfið. Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki réttsýnn né sanngjarn leng- ur. Hann er til vandræða í þessu þjóðfélagi. Valkostur óánægðra sjálfstæðismanna er aðeins einn: Frjálslyndi flokkurinn! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi og skipar þriðja sæti Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Með kveðju frá Sjálfstæðisflokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.