Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 02.05.2007, Síða 40
Kl. 20.00 Burtfararprófstónleikar frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur í Salnum í Kópa- vogi. Sólrún Gunnarsdóttir heldur burtfararprófstónleika sína á fiðlu. Meðleikari er píanóleikarinn Raul Jiménez. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á Beethoven og Brahms kokk- teil í vikunni og heldur tvenna tón- leika með píanókonsertum þess fyrrnefnda og sinfóníum þess síð- arnefnda. Fyrirkomulag þetta er hugarfóstur aðalstjórnanda sveit- arinnar, Rumons Gamba, en það gafst vel síðasta haust. Á tónleikunum á morgun leikur blóðheiti píanistinn Cristina Ortiz frá Brasilíu fjórða píanókonsert Beethovens með sveitinni sem aukinheldur dembir sér í aðra sin- fóníu Bramhs undir stjórn Rum- ons Gamba. Ortiz leikur reglulega með Fílharmoníusveitunum í Berl- ín og Vínarborg og hefur auk þess að rúlla upp evrópsku tónsnilling- unum gert mikið að því að kynna tónlist heimalands síns. Á föstudaginn er síðan komið að öðrum píanista, hinum breska John Lill, að flytja fimmta píanó- konsert Beethovens en eftir hlé hljómar fyrsta sinfónía Brahms. Mörgum eru minnisstæðir tón- leikar Lill í Ými árið 2002 en þá vakti spilamennska hans mikla hrifingu. Einungis örfá sæti eru laus á seinni tónleikana en enn þá er hægt að fá miða á þá fyrri. Beethoven/Brahms Það hefur verið frönsk slagsíða á menningarlífinu að undanförnu og hefur hún fallið vel í kramið hjá listunnendum. Næstkomandi sunnudag lýkur þremur sýningum í SAFNI, samtímalistasafninu við Laugaveg. Ein þeirra, samsýning- in „Tilfinningalandslag (rotnandi sýning)“ er liður í frönsku menn- ingarkynningunni Pourquoi Pas? og unnin af sýningarstjóranum Mathieu Copeland í samstarfi við fjölda íslenskra og franska lista- manna. Þar er lagt upp með marg- ræða sýningu, sem byggð er á leif- um eða rústum eldri sýninga. Sýn- ingin er ekki aðeins sett saman af brotum fyrri sýninga, heldur dreg- ur hún hugmyndafræði sína af sögu þess sem eftir verður þegar sýningunni lýkur; hlutum, tilfinn- ingum og minningum. Í SAFNI sýna enn fremur franski myndlistarmaðurinn Hugues Reib og Sigurður Árni Sigurðsson sem lengi hefur starfað sem myndlist- armaður í París en býr nú í Reykja- vík. Sigurður sýnir ljósmyndaser- íu, sem hverfist um tré og skugga þeirra en tré hafa löngum verið miðlæg í verkum hans. Reip sýnir verkið „Eden“ sem samanstendur af uppstækkuðum ljósmyndum af blómum, sem fest hafa verið á viðarplötu og standa þannig sjálf í rýminu, líkt og blóma-skógur. Verkin vísa óbeint til ævintýra Lísu í Undralandi, þar sem blómin draga okkur að sér og inn í hina bjöguðu veröld framand- leikans. SAFN er opið milli 14-18 frá mið- vikudögum til sunnudaga. Sýningarlokin í SAFNI Ljóðakvöld á Hressó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.