Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 32
TILKYNNINGAR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytin- gum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Nýlendureitur Tillaga að deiliskipulagi á reit 1.115.3 sem afmarkast af Vesturgötu, Seljavegi, nýrri legu Mýrargötu og Ægisgötu/Geirsgötu. Í tillögunni er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og athafnastarfsemi og er meginmarkmið deiliskipulags- ins að fullnýta uppbyggingarmöguleika á reitnum og enn fremur að stuðla verndun byggðamynsturs með því m.a. að gefa kost á að setja niður flutningshús á nýjum lóðum og einnig að draga fram þá möguleika sem gefast á hverri lóð fyrir sig til að auka verðmæti þeirra bygginga sem fyrir eru á svæðinu. Stokkur verður gerður milli Geirsgötu og Grandagarðs undir nýja Mýrargötu sem tengir miðbæ við vesturhöfnina og aðra hluta borgarinnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg vegna lóðanna að Laugavegi 33-35 og Vatnsstígur 4. Tillagan gerir ráð fyrir að öll efsta hæð fjögurra hæða byggingar sé dregin inn um 2 metra og að byggja alls 4260 m2. Nýtingarhlutfall verður 3.5. Í tillögu er einnig gert ráð fyrir að byggja bílakjallara undir verslunarrými og með þeim hætti auka nýtingu undir verslanir/þjónustu á þeirri hæð sem er að fullu nið- urgrafin við Laugaveg en á jarðhæð við þær bygg- ingar sem nú standa að Laugavegi 33B og Vatnstíg 4. Heildarnýtingahlutfall að meðtöldum kjöllurum er því allt að 5,2 Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grófartorg, Zimsenhús Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.140.0, sem afmarkast af Hafnarstræti, Vesturgötu, Grófinni, Tryggvagötu og Naustinni, vegna lóðanna að Vesturgötu 2 og 2a. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað nýbyggingar sam- kvæmt núgildandi deiliskipulagi verður gert ráð fyrir aðfluttu húsi, svokölluðu Zimsen - húsi, sem áður stóð við Hafnarstræti 21. Kvöð um göngutengsl milli Vesturgötu og Tryggvagötu um undirgöng verð- ur felld niður og verður eftir breytingu um lóð- ina Vesturgötu 2a. Við þá breytingu stækkar leyfð nýbygging á Vesturgötu 2 sem samsvarar undir- göngum. Fyrirhugðum götustæðum við Tryggvagötu er fjölgað um tvö stæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Hádegismóar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa, svæði sem afmarkast af opnu svæði í austur, í suður af grænu svæði sem liggur að Rauðavatni og hring- torgi, í norðuraustur af golfvelli GR og í vestur af Suðurlandsvegi. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þriggja stórra lóða verða svæði afmarkað í sex lóðir, fimm til viðbótar við lóð Morgunblaðsins (númer 2 við Hádegismóa) og eru nýjar lóðir norðvestan við lóð Mbl. Verða húsin með númerin 1 – 3 og 2 – 8. Ný gata verður lögð á svæð- inu. Hámarkshæðir húsa verða tuttugu og þrír metrar og skulu tvær efstu hæðir húsanna númer sex og átta vera inndregnar sem nemur 2/3 af flatarmáli bygging- arreits. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,5. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Hlíðarendi Tillagan felst í því að skipulagsreiturinn stækkar vegna breyttrar legu Hlíðarfótar og að byggingarmagn á atvinnu- og íbúðarlóðum á skipulagsreitnum er aukið úr 50.000 fermetrum í 85.000 fermetra. Þar af eru 25.000 fermetrar á lóð LSH og 60.000 fermetrar á lóðum sem merktar eru A til F. Gert er ráð fyrir að á lóðum A til F skiptist byggingarmagnið nokkuð jafnt milli atvinnu- húsnæðis (lóðir A, B og C) og íbúðarhúsnæðis (lóðir D, E og F). Atvinnuhúsnæði hefur verið raðað meðfram umferðargötum þannig að hljóðvist í íbúðarhúsnæði batnar. Gera skal ráð fyrir að 2/3 hlutar bílastæða séu í bílakjöllurum. Þá er gert ráð fyrir aðkomu að svæðinu frá Hlíðarfæti auk aðkomu frá Flugvallarvegi, eins og gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Gildandi deili- skipulag lóðar Knattspyrnufélagsins Vals helst óbreytt að öðru leyti en því að gert er ráð fyrir áhorfendastúku við norðausturhlið knatthúss. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. maí 2007 til og með 13. júní 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 13. júní 2007. Vinsamlega nota uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 2. maí 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík SMIÐIR Erum með vana smiði á skrá sem eru klárir til vinnu. ehf S: 840-1616 MÚRARAR Erum með vana múrara á skrá sem eru klárir til vinnu. ehf S: 840-1616
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.