Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. júli 1980 Nýtt íbúðahverfi ris á Kjalarnesi ESJUGRUND Esjugrund liggur meö flæðarmálinu og úlsýni er hiö ákjósanlegasta og lóðirnar á mjög hagstæðu vcröi ennþá. Þegar er flutt i sjö hús við Esjugrund, en annars staoar er byggingar- vinna i fulluni gangi. AM — Þótt hljótt fari stækkar höfuðborgarsvæðið æ meira og á sama hátt og menn sjá einn dag- inn að stórt og glæsilegt verslun- arhús er risið við Laugaveginn, þar sem menn mundu fyrir skömmu eftir gömlu timburhúsi, skjóta heil hverfi upp kollinum, án þess að margir viti til þess að nokkurn tima hafi verið byrjað að byggja þarna. Eitt slikt hverfi er aö rlsa á Kjalarnesinu og nokkrir tugir raö- og einbýlishúsa standa þegar viö viökunnanlega götu skammt ofan flæðarmálsins. Gatan heitir Esjugrund og er þegar búið I sjö húsum, en önnur eru I byggingu. Blaðamaður og ljósmyndari Timans svipuðust um I þessu ný ja hverfi á föstudag og hittu þá ung- an húsasmið, Svein Einar Magnússon. Sveinn er aðeins 24 ára gamall, trúlofaður og barn- laus, en hann hefur veriö fyrir- hyggjusamur, þvi fyrir þremur árum var hann þegar búinn að tryggja sér lóöina við Esjugrund. Sveinn og samstarfsmaður hans við byggingafyrirtæki þaö sem hann starfar hja, „Hóla- berg" f Reykjavlk, voru I óðaönn við smlði hússins, þegar okkur bar að. Þarna er um raðhús að ræða, 120 ferm. auk hæðar, sem er minni að flatarmáli og garö- hýsis. ,,Ég lærði húsasmiðar hjá ólafi Friðrikssyni, byggingameistara hér upp frá", segir Sveinn, „og það hafði sjálfsagt áhrif á það að ég hyggst setjast að hérna. Lóða- verðið var líka hagstætt þegar ég keypti, aðeins 600 þúsund. Við er- um þrjú saman með raöhúsiö, en hér byggja auk mln systir min og einn kunningja minna". Við spurðum Svein hvort hon- um þætti ekki all langt að sækja vinnu til Reykjavikur ofan af Kjalarnesi, en hann svarar þvi til að þegar hann var að læra hafi hann sótt vinnu hingað uppeftir, en búið I Reykjavlk og þvl kvlðir hann þvi ekki að erfitt verði að snúa dæminu við, — búa á Kjalar- nesi og vinna I Reykjavik. Eins og nærri má geta verður Sveinn aö nota hverja stund sem til fellur til framkvæmdanna og við tefjum hann ekki lengur. Þaö er Kjalar- neshreppur, sem hefur sölu lóða með höndum og þegar við rædd- um við Bjarna Þorvarðarson, oddvita og bónda á Bakka, sagði hann að ekki væri lokið verk- fræðilegri vinnu vegna skipulags fleiri gatna og átti hann von á að all nokkur ár yrðu þangað til þaö yrði gert. Enn eru þrjár lóöir til sölu þar efra. Vlst má telja að innan nokkurra ára veröur byggð risin á Kjalar- nesi á borö við hverfiö I Mosfells- sveit og þá mun Esjugrundin að Hkindum hverfa innan um fjölda annarra gatna og siður en svo þykja „útúr" lengur. En þá verð- ur byrjað á enn nýjum hverfum, sem okkur rennir varla grun I enn þá hvar munu sjá dagsins ljós. Sveinn Einar, sem er einu frum- byggjanna i nýja hverfinu á Kjal- arnesinu kvlðir þvi ekki, þótt drjúgur spölur sé til Reykjavfkur, þar sem hann vinnur, en drjúgur timi fer samt f aksturinn og hann ver nliuui frfstundum sinum til framkvæmdanna við nýja rað- húsið. Bjarni Þorvarðsson á Bakka, oddviti Kjalarneshrepps, segir enn ekki gengið frá verkfræðilega þættinum, vegna skipulags frekari byggðar. » M P^ ^l ' . j 1 ¦ Æm y ¦¦¦'^/r'^' Ær*~' -^^^¦¦'¦¦¦- i i Austurstræti 10 sími: 27211

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.