Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 20. júli 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurosson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sfftu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaoamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verft I lausasölu kr. 250. Askriftargjald kr. SOOOámánuoi. Blaöaprent. 27% virkur vinnutími I sjónvarpsumræðum, sem fóru fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1978, deildi Kristján Benediktsson borgarfulltrúi á sleifarlag irekstri borgarinnar og stofnanna hennar. Hann nefndi ýmis dæmi máli sinu til sönnunar. Kristján Benediktsson skýrði m.a. frá þvi, að ný- lega hefði farið fram itarleg athugun á virkum vinnutima hjá útivinnuflokkum Hitaveitu Reykja- vikur og hefði komið i ljós, að hann væri ekki nema 27%. Aðrir hlutar vinnutimans hefðu farið i bið og akstur (31%), upphaf og lok verks (22%) og að- gerðarleysi (20%). Að dómi rekstrarverkfræðings, sem gerði þessa könnun, ætti að vera hægt að auka virkan vinnutima úr 27% i 51—63%. Þetta dæmi hjá Hitaveitunni mun engan veginn einstætt um vinnubrögð hjá ýmsum opinberum fyrirtækjum, hvort heldur þau heyra undir riki eða bæjarfélög. Það er oft mikil hætta á, að þar skapist deyfð og doði, sem hafa i för með sér mun lakari vinnubrögð en ella. Ef vel á að vera, þarf oft að hrista upp i kerf inu og vinna að endurnýjun á skipu- lagningu og vinnubrögðum. Sérstök ástæða er þó til þess að gæta þessa vel i opinberri starfrækslu, þar sem ekki er um neina samkeppni að ræða og fyrirtækin geta meira og minna skammtað sér sjálf, hvað þau taka fyrir þjónustu sina. Vert er að viðurkenna, að fyrrverandi borgar- stjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, mun hafa haft frumkvæði að fyrrgreindri athugun á starfsháttum Hitaveitunnar. Hann mun hafa látið framkvæma fleiri slikar athuganir á borgarrekstrinum. Mikilvægt er, að núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti haldi þessu áfram og fylgi fast ef tir þvi sem til bóta getur horft. Þá er áreiðanlega ekki siður þörf á þvi, að hand1- hafar rikisvaldsins séu vakandi i þessum efnum og stefni að endurnýjun starfshátta og aukinni hag- ræðingu á öllum sviðum rikisrekstrarins, þar sem þvi verður komið við. Merkilegt afmæli Sildarverksmiðjur rikisins eiga hálfrar aldar af- mæli um þessar mundir. Við þær er tengdur merkilegur áfangi i efnahagslegri sjálfstæðisbar- áttu Islendinga. Aður voru sildarbræðslurnar i eigu útlendinga og Islendingar háðir geðþótta þeirra um verðlag og vinnuhætti. A þeim tima höfðu islenzkir einkaaðilar ekki bol- magn til að fást við þennan rekstur. Þess vegna reið rikið á vaðið eftir að Framsóknarflokkurinn hafði tekið forustuna i stjórn landsins. Sjálfstæðis- flokkurinn veitti ekki teljandi mótspyrnu. Hann viðurkenndi nauðsyn rikisrekstrar undir þessum kringumstæðum. Eftir að rikið hafði þannig rutt brautina, komu is- lenzkir einkaaðilar á eftir. Skömmu siðar var allur sildariðnaðurinn kominn i hendur íslendinga. Nokkuð umtal er um það nú að ryðja eigi bákninu burt, m.a. sildarverksmiðjum rikisins. Fróðlegt er að rifja upp, að einn helzti forustumaður Sjálf- stæðisflokksins á þessu sviði, Sveinn Benediktsson, var þvi andvigur. Hann taldi pað þjóðinni öryggi, að rikið og einstaklingar störfuðu hér hlið við hlið. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hægt miðar í jafn- réttismálum kvenna Frá kvennaráðstefnunni i Kaupmannahöfn EINS OG kunnugt er, stendur nú yfir I Kaupmannahöfn önnur kvennaráftstefna Sameinuftu þjóftanna, en su fyrri var haldin í Mexikó-borg sumarift 1975. I kjölfar hennar hófst kvennaára- tugurinn, sem er nú tæplega hálfnaour. Ráftstefnan f Kaupmannahöfn er haldin m.a. til þess aö fá yfir- lit um hvaft hafi áunnizt slöan kvennaáratugurinn hófst og hvaft sé hægt aft gera á slöari helmingi hans til aft ná meiri árangri. Fyrir Islendinga, sem eru svo langt komnir I jafnréttismálum kynjanna, aft þeir hafa kosiö konu fyrir forseta, er næsta erf itt aö gera sér grein fyrir þvf, hvernig ástatt er f þessum mál- um vifta um heim, en þó einkum i þriftja heiminum. Mörgu er einnig ávant enn i vestrænum löndum og kommúnistarikjun- um, þótt óneitanlega þoki þar i rétta átt. 1 vestrænum rikjum verftur körlum ekki einum kennt um, þótt konur gegni enn miklu færri háttsettum trúnaoarstörfum en karlar. Þær sækjast miklu minna eftir slikum störfum, m.a. vegna þess aft áhugi þeirra beinist aft öftrum efnum en veg- tyllum. Þetta sést á þvi, aft venjulega berast ekki umsóknir frá konum, þegar meiriháttar embætti eru auglýst. Mjög erfitt hefur oft reynzt aft fá konur til frambofts I þing- kosningum og borgarstjórnar- kosningum. Flestar þeirra, sem þótt hafa eftirsóknarveröastar, hafa neitaft vegna annarra áhugamála og heimilisstarfa. Þaft er þvf ekki sizt hugsunar- háttur kvenna, sem þarf aft breytast til aft jafnréttismálum sé komift I viftunandi horf. Framboft Vigdisar Finnboga- dóttur og sigur hennar i forseta- kosningunum, getur vel orftift til aft vekja áhuga kvenna aft þessu leyti, ekki aöeins hér, heldur einnig annars staftar. SAMKVÆMT skýrslum þeim, sem hafa verift lagftar fram á ráftstefnunni, hefur ekki þokaft eins mikift áleiftis f réttindamál- um kvenna á fyrri hluta ára- tugarins og æskilegt hefði verift, þótt hægt sé aft finna undan- tekningar frá þessu. Þetta sýn- ir, aft betur má ef duga skal, og verftur þaft eitt aftalverkefni ráftstefnunnar aft fjalla um þaft. Skyrslur þær, sem lagftar hafa verift fram á ráftstefnunni, gefa nokkra hugmynd um, aft konur njtíta ekki jafnræftis vift karla. Þannig er talift, aft konur séu helmingur mannkyns, en aft þær vinna 2/3 hluta þess vinnutlma, Jihan el-Sadat á blaftamannafundi sem reiknaft er meft aft bæfti kynin vinni. Afteins 1% af öllum launatekjum fellur konum i skaut. Þær eru líka taldar eig- endur aft 1% þeirra eigna, sem skráftar eru I heiminum. í skýrsiuni kemur i ljós, aft menntunarstafta kvenna hefur batnaft í sumum löndum, en hins vegar hafa störf ekki aukizt á tilsvarandi verksviftum og kon- ur þvi ekki fengift atvinnu i sam- ræmi vift menntun sina. Þá hef- ur atvinnuleysiö, sem komift hefur til sögu i ýmsum löndum siftustu árin bitnaft hlutfallslega meira á konum en körlum. I ymsum þróunarlöndum hef- ur ólæsi kvenna aukizt. ÞÓTT ráftstefnunni sé einkum ætlaft aft fjalla um réttindamál kvenna, mun ekki fara hjá þvi, Leila Khaled, ásamt manni sem gætir hennar aft fleiri mál beri þar á góma. Þannig hafa Arabarikin komift þvi til vegar, aö rætt verfti sér- staklega um réttindamál ara- biskra kvenna I þeim landshlut- um, sem ísraelsmenn her- numdu 1967. Ekki er ósennilegt aft þaft verfti til þess, aft minnzt verfti á stöftu kvenna I Araba- ríkjunum. A ráftstefnunni mæta fulltrúar frá um 150 rfkjum. Konur eru i yfirgnæfandi meirihluta, en nokkrir karlar eru þó fulltrúar. A.m.k. 17 sendinefndir hafa karlmenn fyrir formann, m.a. Island, en Einar Agústsson sendiherra er formaftur Is- lenzku sendinefndarinnar. Meftal annarra sendinefnda, þar sem karlmaöur er formaftur, eru sendinefndir Bandarikj- anna, Kanada, Vestur-Þýzka- lands, Astraliu, Finnlands, ír- lands, Luxembourg, Marokko, Sudan, Qatar, Tyrklands, Bangladesh, Fiji, Malasiu og Páfarikisins. Eins og venja er á ráftstefnum beinist mest athygli aft vissum fulltruum. Imelda Marcos, for- setafrú frá Filippseyjum, haffti aft sögn gert sér vonir um aft verfta aftalstjarna ráftstefnunn- ar. Meiri athygli hefur þó beinzt aft Jihan Sadat, konu Sadats Egyptalandsforseta. Lang- mesta athygli hefur þó.skæru- liftinn frægi, Leila Khaled, vak- ift, en hún er fulltrúi Frelsis- samtaka Palestinumanna, PLO. Fjarvera tveggja rfkja vekur athygli, Suöur-Afriku og Saudi- Arablu. Stjórn Suftur-Afriku vill komast hjá umræftum um kyn- þáttamál þar i landi. Stjórnend- ur Saudi-Arabiu kunna hins vegar aft hafa óttast, aft prin- sessumálift svonefnda bæri á góma. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.